Valmynd
english

Staðarfell, Fellsströnd í Dölum

Á Staðarfelli fer fram endurhæfing og meðferð sjúklinga sem koma frá Sjúkrahúsinu Vogi. Þar er rúm fyrir allt að 30 sjúklinga. Einungis karlmenn eru í meðferð á Staðarfelli og dveljast þar í fjögurra vikna endurhæfingu og fá síðan stuðing frá göngudeildum SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri í nokkrar vikur.

Sérstök fjögurra vikna meðferð er einnig á Staðarfelli fyrir endurkomukarla sem eiga síðan kost á stuðningi á göngudeild í heilt ár.

Starfsemi SÁÁ fer fram í húsum sem áður tilheyrðu húsmæðraskólanum sem rekinn var á Staðarfelli í hálfa öld til ársins 1977. Árið 1980 gerði SÁÁ samning við ríkið um afnot af Staðarfelli. Sá samningur var síðan framlengdur nokkrum sinnum til fárra ára í hvert sinn en varanlegum fótum var skotið undir reksturinn árið 1996. Frá fyrsta degi hefur hvert rúm verið skipað á Staðafelli.

Staðarfell er gamalt höfuðból og kirkjustaður sem á sér sögu aftur á 12. öld en þá bjó þar Þórður Gilsson faðir Hvamms-Sturlu, og afi Snorra Sturlusonar. Kirkjan, sem stendur á jörðinni er úr timbri og var vígð 1891.

Staðarfell
Fellsströnd í Dölum
371 Búðardal
Sími: 530-7600, fax: 434-1308
Netfang: stadarfell@saa.is
Dagskrárstjóri er Torfi Hjaltason