Persónuverndarstefna SÁÁ

SÁÁ hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem tóku gildi þann 15. júlí 2018. Umrædd lög voru sett til innleiðingar og lögfestingar á almennu persónuverndarreglugerðinni (REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) 2016/679, frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB).

SÁÁ leggur metnað í að tryggja trúnað og vernd þeirra persónuupplýsinga sem SÁÁ þarf að afla og vinna með í tengslum við starfsemi sína, þ.á.m. upplýsingar um sjúklinga, aðstandendur, starfsmenn, félags- og styrktaraðila og aðra viðskiptavini.

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða gögnum SÁÁ safnar, hvernig unnið er með slík gögn, hverjir hafa aðgang að gögnunum og hvernig þú getur nálgast frekari upplýsingar um persónuverndarmálefni SÁÁ.

shutterstock_1197075589