Valmynd
english

Von Efstaleiti

Von, hús SÁÁ, Efstaleiti 7, Reykjavík hýsir göngudeild, fjölskyldudeild og Sálfræðiþjónustu barna. Rekstri samtakanna er stýrt af skrifstofu á 2. hæðinni í Von og í húsinu er einnig miðstöð þess félagsstarfs sem fram fer á vegum SÁÁ.

Alla miðvikudaga kl. 18.00 eru haldnir kynningarfundir í Von þar sem starfsemi SÁÁ er kynnt, spurningum svarað og fræðsla veitt um áfengissýki, aðra fíkn og meðvirkni.

Um 22.000 komur eru skráðar ár hvert á göngudeild SÁÁ í Reykjavík, á fjölskyldudeild SÁÁ og hjá Sálfræðiþjónustu barna. Öll þessi þjónusta fer fram í Von.

Að jafnaði sækja um 900 manns ýmsa viðburði sem haldnir eru í Von í tengslum við félags- og útbreiðslustarf SÁÁ en það starf hefur allt það að markmiði að styðja við sjúkrarekstur samtakanna og fjáröflun í hans þágu. Um 8000 eru skráðir í samtökin og styðja við starfsemi þess með ýmsum hætti.

Hjá SÁÁ starfa um 100 manns á sex starfsstöðvum í Reykjavík, Akureyri og á Staðarfelli. Fjármálum, fjáröflun og félagsstarfi samtakanna er stjórnað af skrifstofunni í Von.

Talsvert er um það að AA og AL-Anon fundir séu haldnir í húsnæði Vonar. Einnig nokkrir OA-fundir og fundir á vegum LSR-samtakanna, sem eru samtök alkóhólista í bata.

Lausum tíma í Vonarsal, glæsilegum samkomusal í Von, er ráðstafað til tónlistarmanna og ýmissa viðburða, svo sem til veislu- og ráðstefnuhalds. Salurinn tekur um 100 manns í sæti. Nánar hér.