Valmynd
english

Vin

SÁÁ hefur í nokkur ár rekið sambýli í Reykjavík fyrir hóp sjúklinga sem eru í langtímastuðningi að lokinni meðferð. Það heitir Vin og er við Viðarhöfða.

Þeir sem búa á Vin borga leigu enda eru þeir þar skráðir til heimilis. Félagsleg aðstoð sem þessi að meðferð lokinni bætir árangur meðferðarinnar verulega.

Reykjavíkurborg er samstarfsaðili SÁÁ um rekstur sambýlisins.

Rekstri sambýla sem samtökin ráku á árum áður á Miklubraut í Reykjavík og á Akureyri hefur verið hætt.

Forstöðumaður á Vin er Gísli Stefánsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi, gisli@saa.is.