Valmynd
english

Vík, Kjalarnesi

Á Vík fer fram meðferð sem sniðin er að þörfum kvenna. Þar er framhaldið meðferð sem hefst á sjúkrahúsinu Vogi. Kvennameðferðin er nú meginhluti af starfseminni á Vík en þó er fjórðungur sjúklinga þar karlmenn sem allir eru 55 ára og eldri.

Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja og glæsilega meðferðarstöð á Vík. Umsvif SÁÁ munu ekki aukast með tilkomu nýrrar Víkur heldur er verið að endurbæta aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk og færa aðbúnað að kröfum tímans. Stefnt er að því að Vík verði á fyrsta íslenska meðferðarstöðin þar sem boðin verður algjörlega aðgreind áfengis- og vímuefnameðferð fyrir karla og konur. Með því að aðskilja kynin skapast betri aðstæður til að mæta sérþörfum kvenna í meðferðinni. Von er á að þessi breyting auðveldi konum til mikilla muna að koma til meðferðar og hlutfall þeirra aukist í sjúklingahópnum.

Þegar framkvæmdunum lýkur verður Vík glæsileg, sérhönnuð 3.500 fermetra meðferðarstöð með fullkomnum aðbúnaði fyrir 61 sjúkling í einsmannsherbergjum. Átta herbergi verða hönnuð með tilliti til þarfa hreyfihamlaðra.

Um kvennameðferðina á Vík

Sérstök kvennameðferð hófst á Vík í upphafi ársins 1995 en fyrsta skóflustunga að Vík var tekin við hátíðlega athöfn þann 27. apríl 1991. Þann 26. nóvember 1991 skilaði verktakinn húsinu fullbúnu og var það formlega opnað laugardaginn 14. desember. Kostnaður við byggingu Víkur, eins og allra annarra húseigna SÁÁ, var að öllu leyti greiddur með sjálfsaflafé samtakanna, án nokkurs kostnaðar fyrir ríkið eða aðra opinbera aðila.

Karlar 55 ára og eldri

Eins og fram kom að ofan eru karlar 55 ára og eldri fjórðungur sjúklinga á Vík.  Meðferð karlanna er aðskilin frá kvennameðferðinni en matsalur og setustofur eru sameiginlegar.

Vistmenn á Vík búa á tveggja manna herbergjum. Þar, eins og allsstaðar á stofnunum SÁÁ, er það brottrekstrarsök fyrir vistmann að fara inn á herbergi annars sjúklings.

 

Vík
270 Kjalarnesi
Sími: 530-7600, fax: 566-8230
Netfang: vik@saa.is
Dagskrárstjóri er Ásgrímur G. Jörundsson