Valmynd
english

Vík, Kjalarnesi

Í framhaldi af dvöl á Vogi fara flestir í 28 daga inniliggjandi meðferð á eftirmeðferðarstöðinni Vík á Kjalarnesi. Þar sjá áfengis- og vímuefnaráðgjafar um fyrirlestrahald, annast hópmeðferð og veita einstaklingsráðgjöf til sjúklinga undir handleiðslu lækna. Á Vík er er sólarhringsvakt og fyrsta flokks aðstaða fyrir karla og konur í aðgreindum húsum og allt meðferðarstarf kynjaskipt. Þar er aðbúnaður fyrir 61 sjúkling í einsmannsherbergjum en átta herbergi eru sérstaklega útbúin með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaðra.

Nýja meðferðarstöðin á Vík er 3.500 fermetrar og var tekin í notkun á fertugsafmæli SÁÁ, 1. október 2017. Með tilkomu Víkur varð til fyrsta íslenska meðferðarstöðin þar sem boðið er upp á algjörlega aðgreinda áfengis- og vímuefnameðferð fyrir karla og konur. Með því að aðskilja kynin skapast betri aðstæður til að mæta ólíkum þörfum í meðferðinni.

Kostnaður við byggingu Víkur, eins og allra annarra húseigna SÁÁ, er að öllu leyti greiddur með sjálfsaflafé samtakanna, án nokkurs kostnaðar fyrir ríkið eða aðra opinbera aðila.

 

Vík
162 Kjalarnes
Sími: 530-7600, fax: 566-8230
Netfang: vik@saa.is
Dagskrárstjóri er Torfi Hjaltason