Valmynd
english
Fréttir

Fréttir

Verðkönnun: 23% notað kannabisefni í rafsígarettur

Verðkönnun: 23% notað kannabisefni í rafsígarettur

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í júlílok 2018. Alls svöruðu 48 einstaklingar verðkönnun í lok júlí 2018. Í ljós kom að 67% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyfseðilsskyld lyf, eða 32 einstaklingar. Meðalaldur þeirra var...

lesa meira

Hlaupið fyrir SÁÁ!

Hlaupið fyrir SÁÁ!

Nú er aðeins rúm vika í Reykjavíkurmaraþonið sem verður haldið þann 18. ágúst næstkomandi. 32 hlauparar heita á SÁÁ og við þökkum þeim öllum kærlega fyrir stuðninginn. Við hvetjum alla til að smella sér á hlaupastyrkur.is og leggja þessu frábæra fólki lið með áheiti. Hvert framlag skiptir máli! Hjálpum fólki með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra til betra...

lesa meira

Verðkönnun: 52% keypt lyfseðilsskyld lyf

Verðkönnun: 52% keypt lyfseðilsskyld lyf

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í júnílok 2018. Alls svaraði 91 einstaklingur verðkönnun í lok maí og júní 2018. Í ljós kom að 65% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyf, eða 59 einstaklingar. Meðalaldur þeirra...

lesa meira

Sumarlokanir hjá SÁÁ

Sumarlokanir hjá SÁÁ

Sumarlokanir hjá SÁÁ verða sem hér segir sumarið 2018: Meðferðarstöðin á Vík, Kjalarnesi, verður lokuð frá 23. júní – 6. ágúst. Göngudeildin í Von, Efstaleiti 7, Reykjavík verður lokuð frá 9. júlí – 17. ágúst. Göngudeildin Hofsbót 4, Akureyri, lokar eftirfarandi tímabil: 9. júlí – 20. júlí 6. ágúst – 21. ágúst 3. september – 7. september 2018 Engar sumarlokanir eru á sjúkrahúsinu Vogi. Gleðilegt...

lesa meira

Fyrsti kynningarfundur eftir sumarfrí

Fyrsti kynningarfundur eftir sumarfrí

Fyrsti kynningarfundur eftir sumarfrí göngudeildar SÁÁ í Von, Efstaleiti, verður haldinn miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16.00. Á fundinum er þjónusta og umfang meðferðar SÁÁ kynnt, og farið sérstaklega yfir meðvirkni og áhrif á aðstandendur. Athugið breyttan fundartíma. Við byrjum framvegis kl. 16.00 í stað 18.00 en erum áfram á...

lesa meira

Félags- og jafnréttismálaráðherra heimsótti göngudeild SÁÁ

Félags- og jafnréttismálaráðherra heimsótti göngudeild SÁÁ

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsótti göngudeild SÁÁ, Von í Efstaleiti, í gær 3. júlí. Með ráðherranum í för voru Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður hans og Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu. Ráðherrann og fylgdarlið hans fengu ítarlega kynningu á þjónustu göngudeildarinnar. Ýmis sérfræðiþjónusta sem veitt er á deildinni tilheyrir félagsmálahluta velferðarráðuneytis og var rætt um margar hliðar áfengis- og vímuefnavandans, svo sem sálfræðiþjónustu fyrir börn og meðferð fyrir aðstandendur. Fundurinn var afar gagnlegur og sýndu gestirnir málefninu mikinn áhuga. SÁÁ þakkar Ásmundi Einari Daðasyni og starfsfólki hans kærlega fyrir ánægjulega heimsókn....

lesa meira

Fjölskyldumeðferð hefst 3. september

Fjölskyldumeðferð hefst 3. september

Næsta fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 3. september, klukkan 16.00. Einnig verður helgarfjölskyldumeðferð helgina 15. og 16. september. Fjölskyldumeðferðin tekur fjórar vikur og er námskeiðið haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00 til 18.00 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar....

lesa meira

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá SÁÁ

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá SÁÁ

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings við Sjúkrahúsið Vog að Stórhöfða 45. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Um er að ræða þrískiptar vaktir og unnið aðra til þriðju hverja helgi. Næturvaktir eru hluti af starfinu en einnig kemur til greina að ráða hjúkrunarfræðing sem vinnur eingöngu næturvaktir. Staðan er laus frá 1. ágúst 2018. Helstu verkefni og ábyrgð Hjúkrun sjúklinga í afeitrun. Þátttaka í teymisvinnu ásamt sjúkraliðum, áfengis- og vímuefnaráðgjöfum, sálfræðingum og læknum. Menntun og hæfniskröfur Réttindi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi Áhugi á hjúkrun áfengis- og vímuefnasjúklinga Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð Kjör fara eftir kjarasamningi SFV og...

lesa meira

Forysta SÁÁ endurkjörin á aðalfundi

Forysta SÁÁ endurkjörin á aðalfundi

Arnþór Jónsson var endurkjörinn formaður SÁÁ með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var strax að loknum aðalfundi samtakanna í gær. Framkvæmdastjórn samtakanna er óbreytt frá síðasta starfsári og aðeins urðu fimm breytingar á 48 manna aðalstjórn. Starfsárið 2018-2019 er stjórnin skipuð 21 konu og 27 körlum. Á fundinum fór Arnþór Jónsson yfir starfsárið 2017-2018 sem var fertugasta afmælisár samtakanna og afar viðburðarríkt. Samtökin stóðu fyrir alþjóðlegri og faglegri ráðstefnu um fíkn á Hilton sem heppnaðist mjög vel. Ráðstefnuna sóttu bæði íslenskir og erlendir fyrirlesarar, úr mörgum fagstéttum, en gestir voru alls um 350 frá 10...

lesa meira

Aðalfundur SÁÁ

Aðalfundur SÁÁ

Aðalfundur SÁÁ verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 7. júní kl. 17.00 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar samtakanna lagðir fram 3. Lagabreytingar 4. Kosning í stjórn 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Önnur...

lesa meira

Góðir gestir frá Laugarásnum

Góðir gestir frá Laugarásnum

Þverfaglegur hópur starfsfólks frá Laugarásnum, sem er meðferðargeðdeild LSH fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi, heimsótti sjúkrahúsið Vog á þriðjudag. Hópurinn, sem samanstóð af hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, læknum, ráðgjöfum, iðjuþjálfum og íþróttafræðingum, kynnti sér starfsemi samtakanna og ræddi málin. „Það er gaman að hitta starfshópa frá öðrum stöðum, mynda tengsl, deila reynslu og fræðast um sameiginleg málefni,“ sagði Þóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SÁÁ, sem var gestgjafi. „Allt í þágu bættrar þjónustu fyrir skjólstæðinga með...

lesa meira

Álfasölukóngur ársins!

Álfasölukóngur ársins!

Salan á álfi SÁÁ gekk vel eins og undanfarin ár, þrátt fyrir mikla rigningu í álfasöluvikunni. Yfir þúsund manns unnu við álfasöluna um land allt en álfasölukóngur ársins er Kristján Valsson, sem fékk afhentan Ofur-Álf 2018 í viðurkenningarskyni. „Landsmenn tóku álfinum vel og við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. „Þjóðin hefur sameinast um að kaupa álfinn í 29 ár og þannig hefur okkur tekist að byggja upp samfellda og heildstæða heilbrigðisþjónustu um forvarnir, afeitrun, eftirmeðferð, göngudeildir, búsetuúrræði og félagsstarf sem tugþúsundir hafa nýtt sér til góðs.“ Álfasalan er mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna og hafa tekjurnar af henni...

lesa meira

Fundur um vímuefnavanda unga fólksins

Fundur um vímuefnavanda unga fólksins

Opinn fundur um vímuefnavanda unga fólksins verður haldinn í Von, Efstaleiti 7, í dag 17. maí kl. 20.00. Allir velkomnir en þó sérstaklega foreldrar. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu og Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri sjúkrahússins Vogs hefja fundinn með framsögu. Í þessum tveimur stofnunum er öll þekkingin og reynslan í málaflokknum. Því er ástæða til að hvetja alla sem hafa áhuga á málinu og vilja leggja því lið til að mæta. Fram munu koma nýjar upplýsingar og að vanda verða fjörugar pallborðsumræður þar sem reynt verður að svara spurningum fundarfólks. Það er full ástæða fyrir stjórnmálamenn að mæta...

lesa meira

Álfurinn valinn í byrjunarliðið!

Álfurinn valinn í byrjunarliðið!

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Helgi Kolviðarson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari keyptu fyrsta álfinn í álfasölu SÁÁ sem hefst í dag. Það voru Kolfinna, Dóróthea og Embla Margrét sem sáu um söluna en álfurinn í ár er að sjálfsögðu í landsliðslitunum í tilefni af þátttöku Íslands í HM í Rússlandi! Álfasalan stendur fram á sunnudag en hún er stærsta fjáröflunarverkefni SÁÁ ár hvert. Frá upphafi hefur samfélagið tekið álfinum opnum örmum og hafa tekjurnar skipt sköpum í þjónustu við ungt fólk. SÁÁ hvetur Íslendinga til að halda áfram að kaupa álfinn og stuðla þannig að því að ungt fólk geti náð...

lesa meira

Leiðtogi Pírata í Reykjavík gestur heiðursmanna

Leiðtogi Pírata í Reykjavík gestur heiðursmanna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, leiðtogi Pírata í Reykjavík verður gestur heiðursmanna næstkomandi fimmtudag, 17. maí, í Von, Efstaleiti. Dóra Björt er menntuð í heimspeki og  aþjóðafræði frá Háskólanum í Osló og stundar nú nám á meistarastigi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Hún hefur samhliða unnið sem aðstoðarkona fyrir fatlaðan mann. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna...

lesa meira

Hringferð álfsins á hjóli lokið!

Hringferð álfsins á hjóli lokið!

Vel var tekið á móti Arnóri Gauta Helgasyni, kokki á Vogi, en hann mætti galvaskur á Vog kl. 15 í dag eftir að hafa hjólað hringinn kringum landið á sjö dögum. Markmiðið var að vekja athygli á álfasölunni sem hefst 15. maí. „Erfiðast var að hjóla Möðrudalsöræfin. Ég er mjög þreyttur en sáttur og finnst frábært að hafa gert þetta," sagði Gauti þegar hann renndi í hlað á Vogi. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði laugardaginn 5. maí og gekk vel, þrátt fyrir erfið veðurskilyrði. Gauti fékk snjó fyrstu tvo dagana, en rigningu eftir það. Með honum í för var...

lesa meira

Verðkönnun: 72% keypt ólögleg vímuefni/lyf

Verðkönnun: 72% keypt ólögleg vímuefni/lyf

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í apríllok 2018. Alls svöruðu 43 einstaklingar verðkönnun í apríl 2018. Í ljós kom að 72% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyf, eða 31 einstaklingur. Meðalaldur þeirra var tæp 30...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð hefst 7. maí

Fjölskyldumeðferð hefst 7. maí

Næsta fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 7. maí, klukkan 16.00. Athugið breyttan meðferðartíma. Við byrjum kl. 16.00 í stað 17.30 en erum áfram á sömu dögum, á mánudögum og fimmtudögum. Fjölskyldumeðferðin tekur fjórar vikur og er námskeiðið haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00 til 18.00 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er...

lesa meira

Verðkönnun: 21% aðspurðra sprautar vímuefnum í æð

Verðkönnun: 21% aðspurðra sprautar vímuefnum í æð

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í marslok 2018. Alls svöruðu 38 einstaklingar verðkönnun í lok mars 2018. Í ljós kom að 63% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyf, eða 24 einstaklingar. Meðalaldur þeirra var 34,5...

lesa meira

Flokkur fólksins heimsækir heiðursmenn

Flokkur fólksins heimsækir heiðursmenn

Tveir frambjóðendur Flokks fólksins verða gestir heiðursmanna næstkomandi fimmtudag, 26. apríl, í Von, Efstaleiti. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og oddviti flokksins í Reykjavík, kemur og kynnir framboðið ásamt Karli Berndsen hár­greiðslu­meist­ara sem skipar 2. sætið. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Kjör­orð Flokks flokks­ins í sveitarstjórnarkosn­ing­un­um í Reykjavík er „fólkið fyrst“. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna er í boði...

lesa meira

Opinn fundur um morfínskyld lyf

Opinn fundur um morfínskyld lyf

Morfínskyld lyf í Efstaleiti 7 kl 20.00 miðvikudag 18/4. Hvað er verið að gera og hvað þarf að gera til að bregðast við vaxandi fíkn í morfínskyld lyf? Vandinn drepur börnin okkar. SÁÁ klúbburinn heldur fræðslu- og umræðufund um vandann á miðvikudagskvöldið 18. apríl kl 20.00 í Von Efstaleiti. Eyþór Jónsson og Þórarinn Tyrfingsson læknar á Vogi halda stutt inngangserindi og skýra frá nýjum upplýsingum. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður situr í pallborði , ásamt læknunum og Margeiri Sveinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fundarstjóri verður Ingunn Hansdóttir. Aðstandendur eru hvattir til að mæta. Fréttamenn ættu ekki að láta fundin...

lesa meira

Ísland leiðandi í baráttunni við lifrarbólgu C

Ísland leiðandi í baráttunni við lifrarbólgu C

Á alþjóðlegu lifrarþingi í París hinn 13. apríl 2018 kynnti Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, annars vegar niðurstöður úr fyrstu 15 mánuðum meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C, sem er samstarfsverkefni Landspítala og SÁÁ, og hins vegar árangur sem má sjá meðal sjúklinga sem hafa sprautað vímuefnum í æð og leggjast inn á Vog. Á fyrstu 15 mánuðum meðferðarátaksins höfðu 518 sjúklingar hafið lyfjameðferð á Landspítala, Vogi og í fangelsi og 473 lokið henni. Af þeim sem luku meðferðinni hlutu 94% lækningu en að öllum meðtöldum, einnig þeim sem ekki luku, læknuðust 90%. Eftir 2 ár í átakinu hafa nú 652...

lesa meira

Valgerður heldur erindi á alþjóðlegri fagráðstefnu í París

Valgerður heldur erindi á alþjóðlegri fagráðstefnu í París

Á morgun heldur Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ, erindi á alþjóðlegri fagráðstefnu um lifrarsjúkdóma í París (The International Liver Congress). Erindi Valgerðar fjallar um íslenska lifrarbólgu C verkefnið en árangurinn af því hefur vakið heimsathygli í alþjóðlega fræðasamfélaginu. Um tíu þúsund þátttakendur, hvaðanæva að úr heiminum, sækja ráðstefnuna. Markmiðið með íslenska lifrarbólgu C verkefninu er að útrýma þessum skæða veirusjúkdómi sem leggst einkum á fólk sem sprautar sig með vímuefnum. Tekist hefur að ná meðferðarsambandi við alla þá sem greinst hafa með veiruna síðustu rúmlega tvo áratugi, en SÁÁ hefur skimað eftir veirunni í sprautusjúklingahópi SÁÁ og haldið nákvæma skráningu...

lesa meira

Vogur hættir að taka við ungmennum undir 18 ára

Vogur hættir að taka við ungmennum undir 18 ára

- Samráðsfundur fyrirhugaður um næstu skref Það er ákvörðun okkar hjá meðferðarsviði og framkvæmdastjórn SÁÁ að hætta að taka inn á sjúkrahúsið Vog ólögráða einstaklinga og miða ungmennameðferðina við 18 ára. Augljós krafa um að ólögráða einstaklingar geti ekki verið í sama rými og fullorðnir í meðferð er meira en sjúkrahúsið Vogur getur orðið við að svo stöddu. Því er ekki stætt á að halda áfram meðferð þeirra þar. Það að eitt barn hafi hugsanlega orðið fyrir skaða innan veggja spítalans er einu barni of mikið. SÁÁ setur öryggi sjúklinga sinna í fyrsta sæti og vill með þessum aðgerðum...

lesa meira

Frambjóðendur Höfuðborgarlistans heimsækja heiðursmenn

Frambjóðendur Höfuðborgarlistans heimsækja heiðursmenn

Tveir frambjóðendur Höfuðborgarlistans verða gestir heiðursmanna næstkomandi fimmtudag, 12. apríl, í Von, Efstaleiti. Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti og formaður Höfuðborgarlistans, kemur og kynnir framboðið ásamt Sif Jónsdóttur sem skipar 2. sætið. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Höfuðborgarlistinn er nýtt framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum og skilgreinir sig sem þverpólitískan hóp. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna er í boði...

lesa meira

Meðferð við spilafíkn 27.-29. apríl

Meðferð við spilafíkn 27.-29. apríl

Meðferð við spilafíkn verður í Von Efstaleiti helgina 27.-29. apríl næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin stendur: föstudaginn 27. apríl, kl. 17:15-19:00 laugardaginn 28. apríl, kl. 9:30-16:00 sunnudaginn 29. apríl, kl. 9:30-16:00 Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig. Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilafíkn er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best. Skráning á námskeiðið og nánari...

lesa meira

Ráðherrar heimsækja SÁÁ

Ráðherrar heimsækja SÁÁ

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra heimsóttu SÁÁ í dag ásamt Önnu Lilju Gunnarsdóttur, ráðuneytisstjóra Velferðarráðuneytisins. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, og Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, tóku á móti gestunum, sýndu þeim sjúkrahúsið Vog og nýja meðferðarstöð samtakanna á Vík á Kjalarnesi. Í heimsókninni fór Valgerður yfir þá þjónustu sem SÁÁ veitir fólki með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra og afhenti Arnþór ráðherrunum greinargerð um þjónustu SÁÁ. Í henni er gerð grein fyrir viðbúnaði og þjónustumagni meðferðarþjónustu SÁÁ árið 2017, samhliða kostnaðargreiningu sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi 2017. Gestirnir sýndi málefninu mikinn áhuga og lýstu yfir ánægju með...

lesa meira

SÁÁ óskar eftir móttökuritara

SÁÁ óskar eftir móttökuritara

Laus er til umsóknar staða móttökuritara hjá SÁÁ. Starfshlutfall er 100%. Staðan er laus nú þegar. Helstu verkefni og ábyrgð: Móttaka og skráning sjúklinga, símsvörun og ýmis tilfallandi skrifstofustörf. Hæfniskröfur: Almenn tölvukunnátta og gott vald á íslensku. Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð. Kjör fara eftir samningum viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað á skrifstofu SÁÁ, Efstaleiti 7, 103 Reykjavík, merkt: Móttökuritari, eða í tölvupósti á netfangið asgerdur@saa.is eigi síðar en 10. apríl n.k. Nánari upplýsingar veitir: Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ, s. 5307631, netfang:...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð hefst 3. apríl

Fjölskyldumeðferð hefst 3. apríl

Næsta fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ þriðjudaginn 3. apríl, klukkan 17.30. Athugið að meðferðin hefst á þriðjudegi vegna páskanna en annars er meðferðin á mánudögum og fimmtudögum. Fjölskyldumeðferðin tekur fjórar vikur og er námskeiðið haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17.30 til 19.30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við...

lesa meira

Hvað tekur við eftir afeitrun?

Hvað tekur við eftir afeitrun?

SÁÁ klúbburinn stendur fyrir opnum fundi næstkomandi fimmtudag, 22. mars kl. 12.00. Fundurinn ber yfirskriftina Hvað tekur við eftir afeitrun? Alþingismennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé og Páll Magnússon ræða þetta mál við gesti fundarins en fundarstjóri verður Þórarinn Tyrfingsson. Fundurinn verður haldinn í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti 7, og eru...

lesa meira

Verðkönnun: Helmingur aðspurðra keypti kókaín

Verðkönnun: Helmingur aðspurðra keypti kókaín

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í febrúarlok 2018. Alls svöruðu 40 einstaklingar verðkönnun í lok febrúar 2018. Í ljós kom að 70% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyf, eða 28 einstaklingar. Meðalaldur þeirra...

lesa meira

Álfasala 2018

Álfasala 2018

SÁÁ óskar eftir félögum og hópum á höfuðborgarsvæðinu til að selja álfinn dagana 15.-20. maí næstkomandi. Frábær leið til fjáröflunar. Góð sölulaun og mikil sala síðastliðin 28 ár! Áhugasamir hafi samband við Þorkel í síma 824 7629, thorkell@saa.is, eða Heimi í síma 824-7644,...

lesa meira

Líf Magneudóttir gestur heiðursmanna

Líf Magneudóttir gestur heiðursmanna

Líf Magneudóttir, nýkjörinn oddviti Vinstri grænna í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, verður næsti gestur heiðursmanna fimmtudaginn 15. mars í Von. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Líf hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn síðan 2010. Hún er menntaður grunnskólakennari og hefur lengst af setið í skóla- og frístundaráði borgarinnar og látið sig mennta-, tómstunda- og forvarnarmál varða. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600....

lesa meira

Íslenska meðferðarátakið gegn lifrarbólgu C í Journal of Internal Medicine

Íslenska meðferðarátakið gegn lifrarbólgu C í Journal of Internal Medicine

Grein eftir íslenska teymið sem vinnur að meðferðarátakinu gegn lifrarbólgu C birtist í dag á vef læknatímaritsins Journal of Internal Medicine. Stýring verkefnisins er í höndum Landspítala en aðalsamstarfsaðli er SÁÁ. Fyrir hönd heilbrigðisráðuneytsins hefur sóttvarnalæknir yfirumsjón með verkefninu. Kjarni meðferðarinnar liggur í samstarfi þriggja læknisfræðilegra sérfræðisviða, smitsjúkdóma og lifrarlækninga á Landspítalanum og fíknlækninga hjá SÁÁ. Greinina má lesa hér...

lesa meira

Opinn fundur um biðlistann á Vogi

Opinn fundur um biðlistann á Vogi

SÁÁ klúbburinn stendur fyrir opnum fundi um biðlistann á Vogi næstkomandi fimmtudag, 8. mars kl. 16.20. Biðlistinn eftir meðferð er mikið hitamál þessa dagana, enda í sögulegu hámarki, en nú bíða um 580 manns eftir innlögn. Þórarinn Tyrfingsson verður fundarstjóri fundarins en í pallborði sitja Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, Sigurður Hektorsson, yfirlæknir fíknigeðdeilda geðsviðs Landspítala og Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Fundurinn verður haldinn í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti 7, og eru...

lesa meira

Frambjóðendur Miðflokksins heimsóttu SÁÁ

Frambjóðendur Miðflokksins heimsóttu SÁÁ

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, heimsótti í dag nýja eftirmeðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi ásamt meðframbjóðendum sínum, þeim Lindu Jónsdóttur, Vilborgu Hansen og Baldri Borgþórssyni. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, tók á móti gestunum, ásamt sérfræðingum SÁÁ á meðferðarsviði, sýndi þeim nýju húsin og kynnti umfangsmikið starf samtakanna. Í heimsókninni var áfengis- og vímuefnavandinn ræddur út frá mörgum sjónarhornum og sýndu gestirnir málaflokknum mikinn...

lesa meira

Kynntu sér meðferð við lifrarbólgu C

Kynntu sér meðferð við lifrarbólgu C

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, verkefnastjóri fyrir TrapHepC verkefnið, og Susanne Dam smitsjúkdómalæknir frá Danmörku, heimsóttu Vog á föstudag og kynntu sér meðferð við lifrarbólgu C. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, tók á móti þeim og sýndi þeim aðstöðu SÁÁ á Vogi til að skima og greina sjúkdóminn. Í ársbyrjun 2016 hófst hér á landi opinbert átak gegn lifrarbólgu C sem stendur yfir í þrjú ár. Í Danmörku eru ennþá höft á því hverjir fá meðferð við lifrarbólgu C. Í heimsókninni sagði Valgerður gestunum frá því hvernig lifarbólga C er meðhöndluð hjá þeim sem enn eru virkir í neyslu, eða nýkomnir...

lesa meira

Læknaritari óskast á Sjúkrahúsið Vog

Læknaritari óskast á Sjúkrahúsið Vog

Læknaritari með löggildingu óskast til starfa á Sjúkrahúsið Vog, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.. Menntun og hæfniskröfur Góð hæfni í mannlegum samskiptum Skipulögð vinnubrögð Vinsamlegast sendið inn umsókn og ferilskrá fyrir 15. mars á tölvupóstfangið: rakel@saa.is. Nánari upplýsingar veitir Rakel Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 530-7654, netfang:...

lesa meira

Vigdís Hauksdóttir gestur heiðursmanna

Vigdís Hauksdóttir gestur heiðursmanna

Vigdís Hauksdóttir, borgarstjóraefni Miðflokksins og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, verður næsti gestur heiðursmanna fimmtudaginn 1. mars í Von. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi...

lesa meira

Áfengis- og vímuefnaráðgjafar óskast til starfa við Sjúkrahúsið Vog

Áfengis- og vímuefnaráðgjafar óskast til starfa við  Sjúkrahúsið Vog

Laus er til umsóknar staða áfengis- og vímuefnaráðgjafa við Sjúkrahúsið Vog. Starfshlutfall er 100%. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð: Þátttaka í daglegri ráðgjöf á Sjúkrahúsinu Vogi og öðrum starfsstöðum SÁÁ. Þetta innifelur m.a. vaktskyldu, sam- skipti og þjónustu við sjúklinga auk þverfaglegrar samvinnu. Hæfniskröfur: Löggilding til starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Íslandi Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð Kjör fara eftir kjarasamningi SÁÁ og SFR. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og meðmælendur skal skilað fyrir 15. mars á Sjúkrahúsið Vog, merkt: Áfengis- og vímuefnaráðgjafi eða í tölvupósti á...

lesa meira

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá SÁÁ

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá SÁÁ

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings við Sjúkrahúsið Vog að Stórhöfða 45. Starfshlutfall er samkomulagsatriði en helst 80-100%. Um er að ræða þrískiptar vaktir og unnið aðra til þriðju hverja helgi. Áhersla er lögð á næturvaktir. Staðan er laus nú þegar. Helstu verkefni og ábyrgð Hjúkrun sjúklinga í afeitrun. Þátttaka í teymisvinnu ásamt sjúkraliðum, áfengis- vímuefnaráðgjöfum, sálfræðingum og læknum. Menntun og hæfniskröfur Réttindi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi Áhugi á hjúkrun áfengis- og vímuefnasjúklinga Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð Kjör fara eftir kjarasamningi SFV og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað á...

lesa meira

Heilbrigðisráðherra Færeyja heimsækir SÁÁ

Heilbrigðisráðherra Færeyja heimsækir SÁÁ

Heilbrigðisráðherra Færeyja, Sirið Stenberg, heimsótti SÁÁ í gær ásamt Turid Arge, ráðuneytisstjóra og Fróða Jacobsen sérfræðingi í færeyska heilbrigðisráðuneytinu. Með ráðherranum í för var Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í Velferðarráðuneytinu. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, tók á móti gestunum, sýndi þeim sjúkrahúsið Vog og nýja meðferðarstöð samtakanna á Vík á Kjalarnesi. Í heimsókninni var rætt um margar hliðar áfengis- og vímuefnavandans, svo sem samfélagslega sýn og þróun meðferðar hjá SÁÁ. Gestirnir sýndi málefninu mikinn áhuga og lýstu yfir ánægju með móttökurnar.  ...

lesa meira

Brynhildur, forstöðukona Konukots, gestur heiðursmanna

Brynhildur, forstöðukona Konukots, gestur heiðursmanna

Brynhildur Jensdóttir, forstöðukona Konukots, verður næsti gestur heiðursmanna fimmtudaginn 15. febrúar í Von. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi...

lesa meira

Borgarstjóri heimsækir Vík

Borgarstjóri heimsækir Vík

Í dag heimsótti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, nýja meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi og kynnti sér starfsemi samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, tók á móti Degi á Vík, fylgdi honum um meðferðarstöðina og sagði frá starfseminni. Þar var nóg um að vera, enda meðferðarstarfið í fullum gangi og ánægjulegt að fá borgarstjóra í...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð hefst 19. febrúar

Fjölskyldumeðferð hefst 19. febrúar

Næsta fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 19. febrúar, klukkan 17.30. Fjölskyldumeðferðin tekur fjórar vikur og er námskeiðið haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17.30 til 19.30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðferðina annast ráðgjafar SÁÁ sem hafa áratugalanga...

lesa meira

Vantar fleiri karlmenn í samkvæmisdansinn

Vantar fleiri karlmenn í samkvæmisdansinn

Næsta byrjenda- og framhaldsnámskeið í samkvæmisdönsum hefst miðvikudaginn 7. febrúar 2018 í Von. Skráning stendur yfir hjá Þorkeli í s. 898 4596 eða thorkell@saa.is. Að sögn Þorkels er aðsókn á námskeiðin jafnan góð og mikið fjör. Það vantar fleiri karlmenn á byrjendanámskeiðið og karlar því sérstaklega hvattir til að skrá sig. Nánari upplýsingar er að finna hér...

lesa meira

Eyþór Arnalds gestur heiðursmanna

Eyþór Arnalds gestur heiðursmanna

Eyþór Arnalds, sem mun leiða lista Sjálf­stæðismanna í borg­inni í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, verður næsti gestur heiðursmanna fimmtudaginn 1. febrúar í Von. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi...

lesa meira

Þingmenn Sjálfstæðisflokks kynna sér starfsemi SÁÁ

Þingmenn Sjálfstæðisflokks kynna sér starfsemi SÁÁ

Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins kynntu sér umfangsmikla starfsemi SÁÁ í gær. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, og Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, sýndu þeim sjúkrahúsið Vog og nýja meðferðarstöð samtakanna á Vík á Kjalarnesi.  Í heimsókninni fór Valgerður yfir þá þjónustu sem SÁÁ veitir fólki með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra ásamt því að skýra frá framtíðarsýn samtakanna. Þingflokkur Sjálfstæðismanna sýndi málefninu mikinn áhuga og lýsti yfir ánægju með móttökurnar. Heimsóknin er liður í að kynna fyrir stjórnmálafólki faglegt starf SÁÁ, umfang þjónustunnar og þrönga stöðu samtakanna. SÁÁ hefur í mörg ár óskað eftir samtali við stjórnvöld um stefnumótun til framtíðar í...

lesa meira

Alvarlegur vandi ópíóíðafíknar

Alvarlegur vandi ópíóíðafíknar

Alvarlegur vandi ópíóíðafíknar var ræddur ítarlega á 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ um fíkn í október síðastliðnum. Þar komu saman færustu sérfræðingar í fíknlækningum vestan hafs og austan og héldu erindi um vandann, sem heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst sem faraldri. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, hélt erindi um ópíóíðafíkn á Íslandi: Patrick O'Connor, prófessor í Yale, talaði um ópíóíðafaraldurinn í Bandaríkjunum: Thomas Clausen, prófessor í Háskólanum í Osló og forstöðumaður Norwegian Centre for Addiction Research, SERAF, hélt erindi um ópíóíðafíkn á...

lesa meira

Forsætisráðherra heimsækir Vík á Kjalarnesi

Forsætisráðherra heimsækir Vík á Kjalarnesi

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, heimsóttu nýja meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi síðastliðinn föstudag. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, kynnti fyrir þeim umfangsmikla starfsemi SÁÁ og greindi frá framtíðarsýn samtakanna. Að sögn Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, er þörf fyrir miklu meiri heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm en veitt er með núverandi framlögum ríkisins og SÁÁ. Fíknsjúkdómurinn er alvarlegur og dýr og krefst miklu meira opinbers fjármagns til heilbrigðisþjónustu og samþættrar félags- og heilbrigðisþjónustu. SÁÁ óskar eftir samtali við stjórnvöld um stefnumótun til framtíðar í þessum málaflokki áður en fjármálaáætlun næstu ára lokar okkur endanlega inni...

lesa meira

SÁÁ hættir starfsemi á Akureyri

SÁÁ hættir starfsemi á Akureyri

Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi sínum í gær, 24. janúar, að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ á Akureyri. Samtökin starfa nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar á Akureyri hluti þeirrar áætlunar. SÁÁ hóf rekstur göngudeildar á Akureyri í byrjun árs 1993 og hefur deildin sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi síðan. Flestir þjónustuþegar koma til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn. Árið 2017 voru 350 ráðgjafaviðtöl skráð á göngudeild...

lesa meira

Ógnvekjandi og skyndileg aukning á dauðsföllum meðal ungra fíkla

Ógnvekjandi og skyndileg aukning á dauðsföllum meðal ungra fíkla

32 áfengis- og vímuefnasjúklingar sem voru undir fertugu létust á árinu 2017, þar af voru 14 yngri en 30 ára. Á árinu 2016 voru sömu tölur 27 og 9. Þetta eru hræðilegar tölur og miklu hærri en við höfum séð áður. Þetta má að miklu leyti rekja til aukningar á fjölda ungra sjúklinga sem eru að nota sterka ópíóíða í æð (contalgin og oxycodone). Þetta kom fram í erindi Þórarins Tyrfingssonar um ópíóíðafíkn á Læknadögum. Hvað dauðsföllin varðar hafa þau verið miklu færri allt frá árinu 2000 meðal þeirra sem eru yngri en 40 ára. Í aldurshópnum undir 30...

lesa meira

Inga Sæland gestur heiðursmanna

Inga Sæland gestur heiðursmanna

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, verður næsti gestur heiðursmanna fimmtudaginn 18. janúar í Von. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi...

lesa meira

Læknar SÁÁ tala á Læknadögum

Læknar SÁÁ tala á Læknadögum

Hinir árlegu Læknadagar standa nú yfir í Hörpu en að þessu sinni flytja fjórir læknar, sem tengjast starfi SÁÁ, erindi á Læknadögum. Á morgun, þriðjudaginn 16. janúar, mun Hildur Þórarinsdóttir, læknir hjá SÁÁ, fjalla um áfengismisnotkun aldraðra. Miðvikudaginn 17. janúar munu Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, og Þórarinn Tyrfingsson halda erindi um ópíóíða á Íslandi og meðferð við ópíóíðafíkn. Loks mun Björn Logi Þórarinsson, sem situr í framkvæmdastjórn SÁÁ, tala um heilablóðfall föstudaginn 19. janúar. Nánari dagskrá Læknadaga er að finna hér...

lesa meira

Stjórnmálafólk kynnir sér starfsemi SÁÁ

Stjórnmálafólk kynnir sér starfsemi SÁÁ

Það sem af er ári hafa fulltrúar frá tveimur stjórnmálaflokkum, Flokki fólksins og Framsóknarflokki, heimsótt SÁÁ og kynnt sér starfsemi samtakanna. Gestirnir skoðuðu sjúkrahúsið Vog og nýja og glæsilega meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi. Ljóst er að gestirnir höfðu áhuga á málefninu og margar hliðar áfengis- og vímuefnavandans voru ræddar. Að sögn Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, skiptir miklu máli að fólk í stjórnmálum kynni sér meðferðarstarf í landinu og á SÁÁ von á fleiri góðum gestum á næstunni. „Fíknsjúkdómurinn er alvarlegur og dýr og krefst miklu meira opinbers fjármagns til heilbrigðisþjónustu en nú er veitt,“ segir Arnþór. „Útrýma...

lesa meira

Meðferð við spilafíkn 9.-11. febrúar

Meðferð við spilafíkn 9.-11. febrúar

Meðferð við spilafíkn verður í Von Efstaleiti helgina 9.-11. febrúar næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin stendur: föstudaginn 9. febrúar, kl. 17:15-19:00 laugardaginn 10. febrúar, kl. 9:30-16:00 sunnudaginn 11. febrúar, kl. 9:30-16:00 Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig. Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilasýki er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best. Skráning á námskeiðið og nánari...

lesa meira

Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði óskast til starfa hjá SÁÁ

Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði óskast til starfa hjá SÁÁ

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings við Sjúkrahúsið Vog að Stórhöfða 45. Starfshlutfall er samkomulagsatriði en helst 80-100% . Um er að ræða þrískiptar vaktir og unnið aðra til þriðju hverja helgi. Staðan er laus frá 15. febrúar 2018. Helstu verkefni og ábyrgð Hjúkrun sjúklinga í afeitrun. Þátttaka í teymisvinnu ásamt sjúkraliðum, áfengis- vímuefnaráðgjöfum, sálfræðingum og læknum. Menntun og hæfniskröfur Réttindi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi Áhugi á hjúkrun áfengis- og vímuefnasjúklinga Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð Kjör fara eftir kjarasamningi SÁÁ og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal...

lesa meira

Fyrsta fjölskyldumeðferð ársins hefst 15. janúar

Fyrsta fjölskyldumeðferð ársins hefst 15. janúar

Fyrsta fjölskyldumeðferð ársins hefst hjá SÁÁ mánudaginn 15. janúar, klukkan 17.30. Fjölskyldumeðferðin tekur fjórar vikur og er námskeiðið haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17.30 til 19.30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðferðina annast ráðgjafar SÁÁ sem hafa...

lesa meira

Verðkönnun: Um 63% keypt ólögleg vímuefni/lyf

Verðkönnun: Um 63% keypt ólögleg vímuefni/lyf

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í desemberlok 2017. Alls svöruðu 43 einstaklingar verðkönnun í lok desember 2017. Í ljós kom að um 63% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyf, eða 27 einstaklingar. Meðalaldur...

lesa meira

Frábær þátttaka og mikið fjör á jólaskemmtun SÁÁ

Frábær þátttaka og mikið fjör á jólaskemmtun SÁÁ

Frábær þátttaka og mikið fjör var á jólaskemmtun SÁÁ í dag. Sigga Beinteins og Grétar Örvars héldu uppi stuðinu með aðstoð barnanna sem voru ófeimin við að stíga á svið og taka lagið. Þrír hressir jólasveinar kíktu í heimsókn, dönsuðu kringum jólatréð og sungu hástöfum ýmsa gamla og nýja slagara. Þeir rugluðust reyndar stöku sinnum á textanum en krakkarnir voru fljótir að leiðrétta þá. Sveinarnir vöktu mikla kátínu hjá gestunum ungu sem urðu sérstaklega ánægðir þegar þeir sáu hvað leyndist í pokunum þeirra. Meðfylgjandi myndir voru teknar á...

lesa meira

Fertugasta afmælisár SÁÁ í máli og myndum

Fertugasta afmælisár SÁÁ í máli og myndum

Árið 2017 voru innlagnir á sjúkrahúsið Vog um 2.200 og meiri hlutinn var tiltölulega ungt fólk, meðalaldur á bilinu 35-40 ár. Um 600 nýir sjúklingar komu til meðferðar, frá öllum landshlutum, og svo hefur verið í áratugi. Árið 2017 niðurgreiddi SÁÁ lögbundna sjúkrahúsþjónustu til handa fólki með fíknsjúkdóm en ríkisframlag dekkar aðeins um 60% rekstrarkostnaðar meðferðarsviðs SÁÁ. Um 350 einstaklingar eru nú á biðlista eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog. Árið 2017 rak SÁÁ göngudeildarþjónustu í Efstaleiti fyrir söfnunarfé. Þjónustan er sniðin að þörfum skjólstæðinga; boðið er upp á áfengis- og vímuefnameðferð, fjölskyldumeðferð, börn fá sálfræðimeðferð og sértæk þjónusta er...

lesa meira

Ráðgjafanemar ljúka prófum

Ráðgjafanemar ljúka prófum

Á Þorláksmessukaffi SÁÁ fengu ráðgjafanemar viðurkenningar fyrir að hafa lokið áföngum í Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Hólmfríður Víkingsdóttir, Sigurður Ómarsson, Guðrún Ágústa Ágústsdóttir og Agnar Egilsson fengu skírteini til staðfestingar því að hafa lokið forprófi. Sara Karlsdóttir og Kristinn Manuel Salvador fengu viðurkenningu fyrir lyfjapróf, sem þreytt er að loknum annars áfanga námsins, og Oddur Sigurjónsson stóðst lokapróf til löggildingar á starfsheitinu áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Myndirnar voru teknar þegar Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, og Páll Geir Bjarnason, dagskrárstjóri á Vogi, afhentu...

lesa meira

Bati er besta jólagjöfin

Bati er besta jólagjöfin

Jólin eru annasamur tími hjá SÁÁ en rúmlega 130 einstaklingar verða í meðferð hjá samtökunum yfir hátíðarnar. Á starfsstöðvum SÁÁ er jólaundirbúningurinn í fullum gangi og leggur starfsfólk sig fram við að skapa hlýlega og notalega jólastemningu. Eins og áður verður boðið upp á hátíðarmat og allir sjúklingar fá bók í jólapakka á aðfangadagskvöld. „Fólk kemst í þrot vegna áfengis- og vímuefnafíknar í desember eins og á öðrum tíma ársins. Það aftrar ekki fólki í að taka alvarlega á sínum málum og koma til meðferðar við fíknsjúkdómnum, jafnvel þótt hátíðirnar séu framundan,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs. „Meðan...

lesa meira

Þjónusta göngudeildar SÁÁ um jól og áramót

Þjónusta göngudeildar SÁÁ um jól og áramót

Á göngudeild SÁÁ í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík verður veitt þjónusta á eftirfarandi tímum um jól og áramót: Mánudaginn 25. des.: LOKAÐ Þriðjudagur 26. des.: LOKAÐ Miðvikudagur 27. des.: Opið frá kl. 9.00 – 17.00. Kynningarfundur kl. 18.00. Fimmtudagur 28. des.: Opið frá kl. 9.00 – 17.00. Föstudagur 29. des.: Opið frá kl. 9.00 – 17.00. Mánudagurinn 1. janúar:...

lesa meira

Velkomin í Þorláksmessukaffi

Velkomin í Þorláksmessukaffi

Að þessu sinni verður árlegt Þorláksmessukaffi SÁÁ, haldið föstudaginn 22. desember kl. 15-17 í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7. Starfsfólk og velunnarar SÁÁ, verið hjartanlega velkomin og takið fjölskylduna...

lesa meira

Þórarinn Tyrfingsson gestur heiðursmanna

Þórarinn Tyrfingsson gestur heiðursmanna

Þórarinn Tyrfingsson verður næsti gestur heiðursmanna fimmtudaginn 14. desember í Von og spjallar um pólitík dagsins í dag. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi...

lesa meira

Verðkönnun: Flestir höfðu keypt kókaín

Verðkönnun: Flestir höfðu keypt kókaín

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í nóvemberlok 2017. Alls svöruðu 55 einstaklingar verðkönnun í lok nóvember 2017. Í ljós kom að um 69% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyf, eða 38 einstaklingar. Meðalaldur...

lesa meira

Heilbrigðisráðherra Grænlands heimsækir SÁÁ

Heilbrigðisráðherra Grænlands heimsækir SÁÁ

Heilbrigðisráðherra Grænlands, Agathe Fontain, heimsótti SÁÁ í dag ásamt aðstoðarmanni sínum, ráðuneytisstjóra og framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins. Ráðherrann er hér á landi til að kynna sér forvarnir og óskaði sérstaklega eftir að fá kynningu á starfsemi SÁÁ. Í heimsókninni var rætt um margar hliðar áfengis- og vímuefnavandans, svo sem samfélagslega sýn, meðferð við fíknsjúkdómi og þróun meðferðar hjá SÁÁ með mismunandi úrræðum og væntingum. Talsvert var rætt um  fíkn sem heilbrigðisvanda, sem þarf nálgun eins og aðrir langvinnir sjúkdómar, með forvörnum, meðferðum og líkn/skaðaminnkun. Einnig var rætt um aðra samhliða sjúkdóma sem og þann félagslega vanda sem jafnan fylgir fíknsjúkdóminum...

lesa meira

Mikael Torfason gestur heiðursmanna

Mikael Torfason gestur heiðursmanna

Rithöfundurinn Mikael Torfason verður næsti gestur Heiðursmanna fimmtudaginn 30. nóvember í Von. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi...

lesa meira

Meðferð við spilafíkn 8.-10. desember

Meðferð við spilafíkn 8.-10. desember

Meðferð við spilafíkn verður í Von Efstaleiti helgina 8. – 10. desember næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin stendur: föstudaginn 8. desember, kl. 17:15-19:00 laugardaginn 9. desember, kl. 9:30-16:00 sunnudaginn 10. desember, kl. 9:30-16:00 Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig. Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilasýki er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best. Skráning á námskeiðið...

lesa meira

Sr. Grétar Halldór gestur heiðursmanna

Sr. Grétar Halldór gestur heiðursmanna

Næsti fundur Heiðursmanna verður fimmtudaginn 16. nóvember í Von. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Gestur fundarins að þessu sinni verður sr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Fundir hefjast klukkan 12 á hádegi og standa í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi...

lesa meira

Landlæknir heimsækir Vík

Landlæknir heimsækir Vík

Í dag heimsótti Birgir Jakobsson landlæknir, ásamt þremur starfsmönnum frá Embætti landlæknis, nýja meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi. Farið var yfir húsið og aðbúnaðinn allan, sem er hinn glæsilegasti. Einnig var gamla Vík skoðuð, en um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á endurnýjun hússins sem og nýja og vandaða svefnálmu. Nýbyggingin á Vík hefur þegar verið tekin í notkun og hýsir eftirmeðferð sem áður var á Vík, kvennameðferð og meðferð fyrir eldri menn, og eru nú 38 manns þar í meðferð. Það styttist í að gamla Vík verði einnig tilbúin og við þau tímamót verða töluverðar...

lesa meira

Verðkönnun: 19% notað kannibisvökva í rafsígarettur

Verðkönnun: 19% notað kannibisvökva í rafsígarettur

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Verðkannanir SÁÁ hafa frá upphafi verið gerðar með þessum sama hætti og ættu því að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu sautján ára tímabili. Niðurstöður kannananna frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið...

lesa meira

Upptökur frá afmælisráðstefnu SÁÁ

Upptökur frá afmælisráðstefnu SÁÁ

Afmælisráðstefna SÁÁ um fíkn, sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica dagana 2.-4. október síðastliðinn, var öll kvikmynduð og viðtöl tekin við fyrirlesara og gesti. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á upptökurnar og er efnið sett á vefinn jafnóðum og það er tilbúið. Hér má nálgast upptökurnar >> Ráðstefnan stóð yfir í 3 daga og var umfangsmikil, alls voru fluttir 40 fyrirlestrar, haldin voru fjögur málþing og boðið upp á fjórar málstofur. Allt þetta efni, ásamt viðtölum, mun verða aðgengilegt hér á vefnum á næstu dögum....

lesa meira

Helga Eysteinsdóttir heimsækir Heiðursmenn

Helga Eysteinsdóttir heimsækir Heiðursmenn

Annar fundur Heiðursmanna SÁÁ í vetur verður næstkomandi fimmtudag, 2. nóvember í Von. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Gestur fundarins verður Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530...

lesa meira

Heiðursmenn fá Valgerði í heimsókn

Heiðursmenn fá Valgerði í heimsókn

Fyrsti fundur Heiðursmanna SÁÁ í vetur verður næstkomandi fimmtudag, 19. október í Von. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund. Gestur fyrsta fundarins verður Valgerður Rúnarsdóttir, en hún tók við af Þórarni Tyrfingssyni sem forstjóri Sjúkrahússins Vogs í maí á þessu ári. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530...

lesa meira

Ráðstefna SÁÁ um fíkn vel sótt

Ráðstefna SÁÁ um fíkn vel sótt

Afmælisráðstefna SÁÁ um fíkn, sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica dagana 2.-4. október síðastliðinn, tókst afar vel. Ráðstefnan stóð yfir í þrjá daga og voru gestir rúmlega 350 frá tíu löndum, flestir frá Íslandi og Bandaríkjunum. Alls voru fluttir 40 fyrirlestrar, haldin voru fjögur málþing og boðið upp á fjórar málstofur. Mikil ánægja var með málþingin fjögur um fíkn sem tileinkuð voru íslenskum veruleika og sköpuðust fjörugar umræður milli ráðstefnugesta og þeirra stjórnmálamanna og fulltrúa stofnana sem sátu þingin. Á vísindalegum hluta ráðstefnunnar var einnig farið um víðan völl þar sem margir af áhrifamestu læknum og sérfræðingum á sviði...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 6. nóvember

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 6. nóvember

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 6. nóvember, klukkan 17.30. Fjölskyldumeðferðin tekur fjórar vikur og er námskeiðið haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17.30 til 19.30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðferðina annast ráðgjafar SÁÁ sem...

lesa meira

Meðferð við spilafíkn 20.-22. október

Meðferð við spilafíkn 20.-22. október

Meðferð við spilafíkn verður í Von Efstaleiti helgina 20. – 22. október næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin stendur: föstudaginn 20. október, kl. 17:15-19:00 laugardaginn 21. október, kl. 9:30-16:00 sunnudaginn 22. október, kl. 9:30-16:00 Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig. Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilasýki er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best. Skráning á námskeiðið...

lesa meira

Ekki missa af afmælisráðstefnu SÁÁ um fíkn!

Ekki missa af afmælisráðstefnu SÁÁ um fíkn!

2.-4. okt. á Hilton Reykjavík Nordica Ekki missa af einni viðamestu ráðstefnu um fíkn sem haldin hefur verið hér á landi. Á meðal gesta verða heilbrigðisráðherra, borgarstjóri, heimskunnir sérfræðingar og forystufólk úr stjórnmálum. Sérstakur gestur verður dr. Nora Volkow, forstjóri National Institute on Drug Abuse (NIDA). Skráning hér >> Ráðstefnan stendur yfir í þrjá daga en auðvitað sjálfsagt að velja úr það sem höfðar til hvers og eins. Dagskráin er fjölbreytt og því ættu allir sem hafa áhuga á þessum málaflokki að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vef ráðstefnunnar >> Mánudaginn...

lesa meira

Afmælisfundur SÁÁ í Háskólabíói

Afmælisfundur SÁÁ í Háskólabíói

Ykkur er öllum boðið í fertugsafmæli - sunnudagskvöldið 1. október kl. 20.00 í Háskólabíó! SÁÁ samtökin voru stofnuð á fjölmennum borgarafundi í Háskólabíói þann 1. október 1977. Næstkomandi sunnudagskvöld höldum við því upp á fertugsafmæli samtakanna á sama stað! Sérstakur gestur afmælisfundarins verður forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson. Á dagskrá verða ræðuhöld og fjölbreyttur tónlistarflutningur: Karlakórinn Fóstbræður, KK band, Jóhanna Guðrún, Pálmi Gunnarsson og hljómsveit og Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur. Takk fyrir stuðninginn við SÁÁ í 40 ár! Allir hjartanlega...

lesa meira

Ráðstefna um fíkn sem á erindi til allra – fyrirlestrar, málþing, samtal

Ráðstefna um fíkn sem á erindi til allra – fyrirlestrar, málþing, samtal

Almenningur og fagfólk hefur kallað eftir samtali við SÁÁ um fíknsjúkdóminn og framtíðarstefnu meðferðarstarfs á Íslandi. Slíkt tækifæri gefst dagana 2.-4. október á afmælisráðstefnu SÁÁ á Hilton Reykjavik Nordica. Heilbrigðisráðherra, borgarstjóri, heimskunnir sérfræðingar, forystufólk úr stjórnmálum og fulltrúar ýmissa stofnana verða þar á meðal gesta. Sérstakur gestur SÁÁ verður dr. Nora Volkow, forstjóri bandarísku stofnunarinnar National Institute on Drug Abuse (NIDA). Skráning er hafin á vef ráðstefnunnar og þar er einnig að finna nánari dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara: https://40ara.saa.is 2. okt.: Fjögur málþing um fíkn og afbrot – stofnanir – konur – pólitík Mánudagurinn 2. október verður tileinkaður...

lesa meira

Góður árangur opinbers átaks gegn lifrarbólgu C

Góður árangur opinbers átaks gegn lifrarbólgu C

Góður árangur opinbers átaks gegn lifrarbólgu C hér á landi. Í ársbyrjun 2016 hófst hér á landi opinbert átak gegn lifrarbólgu C sem stendur í þrjú ár. Landspítala var falin framkvæmd verkefnisins en aðalsamstarfsaðili er sjúkrahúsið Vogur. Yfirumsjón með verkefninu hefur sóttvarnalæknir í umboði heilbrigðisráðherra. Um 600 einstaklingar hafa nú hafið lyfjameðferð sem er um 70-80%  þeirra sem taldir eru smitaðir hér á landi. Á fyrsta starfsári átaksins hafa um 95% þeirra sem klára meðferðina læknast. Meðferðin stendur í 12 vikur og aukaverkanir  eru að engar eða vægar sem er mikil breyting frá þeirri meðferð sem áður var boðið...

lesa meira

Mest verslað með gras, amfetamín og kókaín

Mest verslað með gras, amfetamín og kókaín

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Verðkannanir SÁÁ hafa frá upphafi verið gerðar með þessum sama hætti og ættu því að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu sautján ára tímabili. Niðurstöður kannananna frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið...

lesa meira

Skráning er hafin á 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ

Skráning er hafin á 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ

Skráning er hafin á afmælisráðstefnu SÁÁ sem haldin verður á Hilton Reykjavik Nordica dagana 2.-4. október næstkomandi. Mánudagurinn 2. október verður tileinkaður íslenskum veruleika og fjallar um fíkn og áhrif hennar á samfélagið. Þá verða á dagskrá fjölbreytt málþing sem öll tengjast viðfangsefninu, hvert á sinn hátt. Málþingin gefa ráðstefnugestum einstakt tækfæri á að eiga samtal við sérfræðinga og leikmenn, stjórnmálamenn og fulltrúa ýmissa stofnana um þennan flókna heilbrigðis- og félagslega vanda. Vísindalegur hluti ráðstefnunnar verður dagana 3. og 4. október og fer hann allur fram á ensku. Þá koma hingað margir af áhrifamestu læknum og sérfræðingum á sviði...

lesa meira

Verð á vímuefnum breytist lítið

Verð á vímuefnum breytist lítið

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Verðkannanir SÁÁ hafa frá upphafi verið gerðar með þessum sama hætti og ættu því að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu sautján ára tímabili. Niðurstöður kannananna frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 28. ágúst

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 28. ágúst

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 28. ágúst, klukkan 17.30. Fjölskyldumeðferðin tekur fjórar vikur og er námskeiðið haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17.30 til 19.30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðferðina...

lesa meira

15 hlauparar safna áheitum fyrir SÁÁ

15 hlauparar safna áheitum fyrir SÁÁ

Samtals hafa nú safnast 184.500 krónur í áheitum til styrktar SÁÁ á hlaupastyrkur.is þar sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer 19. ágúst næstkomandi, láta gott af sér leiða. 15 hlauparar safna þar áheitum fyrir SÁÁ. Hörður Ágústsson hefur safnað mestu allra, hvorki meira né minna en 120.500 krónum. Hann segir á hlaupastyrkur.is: Árið 2013 fór ég í áfengismeðferð á Vogi. Það breytti lífi mínu á fleiri vegu en hægt er að ímynda sér. Ég var heppinn því það var pláss fyrir mig á Vogi og ég komst strax inn. Það vantar alltaf peninga í SÁÁ og því...

lesa meira

Ráð Rótarinnar heimsótti Sjúkrahúsið Vog

Ráð Rótarinnar heimsótti Sjúkrahúsið Vog

Sex konur úr ráði Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, komu í heimsókn á Sjúkrahúsið Vog í dag og áttu þar góðan fund og gagnleg skoðanaskipti um konur, fíkn og meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga og yfirlæknir Sjúkrahússins Vogs, tók á móti gestunum ásamt Ingunni Hansdóttur, yfirsálfræðingi SÁÁ, Þóru Björnsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Sjúkrahúsinu og Erlu Björgu Sigurðardóttur, félagsráðgjafa sem sæti á í framkvæmdastjórn SÁÁ. Meðfylgjandi mynd var tekin að fundinum loknum og á henni eru frá vinstri: Margrét Valdimarsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, Þórlaug Sveinsdóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir, Áslaug K....

lesa meira

Sumarlokanir hjá SÁÁ

Sumarlokanir hjá SÁÁ

Sumarlokanir ganga fyrst í gildi hjá SÁÁ frá og með mánudeginum 26. júní. Göngudeildin í Von, Efstaleiti 7, Reykjavíkog meðferðarstöðin á Vík verða lokaðar frá 26. júní til 8. ágúst. Göngudeildin Hofsbót 4, Akureyri, verður lokuð frá 10. júlí til 21. ágúst. Engar sumarlokanir eru á sjúkrahúsinu Vogi og á Staðarfelli verður starfsemin einnig með óbreyttu sniði yfir hásumarið að þessu...

lesa meira

Staða sálfræðings laus til umsóknar

Staða sálfræðings laus til umsóknar

Laus er til umsóknar afleysingarstaða sálfræðings við Unglingadeild Sjúkrahússins Vogs. Starfshlutfall er 100% til eins árs. Staðan er laus nú þegar. Helstu verkefni og ábyrgð sem um er að ræða: Þátttaka í einstaklingsmiðaðri meðferðarvinnu og þjónustu við sjúklinga auk þverfaglegrar samvinnu. Menntun og hæfniskröfur: Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi. Áhugi og reynsla af störfum með unglingum ásamt áfengis- og vímuefnamálum æskileg. Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð. Þekking, reynsla og áhugi á einstaklingsmiðaðri meðferðarvinnu er æskileg. Þekking og reynsla í hugrænni atferlismeðferð og áhugahvetjandi samtalstækni. Kjör fara eftir kjarasamningi SÁÁ og Sálfræðingafélags Íslands. Umsóknum...

lesa meira

Maraþonhlauparar styrkja SÁÁ

Maraþonhlauparar styrkja SÁÁ

SÁÁ er meðal þeirra 134 félagasamtaka sem vinna að góðgerðarmálum og samfélagsverkefnum sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu geta safnað áheitum fyrir.  Reykjavíkurmaraþonið verður haldið þann 19. ágúst næstkomandi og núna fer það fram í 34. skipti. Á síðunni hlaupastyrkur.is geta hlauparar safnað áheitum til styrktar því félagi sem þeir vilja að njóti þeirra fjárframlaga sem hlaupararnir safna. Nú þegar eru fjórtán hlauparar búnir að skrá sig og heita á SÁÁ. Þeir hafa nú þegar náð að safna 136.000 krónum, sem er glæsilegur árangur því enn er einn og hálfur mánuður til stefnu. Á síðunni hlaupastyrkur.is er hægt að sjá hlauparana sem styrkja SÁÁ og við...

lesa meira

SÁÁ vantar starfsfólk í úthringiverkefni

SÁÁ vantar starfsfólk í úthringiverkefni

SÁÁ óskar eftir hressu starfsfólki í úthringiverkefni. Við leitum að jákvæðum og ábyrgum einstaklingum með góðan metnað og frumkvæði til að skara framúr. Vinnutími er frá kl. 18:00-22:00 mánudaga til fimmtudaga. Góðir tekjumöguleikar í boði. Frekari upplýsingar veitir Ólafur á...

lesa meira

Forysta SÁÁ endurkjörin á aðalfundi

Forysta SÁÁ endurkjörin á aðalfundi

Arnþór Jónsson var endurkjörinn formaður SÁÁ með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var strax að loknum aðalfundi samtakanna þann 1. júní síðastliðinn. Aðeins urðu tvær breytingar á 48 manna aðalstjórn samtakanna frá síðasta starfsári. Starfsárið 2017-2018 er stjórnin skipuð 23 konum og 25 körlum, líkt og síðustu ár. Framkvæmdastjórn samtakanna er óbreytt frá síðasta starfsári. Arnþór Jónsson, flutti skýrslu stjórnar þar sem miklar byggingaframkvæmdir á Vík á Kjalarnesi ber hæst, auk þeirra tímamóta sem urðu í sögu samtakanna þann 20. maí sl. þegar Þórarinn Tyrfingsson lét af störfum og Valgerður Rúnarsdóttir tók við sem forstjóri...

lesa meira

Ráðgjafanemar luku áföngum

Ráðgjafanemar luku áföngum

Í tengslum við aðalfund SÁÁ þann 1. júní sl. var athöfn þar sem dr. Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ og skólastjóri Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk, og Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, afhentu þremur ráðgjafanemum viðurkenningar fyrir að ljúka námsáföngum. Birkir Björnsson og Guðlín Kristinsdóttir fengu viðurkenningu fyrir að hafa lokið frumprófi og Þorleifur Gunnlaugsson fékk viðurkenningu fyrir að ljúka prófi í lyfjafræði. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta...

lesa meira

Aðalfundur SÁÁ haldinn 1. júní

Aðalfundur SÁÁ haldinn 1. júní

Aðalfundur SÁÁ verður haldinn á fimmtudaginn, 1. júní, kl. 17:00 í Von, Efstaleiti 7. Dagskrá fundarins eins og kveðið er á um í lögum SÁÁ: • Skýrsla stjórnar • Reikningar samtakanna lagðir fram • Lagabreytingar • Kosning í stjórn • Önnur...

lesa meira

Valgerður Á. Rúnarsdóttir tekin við starfi forstjóra Sjúkrahússins Vogs

Valgerður Á. Rúnarsdóttir tekin við starfi forstjóra Sjúkrahússins Vogs

Valgerður Á. Rúnarsdóttir hefur tekið við af Þórarni Tyrfingssyni sem forstjóri Sjúkrahússins Vogs. Valgerður Á. Rúnarsdóttir er sérmenntuð á sviði lyflækninga og fíknlækninga. Hún hefur starfað sem sérfræðilæknir og yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi síðastliðin 18 ár og er öllum hnútum kunnug í starfsemi SÁÁ. Þórarinn lét af störfum á föstudaginn en hann varð sjötugur laugardaginn 20. maí síðastliðinn. Þórarinn hefur starfað fyrir SÁÁ síðan árið 1979 og leitt þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur á rekstri og starfsháttum samtakanna sem yfirlæknir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og sem formaður SÁÁ stærstan hluta tímans. Meðfylgjandi mynd tók Spessi af þeim Valgerði og...

lesa meira

Afmælisveisla Þórarins í Von laugardaginn 20. maí

Afmælisveisla Þórarins í Von laugardaginn 20. maí

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, verður sjötugur næstkomandi laugardag, 20. maí. Í tilefni dagsins verður haldin veisla í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti laugardaginn 20. maí kl 14, þar sem boðið verður uppá kaffi og veitingar.  Allir sem vilja fagna deginum með Þórarni eru hjartanlega velkomnir. Uppfært 30. maí: Fjölmenni var í afmælisveislu Þórarins eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Spessi...

lesa meira

Margt smátt gerir eitt stórt

Margt smátt gerir eitt stórt

Álfasala SÁÁ er í fullum gangi og gengur að óskum og jafnvel betur en það, segir Þorkell Ragnarsson, sölustjóri. Sölunni lýkur á sunnudag. Hundruð manna eru að selja Álfinn um land allt, sölufólk er við flestar stærri verslanir og verslanakjarna og víða er gengið í hverfi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnan dugleg að taka þátt í Álfasölunni og styðja við SÁÁ. Árni Esra Einarsson, markaðsstjóri hjá Margt smátt, sem sérhæfir sig í auglýsinga- og gjafavörum fyrir fyrirtæki, lét fyrirtækið kaupa einn Álf á hvern starfsmann og skorar á atvinnurekendur að gerð hið sama. „Margt smátt gerir eitt stórt," segir...

lesa meira

Álfasala SÁÁ hafin: Kaupum Álfinn

Álfasala SÁÁ hafin: Kaupum Álfinn

Árleg Álfasala SÁÁ hófst í dag, miðvikudaginn 10. maí, og stendur fram á sunnudaginn 14. maí.  Hún er nú haldin í 28. skipti. Páll Óskar keypti fyrsta Álfinn árið 2017 í dag af Aðalbjörgu Emmu Hafsteinsdóttur, 10 ára, og Atlas Rúnarssyni, 6 ára, en þau eru fyrirsætur Álfsins í ár. Við þökkum Páli Óskari og öllum þeim fjölmörgu sem hugsa til SÁÁ í Álfasölunni fyrir stuðninginn. Kaupum Álfinn. Álfasalan er stærsta fjáröflunarverkefni SÁÁ ár hvert.  Allur ágóði af sölunni rennur til að greiða fyrir þjónustu SÁÁ við ungt fólk, bæði afeitrun og meðferð, sálfræðiþjónustu barna eða aðra þjónustu við...

lesa meira

Sölufólk vantar í Vogum og á Flúðum

Sölufólk vantar í Vogum og á Flúðum

SÁÁ leitar nú að fólki til að taka að sér að selja Álfinn fyrir SÁÁ í Vogum á Vatnsleysuströnd og á Flúðum í Hrunamannahreppi. Góð sölulaun eru í boði. Um gott tækifæri er að ræða fyrir samhentar fjölskyldur á hverjum stað. Álfasalan fer fram frá 1o. til 14. maí næstkomandi. Þátttaka í álfasölu SÁÁ er frábær fjáröflunarleið fyrir félagasamtök, hópa og einstaklinga en um leið er álfasalan víðtækasta fjáröflunarverkefni hvers árs á vegum SÁÁ. Álfurinn er boðinn til sölu um land allt og sölufólk fær úthlutað ákveðnu athafnasvæði. Þau sem eru áhugasöm hafi samband við Þorkel í síma 824-7629...

lesa meira

40ara.is – vefur velunnara og vina SÁÁ á afmælisárinu

40ara.is – vefur velunnara og vina SÁÁ á afmælisárinu

SÁÁ verður 40 ára þann 1. október næstkomandi og í tilefni af 40 ára afmælisári SÁÁ hefur verið settur upp vefurinn 40ara.is  þar sem vinir og velunnarar SÁÁ sýna stuðning sinn við samtökin við verki. Eins og kunnugt er tímamótunum í haust meðal annars fagnað með því að taka í notkun nýja meðferðarstöð sem verið er að reisa á landi samtakanna á Vík á Kjalarnesi. Á afmælisárinu verður því öll heilbrigðisþjónusta SÁÁ komin í framúrskarandi gott húsnæði sem samtökin hafa byggt fyrir sjálfsaflafé. Allur aðbúnaður og öryggi mun uppfylla ströngustu kröfur eftirlitsaðila. SÁÁ er ekki einkaaðili í heilbrigðisrekstri heldur...

lesa meira

ATHUGIÐ: Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C

ATHUGIÐ: Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C

SÁÁ tekur þátt í meðferðarátaki ásamt Landspítalanum og Embætti landlæknis til að meðhöndla alla sem eru með lifrarbólgu C hér á landi og útrýma þannig þessum skæða smitsjúkdómi á Íslandi. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskra heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead. Unnt er að lækna lifrarbólgu C hjá flestum sjúklingum með viðeigandi lyfjagjöf. Einstaklingum sem eru smitaðir af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi býðst nú meðferð með nýjum og öflugum lyfjum vegna þessa samstarfsverkefnis. Auk lyfjameðferðar stendur öllum til boða sem greinst hafa með veiruna fræðsla, meðferð og eftirfylgni sem hluti af þessu meiri háttar forvarnar- og lýðheilsuverkefni...

lesa meira

Þórarinn gestur Heiðursmanna

Þórarinn gestur Heiðursmanna

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, verður gestur á næsta fundi Heiðursmanna sem haldinn verður fimmtudaginn 27. apríl. Þórarinn verður sjötugur í næsta mánuði. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli sér senn að láta af starfinu sem hann hefur gegnt hjá SÁÁ frá því ári eftir að samtökin voru stofnuð en fjörutíu ára afmæli SÁÁ verður fagnað í haust. Það er fyllsta tilefni til að Heiðursmenn helgi fundinn Þórarni og starfi hans fyrir samtökin á þessum tímamótum. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga...

lesa meira

Ár frá fyrstu skóflustungu

Ár frá fyrstu skóflustungu

Rúmt ár er nú liðið frá því fyrsta skóflustunga að nýrri meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi var tekin þann 22. apríl 2016. Framkvæmdir hafa gengið að óskum, þaki hússins var lokað um miðjan febrúar sl. og fjölmennt reisugildi haldið þann 17. mars. Vinna er nú í fullum gangi innanhúss og utan. Í sumar er svo verður svo ráðist í gagngera endurnýjum á meðferðarstöðinni sem fyrir er á Vík. Ráðgert er að þann 1. september verði öllum framkvæmdum lokið á staðnum, bæði við 3.000 fermetra nýbygginguna og endurnýjun eldra 800 fermetra hússins á staðnum og að nýja meðferðarstöðin verði...

lesa meira

Álfasölufólk óskast á höfuðborgarsvæðinu

Álfasölufólk óskast á höfuðborgarsvæðinu

SÁÁ leitar nú að öflugu sölufólki á höfuðborgarsvæðinu sem vill taka þátt í að selja Álfinn dagana 10. til 14. maí næstkomandi. Þátttaka í álfasölu SÁÁ er frábær fjáröflunarleið fyrir félagasamtök, hópa og einstaklinga en um leið er álfasalan víðtækasta fjáröflunarverkefni hvers árs á vegum SÁÁ. Álfurinn er boðinn til sölu um land allt og sölufólk fær úthlutað ákveðnu athafnasvæði. Góð sölulaun eru í boði. Þau sem eru áhugasöm hafi samband við Heimi í síma 824-7644 eða með tölvupósti í netfangið heimir@saa.is Álfurinn árgerð 2017 er frumsýndur á myndinni hér að...

lesa meira

Valgerður hæfust sem nýr framkvæmdastjóri lækninga

Valgerður hæfust sem nýr framkvæmdastjóri lækninga

Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um starf framkvæmdastjóra lækninga á meðferðarsviði SÁÁ hefur einróma komist að þeirri niðurstöðu að Valgerður Á. Rúnarsdóttir, sérfræðingur í fíknlækningum og yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi, sé hæfasti umsækjandinn. Þórarinn Tyrfingsson hefur tilkynnt að hann hyggist láta af starfinu en hann verður sjötugur í sumar. Eftir er að ganga frá samningum um ráðningu Valgerðar en matsnefndin, sem fór yfir þær umsóknir sem bárust þegar starfið var auglýst laust, taldi að Valgerður Árný Rúnarsdóttir væri hæfust til að gegna starfinu. Valgerður uppfyllir allar hæfniskröfur sem fram koma í auglýsingunni um stöðuna að mati nefndarinnar. Hún á...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 24. apríl

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 24. apríl

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 24. apríl, klukkan 17.30.  Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur átta skipti og er haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Frí verður mánudaginn 1. maí, sem er almennur frídagur, en þess í stað lýkur námskeiðinu mánudaginn 22. maí. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Þetta verður síðasta námskeiðið á vorönn. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á...

lesa meira

Ásdís Halla gestur Heiðursmanna

Ásdís Halla gestur Heiðursmanna

Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur, athafnakona og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, verður gestur á næsta fundi Heiðursmanna sem verður haldinn fimmtudaginn 30. mars. Ásdís Halla gaf út bókina Tvísaga, móðir, dóttir og feður þar sem lýst er óvenjulegum bakgrunni Ásdísar Höllu og lífshlaupi móður hennar. Hún var áður þjóðþekkt sem fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og sem þátttakandi í atvinnulífinu þar sem hún rekur m.a. fyrirtæki í hjúkrunarþjónustu og heilbrigðisrekstri. Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir...

lesa meira

Fjölmennt reisugildi á Vík

Fjölmennt reisugildi á Vík

Tæplega 200 gestir mættu í reisugildi SÁÁ á Vík á Kjalarnesi föstudaginn 17. mars en þar var því fagnað að ný meðferðarstöð sem verið er að byggja á staðnum er orðin rúmlega fokheld. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, Theodór S. Halldórsson, formaður byggingarnefndar, og Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, ávörpuðu gesti sem gæddu sér á veitingum og skoðuðu þetta mikla hús sem hefur risið við hlið eldri meðferðarstöðvarinnar á Vík. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin þann 22. apríl sl. en ráðgert er að þann 1. september verði öllum framkvæmdum lokið á staðnum, bæði við 3.000 fermetra nýbygginguna og endurnýjun eldra...

lesa meira

SÁÁ býður í reisugildi á Vík

SÁÁ býður í reisugildi á Vík

SÁÁ býður til reisugildis á Vík á Kjalarnesi föstudaginn 17. mars, kl. 15, til að fagna því að ný meðferðarstöð sem verið er að byggja á staðnum er orðin fokheld og rúmlega það. Kaffi og kruðerí verða í boði og eru allir velunnar samtakanna boðnir velkomnir. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin þann 22. apríl síðastliðin. Áætlað er að nýbyggingin verði fullkláruð snemma í sumar og að 40 ára afmæli samtakanna verði fagnað þann 1. október næstkomandi með því að öll heilbrigðisþjónustusta SÁÁ verði þá komin í húsnæði sem samtökin hafa byggt sjálf. Hér að neðan er myndband sem...

lesa meira

Ársrit meðferðarsviðs SÁÁ 2016 komið út

Ársrit meðferðarsviðs SÁÁ 2016 komið út

Ársrit meðferðarsviðs SÁÁ 2016 er komið út. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu SÁÁ fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á tímabilinu 1977-2015. Frá því að ritið var síðast gefið út hafa bæst við upplýsingar fyrir árin 2010 til 2015. Ársritið er að þessu sinni gefið út í tveimur heftum; í 1. hefti er texti með umfjöllun en í 2. hefti eru tölulegar upplýsingar á töflum, línuritum og öðrum grafískum myndum. Þórarinn Tyrfingsson er höfundur ritsins en útgefandi er SÁÁ. Ársritið er aðgengilegt hér á vef SÁÁ og er hægt að nálgast það með því að smella á tenglana...

lesa meira

Heiðursmenn fá blaðamann í heimsókn

Heiðursmenn fá blaðamann í heimsókn

Orri Páll Ormarsson, blaðamaður, verður gestur á næsta fundi Heiðursmanna sem verður haldinn fimmtudaginn 16. mars. Orri Páll hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu um langt árabil. Hann skráði einnig ævisögu Hermanns heitins Gunnarssonar sem kom út haustið 2013. Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í...

lesa meira

Meðferð við spilafíkn 17.-19. mars

Meðferð við spilafíkn 17.-19. mars

Meðferð við spilafíkn verður í Von Efstaleiti helgina 17. – 19. mars næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin stendur föstudaginn 17. mars, kl. 17:15-19:00, laugardaginn 18. mars, kl. 9:30-16:00, og sunnudaginn 19. mars, kl. 9:30-16:00. Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig. Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilasýki er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best. Skráning á...

lesa meira

SÁÁ vantar starfsfólk í úthringiverkefni

SÁÁ vantar starfsfólk í úthringiverkefni

SÁÁ óskar eftir hressu starfsfólki í úthringiverkefni. Við leitum að jákvæðum og ábyrgum einstaklingum með góðan metnað og frumkvæði til að skara framúr. Vinnutími er frá kl. 18:00-22:00 mánudaga til fimmtudaga. Góðir tekjumöguleikar í boði. Frekari upplýsingar veitir Ólafur á...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 20. mars

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 20. mars

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 20. mars, klukkan 17.30.  Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og er haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan...

lesa meira

Ályktun stjórnar SÁÁ: Áfengi ekki venjuleg neysluvara

Ályktun stjórnar SÁÁ: Áfengi ekki venjuleg neysluvara

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi aðalstjórnar SÁÁ sem haldinn var í gær. „Síðustu vikurnar höfum við hjá SÁÁ fylgst með umræðum þingmanna og almennings um nýtt frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Áfengi er ekki venjuleg neysluvara þótt löglegt sé, heldur vímuefni rétt eins og amfetamín, kókaín, kannabis, morfín og fleiri lögleg og ólögleg vímuefni sem fáum myndi detta í hug að auglýsa til sölu í matvöruverslunum. Áfengi getur valdið líkamlegum, andlegum og félagslegum skaða vegna vímu og fíknar og eituráhrifa á líkamann. Þá veldur áfengisneysla stórkostlegu samfélagslegu tjóni vegna slysa,...

lesa meira

Blað um þjónustu SÁÁ

Blað um þjónustu SÁÁ

SÁÁ hefur gefið út blað um þjónustu þá sem samtökin veita. Þar er fjallað um þá starfsemi sem fram fer á meðferðarstöðvum samtakanna, uppbyggingu samtakanna og starfsemi þeirra. Blaðið er 32 síður í A4 broti og hægt er að nálgast það í pdf-formi með því að smella...

lesa meira

Björn Bjarnason gestur Heiðursmanna á fimmtudag

Björn Bjarnason gestur Heiðursmanna á fimmtudag

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, verður gestur á næsta fundi Heiðursmanna sem verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar. Björn sat á Alþingi frá 1991-2009 og var menntamálaráðherra frá 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Áður var hann aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins um árabil og er þjóðkunnur fyrir þátttöku sína í umræðum um stjórnmál, ekki síst alþjóðamál, áratugum saman. Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, annan hvern fimmtudag í Von,...

lesa meira

Könnun á verði vímuefna á götunni

Könnun á verði vímuefna á götunni

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Verðkannanir SÁÁ hafa frá upphafi verið gerðar með þessum sama hætti og ættu því að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu tæplega sautján ára tímabili. Niðurstöður kannananna frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið...

lesa meira

Námskeið í fjölskyldumeðferð hefst 13. febrúar

Námskeið í fjölskyldumeðferð hefst 13. febrúar

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 13. febrúar, klukkan 17.30.  Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og er haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan...

lesa meira

Davíð Þór gestur Heiðursmanna á fimmtudag

Davíð Þór gestur Heiðursmanna á fimmtudag

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, verður gestur á næsta fundi Heiðursmanna sem verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar. Davíð Þór hefur verið sóknarprestur í Laugarnesi frá því á síðasta ári en áður var hann héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi um tveggja ára skeið. Hann er hins vegar þjóðþekktur fyrir störf sín sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi og sem skemmtikraftur og þjóðfélagsrýnir um margra ára skeið. Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, annan...

lesa meira

Auglýst eftir nemum í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

Auglýst eftir nemum í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

Stöður nema í áfengis- og vímuefnaráðgjöf við Sjúkrahúsið Vog eru lausar til umsóknar. Um fullt starf er að ræða með 100% starfshlutfalli. Námið fer fram á heilbrigðisstofnunum SÁÁ þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafanemar fá starfs- og námsaðlögun auk kennslu. Ítarlegar upplýsingar um nám og menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa er að finna í námskrá sem hægt er að lesa hér. Umsóknum skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið ingunnh@saa.is. Nánari upplýsingar veitir Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ, í síma 8247608 eða í tölvupósti á netfangið...

lesa meira

Opið málþing um lækningu við lifrarbólgu C

Opið málþing um lækningu við lifrarbólgu C

Læknafélag Íslands, Landspítali og Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C á Íslandi, sem er samstarfsverkefni SÁÁ, Landspítalans og Embættis landlæknis, halda opið málþing fyrir almenning í Silfurbergi Hörpu miðvikudaginn 18. janúar 2017, kl. 20:00. Um er að ræða fimm snarpa fyrirlestra, ásamt umræðum og fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Eftirtaldir fyrirlestrar verða fluttir: Lifrarbólga C: Alvarlegur sjúkdómur sem auðvelt er að lækna -- Sigurður Ólafsson læknir. Lifrarbólga C og fólk með fíknisjúkdóm: Reynslan á Vogi -- Þórarinn Tyrfingsson læknir. Reynslusaga sjúklings: Lífið með C og léttari leið til lækninga -- Kristmundur Sigurðsson. Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C á Íslandi: Lækning...

lesa meira

Þórarinn hlýtur verðlaun Velferðarsjóðs barna

Þórarinn hlýtur verðlaun Velferðarsjóðs barna

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, hlýtur barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna fyrir árið 2016 fyrir  meðferð á fíknisjúkdómum meðal unglinga og vinnu að forvörnum. „Það starf hefur oft á tíðum verið það eina sem samfélagið hefur haft upp á að bjóða á þessu sviði og hefur í alla staði verið til fyrirmyndar,“ segir í niðurstöðum stjórnar Velferðarsjóðs barna þar sem greint er frá valinu. Í viðtali sem tekið var við Þórarin í Kastljósi RÚV í gærkvöldi í tilefni af veitingu verðlaunanna skýrði hann frá því að hann ætlaði að láta verðlaunaféð, sem er veitt honum persónulega, renna til þess að hefja rannsókn...

lesa meira

Fyrsta námskeið ársins í fjölskyldumeðferð hefst 9. janúar

Fyrsta námskeið ársins í fjölskyldumeðferð hefst 9. janúar

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 9. janúar, klukkan 17.30 og er fyrsta námskeið ársins 2017. Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og er haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda...

lesa meira

Gleðileg jól: Um 130 konur og karlar í meðferð um jólin

Gleðileg jól: Um 130 konur og karlar í meðferð um jólin

SÁÁ óskar félagsfólki, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Um 130 karlar og konur eiga jól á starfsstöðvum SÁÁ að þessu sinni; á Sjúkrahúsinu Vogi, á Vík á Kjalarnesi, á Staðarfelli á Fellsströnd í Dalasýslu og á búsetuúrræðinu Vin í Reykjavík en þar eru um 20 manns til heimilis. Þá er á þriðja tug karla og kvenna úr starfsliði SÁÁ við störf um hátíðisdagana. Eins og jafnan fá allir sjúklingar og heimilismenn bók í jólapakka á aðfangadagskvöld frá SÁÁ. Höfðinglegur stuðningur frá Forlaginu gerir SÁÁ þetta kleift og færa samtökin Forlaginu bestu þakkir...

lesa meira

Glæsileg jólaskemmtun SÁÁ fyrir alla fjölskylduna

Glæsileg jólaskemmtun SÁÁ fyrir alla fjölskylduna

Barnajólaball SÁÁ verður haldið í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, föstudaginn 30. desember frá kl. 16-18. Sigga Beinteins og Grétar Örvars stjórna dansinum í kringum jólatréð og fjallhressir jólasveinar kíkja í heimsókn með glaðning handa börnunum. Einnig kemur leynigestur og tekur nokkur lög. Miðaverð er 1.000 kr. fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn, 16 ára og yngri. Veitingar verða á staðnum; gos, kökur, kaffi og heitt súkkulaði. Miðasala er í símaafgreiðslunni í Von og á staðnum. Nánari upplýsingar í síma 530 7600 á skrifstofutíma....

lesa meira

Þjónusta göngudeildar SÁÁ um jól og áramót

Þjónusta göngudeildar SÁÁ um jól og áramót

Á göngudeild SÁÁ í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík verður veitt þjónusta á eftirfarandi tímum um jól og áramót: Mánudaginn 26. desember: LOKAÐ. Þriðjudagur 27. desember: Opið frá kl. 9.00 – 17.00. Miðvikudagur 28. desember: Opið frá kl. 9.00 – 17.00. Kynningarfundur kl. 18.00. Fimmtudagur 29. desember: Opið frá kl.  9.00 - 17.00. Föstudagur 30. desember: Opið frá kl.  9.00 - 17.00. Mánudagurinn 2. janúar: Opið frá kl. 9.00 - 17.00. Næsti kynningarfundur verður á venjulegum tíma, kl. 18.00, miðvikudaginn 28....

lesa meira

Gjöf Styrktarsjóðs SÁÁ til Sjúkrahússins Vogs

Gjöf Styrktarsjóðs SÁÁ til Sjúkrahússins Vogs

Styrktarsjóður SÁÁ hefur fært Sjúkrahúsinu Vogi að gjöf húsgögn og húsmuni. Gjöfin gerir kleift að ráðast í tímabæra endurnýjun á Vogi. Um er að ræða 40 dýnur í rúm sjúklinga sem verið er að endurnýja, sama gildir um húsgögn fyrir ellefu viðtalsherbergi ráðgjafa og lækna auk húsgagna í fundar- og samveruherbergi á starfsmannagangi. Myndin að ofan var tekin þegar Einar Hermannsson, formaður stjórnar Styrktarsjóðs SÁÁ, afhenti gjöfina. „Við erum mjög ánægð með þessa gjöf. Það var kominn tími til að endurnýja, þessir hlutir voru búnir að þjóna sínum tilgangi og það var sérstaklega gott að fá nýjar dýnur við...

lesa meira

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV gestur Heiðursmanna

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV gestur Heiðursmanna

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, er gestur næsta fundar Heiðursmanna, sem haldinn verður fimmtudaginn 8. desember. Rakel hefur verið fréttastjóri RÚV um tæplega þriggja ára skeið. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og diplóma í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í ljósvakafjölmiðlun (Broadcast Journalism) frá Emerson College í Boston. Rakel hefur starfað við fréttir hjá RÚV í 16 ár en var áður blaðamaður á Morgunblaðinu. Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, annan...

lesa meira

Árni Samúelsson gestur næsta fundar Heiðursmanna

Árni Samúelsson gestur næsta fundar Heiðursmanna

Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, verður gestur Heiðursmanna á næsta fundi sem verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember næstkomandi. Árni byggði upp mikið viðskiptaveldi í kringum Sambíóin sem hófu rekstur árið 1982. Hann gaf út endurminningar sínar árið 2012 og segir þar m.a. frá dvöl sinni í hópi fyrstu sjúklinganna á Vogi um áramótin 1983-1984. Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa...

lesa meira

Meðferð við spilafíkn 18. til 20. nóvember

Meðferð við spilafíkn 18. til 20. nóvember

Meðferð við spilafíkn verður í Von Efstaleiti helgina 18. – 20. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin stendur föstudaginn 18. nóvember, kl. 17:15-19:00, laugardaginn 19. nóvember, kl. 9:30-16:00, og sunnudaginn 20. nóvember, kl. 9:30-16:00. Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig. Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilasýki er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best. Skráning á...

lesa meira

Vilhjálmur Birgisson gestur Heiðursmanna á fimmtudag

Vilhjálmur Birgisson gestur Heiðursmanna á fimmtudag

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, verður gestur næsta fundar Heiðursmanna, fimmtudaginn 10. nóvember. Ráðgert hafði verið að Vilhjálmur kæmi á fund Heiðursmanna þann 27. október en hann varð að fresta því á síðustu stundu og mætir þess í stað nú á fimmtudaginn. Vilhjálmur hefur vakið athygli fyrir hvassan og ákveðinn málflutning í kjaradeilum síðustu árin. Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð hefst 31. október

Fjölskyldumeðferð hefst 31. október

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 31. október, klukkan 17.30 og er það síðasta námskeið fyrir áramót. Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og er haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni Fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að...

lesa meira

Jón Steinar gestur á fyrsta fundi Heiðursmanna í haust

Jón Steinar gestur á fyrsta fundi Heiðursmanna í haust

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, verður gestur Heiðursmanna á fyrsta fundi haustsins sem haldinn verður fimmtudaginn 13. október. Jón Steinar er einn þekktasti lögmaður og lögspekingur landsins og sat sem dómari í Hæstarétti Íslands frá 2004 til 2012. Nánar má lesa um æviferil Jón Steinars á vef Hæstaréttar. Jón Steinar mun ræða við Heiðursmenn um ýmis málefni. Óvíst er hvort hann mun tæpa á máli sem hann rekur nú fyrir samtökin gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna samnings um rekstur göngudeildar samtakanna. Það mál bíður þess nú að verða tekið fyrir í Hæstarétti. Það verður fyrsta málið sem hann...

lesa meira

Uppsláttur veggja á nýrri meðferðarstöð á Vík stendur yfir

Uppsláttur veggja á nýrri meðferðarstöð á Vík stendur yfir

Nú er unnið við að slá upp veggjum fyrstu hæðar nýrrar meðferðarstöðvar sem verið er að byggja á landi SÁÁ á Vík á Kjalarnesi. Myndirnar sem hér fylgja að ofan tók Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri á Vík, í gær þegar starfsmenn Ístaks voru að störfum við uppsláttinn. Fyrsta skóflustunga að nýbyggingunum var tekin þann 22. apríl í vor og í beinu framhaldi hófst jarðvegsvinna og stóð hún sem hæst meðan starfsemi á Vík lá niðri vegna sumarleyfa í júlí. Starfsmenn Ístaks vinna verkið. Ætlunin er að nýja meðferðarstöðin verði tekin í notkun í október 2017 en þá verða 40 ár liðin...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð hefst 26. september

Fjölskyldumeðferð hefst 26. september

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 26. september, klukkan 17.30. Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og er haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur Að lokinni Fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan...

lesa meira

Ráðherrann trúir mér ekki, segir Þórarinn

Ráðherrann trúir mér ekki, segir Þórarinn

Myndbandið að ofan er úr þættinum Þjóðbraut á Hringbraut þar sem Sigurjón M. Egilsson ræddi við Þórarin Tyrfingsson um stöðuna í samskiptum ríkisins og SÁÁ sunnudaginn 4. september sl. Viðtalið er um 20 mínútna langt og tilefni þess er hin harðorða ályktun aðalstjórnar SÁÁ frá 25. ágúst sl. þar sem stjórnin segir m.a.: "Aðalstjórn SÁÁ telur óþolandi að ríkisvaldið geti ekki staðið að samskiptum við samtökin þannig að þau geti skipulagt rekstur sinn lengur en til nokkurra mánaða í senn. Þjónustusamningar um rekstur Sjúkrahússins Vogs, og um viðhaldsmeðferð fyrir sjúklinga sem glíma við ópíóðafíkn, eru einungis gerðir til eins árs...

lesa meira

Aðeins hægt að skipuleggja rekstur fáa mánuði í senn

Aðeins hægt að skipuleggja rekstur fáa mánuði í senn

Aðalstjórn SÁÁ lýsir þungum áhyggjum af erfiðum samskiptum samtakanna við ríkisvaldið og ekki síst þeim trúnaðarbresti sem orðið hefur í samskiptum SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands. Aðalstjórn SÁÁ telur óþolandi að ríkisvaldið geti ekki staðið að samskiptum við samtökin þannig að þau geti skipulagt rekstur sinn lengur en til nokkurra mánaða í senn. Þjónustusamningar um rekstur Sjúkrahússins Vogs, og um viðhaldsmeðferð fyrir sjúklinga sem glíma við ópíóðafíkn, eru einungis gerðir til eins árs í senn og samningar um dagdeildir á Staðarfelli og Vík, sem gerðir voru 2008, eru framlengdir um einn mánuð í senn á meðan báðir aðilar samþykkja. Engir...

lesa meira

SÁÁ ræðir orsakir fíknar á Fundi fólksins

SÁÁ ræðir orsakir fíknar á Fundi fólksins

Í tengslum við Fund fólksins, sem haldinn verður í Norræna húsinu á morgun föstudag og á laugardag, býður SÁÁ upp á kynningu og samtal um orsakir og afleiðingar hins líffræðilega, sálræna og félagslega vanda sem einkennir fíknsjúkdóminn í umræðutjaldi 1 klukkan 13 til 14 á föstudag. Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðingur í fíknlækningum og lyflækningum og yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi, Dr Ingunn Hansdóttur, lektor og yfirsálfræðingur SÁÁ, og Erla Björg Sigurðardóttir, cand. mag. í þjóðfélagsfræði og félagsráðgjafi MA, ræða við gesti fundarins um SÁÁ og fíknsjúkdóma og meðferð þeirra. Fundarstjóri er Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Frummælendurnir halda stuttar kynningar og sitja síðan...

lesa meira

Framkvæmdir við Vík á fullri ferð

Framkvæmdir við Vík á fullri ferð

Framkvæmdir við byggingu nýrrar og glæsilegrar meðferðarstöðvar SÁÁ á Vík á Kjalarnesi ganga samkvæmt áætlun. Sökklar allra þriggja nýbygginganna eru fullgerðir, verið er að steypa gólfplötur og gert er ráð fyrir að uppsláttur útveggja hefjist í næstu viku. Ístak annast framkvæmdirnar. Meðfylgjandi myndir hafa verið teknar með nokkurra vikna millibili af byggingarstaðnum, sú nýjasta er einnig hér að ofan og var tekin í gær. Þarna sést vel hvernig verkinu vindur fram, jafnt og þétt. Ef smellt er á myndirnar sjást þær í fullri stærð. Lengst til hægri hér að neðan er loftmynd, tekin yfir Vík og framkvæmdasvæðið úr dróna þann 4. júlí...

lesa meira

Námskeið í fjölskyldumeðferð

Námskeið í fjölskyldumeðferð

Fyrsta námskeið haustsins í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 22. ágúst, klukkan 17.30. Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og er haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur Að lokinni Fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta...

lesa meira

Reykjavíkurmaraþon: 27 hlaupa og safna fyrir SÁÁ

Reykjavíkurmaraþon: 27 hlaupa og safna fyrir SÁÁ

SÁÁ er eitt þeirra fjölmörgu góðgerðarfélaga sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu geta safnað áheitum fyrir.  Reykjavíkurmaraþonið verður haldið næstkomandi laugardag, 20. ágúst næstkomandi, en í ár er fagnað 33ja ára afmæli hlaupsins. Á síðunni hlaupastyrkur.is geta hlauparar safnað áheitum til styrktar góðgerðarfélögum sem starfa að málefnum sem fólk ber fyrir brjósti. Alls eru 27 hlauparar, karlar og konur, sem hlaupa til stuðnings SÁÁ og hafa þeir þegar þetta er ritað safnað samtals um 190.000 krónum. Forskráningu fyrir hlaupara til að skrá sig í hlaupið rennur út um hádegisbilið á morgun, fimmtudag. Á síðunni hlaupastyrkur.is er hægt að sjá hlauparana sem styrkja SÁÁ og við hvetjum alla velunnara...

lesa meira

Samningar við Ístak um nýbygginguna á Vík undirritaðir

Samningar við Ístak um nýbygginguna á Vík undirritaðir

Samningur milli SÁÁ og Ístaks hf. um byggingu nýrrar meðferðarstöðvar við Vík á Kjalarnesi var undirritaður á Vík í gær. Tilboð Ístaks var metið hagstæðast í útboði þar sem sex tilboð bárust.  Verkáætlun gerir ráð fyrir að karlaálma á Vík og þjónustubygging verði uppsteyptar og tilbúnar fyrir múrverk og lagnavinnu þann 15. desember næstkomandi en að viðbygging við kvennaálmu verði tilbúin undir múrverk og lagnavinnu 12. janúar 2017. Verklok við uppsteypu eru áætluð 15. febrúar 2017. Vinna við hönnun innréttinga stendur yfir og á að ljúka um 20. ágúst. Verður innanhússfrágangur og innréttingasmíði boðin út í framhaldi af því....

lesa meira

Sumarlokanir á göngudeildum og Vík

Sumarlokanir á göngudeildum og Vík

Eftir miðvikudaginn 16. júní dregur nokkuð úr starfsemi SÁÁ vegna sumarleyfa. Lokað verður á Vík og á göngudeildunum í Reykjavík og á Akureyri. Engar sumarlokanir verða á Sjúkrahúsinu Vogi og Staðarfelli. Starfsemin verður komin í sitt vanalega horf frá og með þriðjudeginum 2. ágúst en þann dag verður göngudeildin opnuð að nýju eftir...

lesa meira

Áfengisráðgjafar luku námi

Áfengisráðgjafar luku námi

Í tengslum við aðalfund SÁÁ 2. júní voru afhent prófskírteini frá skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk þeim tveimur nemendum sem lokið hafa prófum þar á þessari önn. Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir var útskrifuð eftir að hafa staðist lokapróf til löggildingar á starfsheitinu áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Þá fékk Ágúst Fannberg Torfason afhent skírteini en hann hefur staðist fyrri hluta ráðgjafanámsins með láði. Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, afhenti þeim Sigurbjörgu Önnu og Ágústi...

lesa meira

Forysta SÁÁ einróma endurkjörin á aðalfundi

Forysta SÁÁ einróma endurkjörin á aðalfundi

Arnþór Jónsson var einróma endurkjörinn formaður SÁÁ, á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var í framhaldi af aðalfundi samtakanna þann 2. júní. Um sextíu manns sóttu fundinn. 48 manna stjórn samtakanna starfsárið 2016-2017 er skipuð 25 körlum og 23 konum sem eru óbreytt kynjahlutföll frá því í fyrra en einungis urðu tvær breytingar á stjórninni milli ára. Á hverjum aðalfundi eru sextán stjórnarmenn kosnir til þriggja ára í senn. Tillögur um sextán stjórnarmenn til næstu þriggja ára voru samþykktar án mótframboðs. Ein breyting varð á níu manna framkvæmdastjórn samtakanna, sem kosin var á fyrsta stjórnarfundi, strax að loknum aðalfundi;...

lesa meira

Aðalfundur SÁÁ 2. júní

Aðalfundur SÁÁ 2. júní

Aðalfundur SÁÁ verður haldinn á fimmtudaginn, 2. júní, kl. 17:00 í Von, Efstaleiti 7. Dagskrá fundarins er ákveðin í lögum SÁÁ sem hér segir: • Skýrsla stjórnar • Reikningar samtakanna lagðir fram • Lagabreytingar • Kosning í stjórn • Önnur...

lesa meira

Gestkvæmt í Von

Gestkvæmt í Von

Það er gestkvæmt í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti 7 en alls voru um 83.886 komur taldar inn í húsið með rafrænum hætti á síðasta ári. Auk þeirra sem eiga erindi á göngudeild eða skrifstofu SÁÁ í húsinu koma þangað meðal annars ýmsir hópar í leit að fræðslu. Síðustu þrjá daga hafa komið í heimsókn í þremur hópum um 140 unglingar úr 10. bekk Hagaskóla ásamt kennurum og fengu þau kynningu á starfsemi SÁÁ og sjúkdómnum alkóhólisma. "Þetta gekk sérlega vel, þau komu með góðar spurningar og voru til fyrirmyndar," segir Karl S. Gunnarsson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ í Von,...

lesa meira

Fræðsluerindi um geðlæknisfræði

Fræðsluerindi um geðlæknisfræði

Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði við Háskóla Íslands heldur erindi á Vogi um framfarir í geðlæknisfræðum með áherslu á geðrofssjúkdóma á morgun, miðvikudaginn 25. maí klukkan 14.30. Að jafnaði eru haldin tvö fræðsluerindi í viku hverri fyrir starfsfólk á Vogi, sem ætluð eru bæði ráðgjöfum í starfsnámi og öðru starfsfólki samtakanna. Á morgun verður prófessor Engilbert Sigurðsson gestur SÁÁ og flytur fyrrgreint...

lesa meira

Álfasalan nærri því að slá met

Álfasalan nærri því að slá met

Álfasalan 2016 gekk að vonum og salan var nærri því að slá metið sem sett var árið 2014. Söluhæstur, líkt og í fyrra, varð Kristján Valsson, sem sjálfur náði enn betri árangri í sölunni en í fyrra. Kannski var það bleiki kamburinn sem Kristján setti í hárið sem gerði útslagið hvað það varðar. Eins og jafnan bauð SÁÁ til sölu risastóra útgáfu af Álfinum fyrir stórfyrirtæki og velunnara SÁÁ, sem keyptu risaálf með veglegu framlagi til samtakanna í tengslum við Álfasölu ársins. Einn risaálfurinn var seldur Landsvirkjun og var myndin til hliðar tekin þegar Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, tók...

lesa meira

Lokað vegna jarðarfarar síðdegis 20. maí

Lokað vegna jarðarfarar síðdegis 20. maí

Göngudeild og skrifstofa SÁÁ í Von, Efstaleiti 7, verða lokaðar frá kl. 14:00 í dag vegna jarðarfarar Guðrúnar Þóru Hafliðadóttur, Dunnu, fyrrverandi ráðgjafa hjá SÁÁ en hún verður jarðsungin frá Áskirkju í dag kl....

lesa meira

Guðni Th. gestur Heiðursmanna á fimmtudag

Guðni Th. gestur Heiðursmanna á fimmtudag

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands verður gestur á næsta fundi Heiðursmanna sem fram fer fimmtudaginn 19. maí. Eins og kunnugt er verður gengið til forsetakosninga þann 30. júní næstkomandi. Skoðanakönnunum ber saman um að Guðni Th. Jóhannesson njóti nú yfirburðastuðnings kjósenda. Því verður fróðlegt fyrir Heiðursmenn og þeirra gesti á fá að kynnast Guðna. Guðni er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem kennari við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og University of London. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita, meðal annars um sögu þorskastríðanna og forsetaembættið. Þá hefur Guðni skrifað...

lesa meira

Hundruð eru að selja Álfinn um allt land

Hundruð eru að selja Álfinn um allt land

Álfasala SÁÁ er í fullum gangi um land allt og „gengur alveg glimrandi vel," segir Þorkell Ragnarsson, sölustjóri.  Þetta er 27. skiptið sem Álfasalan fer fram og skipulagið er þrautreynt og það á líka við um margt sölufólkið sem hefur tekið þátt í þessu helsta fjáröflunarverkefni hvers árs með SÁÁ árum saman. Fólk sem verður á ferðalagi um hvítasunnuhelgina getur keypt Álfinn á  helstu áningastöðum við þjóðveginn því sölustaðir eru vel mannaðir í Hveragerði, Selfossi, Borgarnesi og við aðra helstu þéttbýlisstaði.  Álfasala SÁÁ er eitt umfangsmesta fjáröflunarverkefni á vegum almannasamtaka hér á landi á hverju ári.  Hundruð karla og...

lesa meira

Fíknlækningum fleygir fram

Fíknlækningum fleygir fram

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að þótt það sé flóknara en fyrr að veita alkóhólistum og vímuefnasjúklingum meðferð sé þekkingin nú mun meiri en áður. Ef menn hafi vald á þeirri þekkingu sé starfið auðveldara og meðferðin betri. Gagnger umbylting hafi orðið á vísindaviðmiðum í fíknlækningum. Þekking á heilasjúkdómi áfengis- og vímuefnafíknar sé komin langt á undan þekkingu á almennum geðsjúkdómum. Nú séu hættulegustu vímuefnin lyf sem eru framleidd af lyfjafyrirtækjum; t.d. rítalín og morfín og morfínskyld lyf og mesta baráttan í meðferð og fíknlækkningum tengist slíkum efnum. Það sé ekki gagnlegt að skipta vímuefnum í lögleg efni og ólögleg....

lesa meira

Greta Salóme: „Ég hvet alla til að kaupa SÁÁ Álfinn“

Greta Salóme: „Ég hvet alla til að kaupa SÁÁ Álfinn“

Greta Salóme keypti fyrsta Álfinn þetta árið en Álfasala SÁÁ árið 2016 er að hefjast og stendur næstu daga. "Ég hvet alla til þess að kaupa SÁÁ Álfinn. Hann er ógeðslega sætur með bleikan hanakamb," voru skilaboð Gretu Salóme við þetta tækifæri en hún stígur á svið í Stokkhólmi sem fulltrúi Íslands í Eurovision að kvöldi þriðjudagsins 10. maí, sem er fyrsti dagur Álfasölunnar. Sjá myndbandið hér að ofan. Hún tók sér tíma til að þiggja boð SÁÁ um að kaupa fyrsta Álfinn 2016 en að öðru leyti eyddi hún deginum í dag við æfingar í Globen-höllinni í Stokkhólmi....

lesa meira

Samið um jarðvegsskipti við Vík

Samið um jarðvegsskipti við Vík

Framkvæmdir eru komnar í gang í Vík við væntanlega nýja og glæsilega meðferðarstöð. Starfsmenn Ístaks eru búnir að setja gröfur og vörubíla í gang og farnir að vinna við jarðvegsskipti. Um helgina var formlega gengið frá samningum SÁÁ og Ístaks um jarðvegsskiptin. Um er að ræða gröft og fyllingar fyrir byggingar og uppmokstur fyrir nýja heimreið að Vík, bílastæði og fleira sem til þarf. Verkinu er skipt í tvo áfanga. Jarðvegsskiptum í veg og bílaplan ásamt jarðvegsskiptum fyrir tengibyggingu á að vera lokið 13. maí en jarðvegsskiptum fyrir austur og vesturálmur sé lokið 26. maí. Nú á miðvikudag, 4....

lesa meira

Námskeið í fjölskyldumeðferð

Námskeið í fjölskyldumeðferð

Nýtt námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 2. maí, klukkan 17.30. Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og er haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Þetta er síðasta námskeið á vorönn fyrir sumarleyfi. Að lokinni Fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda...

lesa meira

Meðferð við spilafíkn 6. – 8. maí

Meðferð við spilafíkn 6. – 8. maí

Meðferð við spilafíkn verður í Von Efstaleiti helgina 6. – 8. maí næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin stendur föstudaginn 6. maí, kl. 17:15-19:00, laugardaginn 7. maí, kl. 9:30-16:00, og sunnudaginn 8. maí, kl. 9:30-16:00. Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig. Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilasýki er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best. Skráning á námskeiðið...

lesa meira

Sölufólk vantar í Vesturbæ og Laugardal

Sölufólk vantar í Vesturbæ og Laugardal

SÁÁ leitar enn að öflugu sölufólki til að selja Álfinn. Einkum vantar fólk í hverfum 101, 104 og 107 í Reykjavík. Álfasalan verður 10. til 15. maí næstkomandi. Þátttaka í álfasölu SÁÁ er frábær fjáröflunarleið fyrir einstaklinga og hópa. Margir flokkar og lið frá íþróttafélögum og hvers kyns samtökum víða um land nota álfasöluna til að safna fé til ferðalaga og félagsstarfs og margir einstaklingar ná sér í miklar tekjur á skömmum tíma með því að selja Álfinn þessa daga. Álfurinn er boðinn til sölu um land allt og sölufólk fær úthlutað ákveðnu athafnasvæði, hvert fyrir sig. Góð sölulaun eru í...

lesa meira

Akureyri: Helgarnámskeið í fjölskyldumeðferð

Akureyri: Helgarnámskeið í fjölskyldumeðferð

Fjölskylduhelgarmeðferð verður haldin helgina 30.apríl – 1.maí 2016 á  Göngudeild SÁÁ Hofsbót 4. Meðferðin er ætluð aðstandendum alkohólista og annarra vímuefnasjúklinga, hvort sem alkohólistinn hefur farið i meðferð eða ekki. Meðferðin kostar 8.000 krónur og stendur frá klukkan 9:00-16:30 báða dagana. Markmið meðferðarinnar er að auka þekkkingu þátttakenda á einkennum alkóhólisma/vímuefnafíknar og áhrifum sjúkdómsins á fjölskylduna og meðlimi hennar. Fyrirlestrar í helgarmeðferðinni eru: Áfengissýki og önnur vímuefnafíkn Hvernig meðvirkni breytir einstaklingum og fjölskyldum Óheppilegur stuðningur Sjálfsvirðingin Sameiginlegur bati fjölskyldunnar Fjölskylduhelgarmeðferð er úrræði sem er í boði nokkrum sinnum á ári. Það er fyrst og fremst ætlað fólki sem býr utan höfuðborgarsvæðisins...

lesa meira

„Enn einn áfanginn í merkilegu starfi SÁÁ“

„Enn einn áfanginn í merkilegu starfi SÁÁ“

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri meðferðarstöð SÁÁ við athöfn á landi samtakanna að Vík í Kjalarnesi. Forseti ávarpaði viðstadda fáum orðum og sagði að framkvæmdirnar á Vík yrðu "enn einn áfanginn í því merkilega starfi sem SÁÁ hefur unnið og er enn að vinna í þágu heilbrigðis og betra mannlífs hjá okkur íslendingum.” Síðan sagði Ólafur Ragnar: “Það hefur verið merkilegt að fá að kynnast því á undanförnum árum í viðræðum við ýmsa erlenda áhrifamenn og sérfræðinga hvernig staða SÁÁ hefur vakið athygli vítt og breitt í þessum alþjóðlega meðferðarheimi; hvernig...

lesa meira

Forseti Íslands tekur fyrstu skóflustungu að Vík í dag

Forseti Íslands tekur fyrstu skóflustungu að Vík í dag

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun taka fyrstu skóflustunguna að nýrri meðferðarstöð SÁÁ við athöfn sem fram fer á landi samtakanna að Vík í Kjalarnesi kl. 14 í dag, föstudaginn 22. apríl. Í framhaldi af því mun jarðvinna hefjast við verkið, tilboð í uppsteypu og utanhússfrágang nýbygginga verða opnuð föstudaginn 29. apríl en miðað er við að þeim framkvæmdum ljúki í síðasta lagi 17. janúar 2017. Unnið er að innanhússhönnun. Framkvæmdirnar á Vík munu felast í því að reistar verða 2.730 fermetra nýbyggingar sem verða tengdar rúmlega 800 fermetra húsnæði sem fyrir er á meðferðarstöð SÁÁ á Vík. Um leið...

lesa meira

Álfasölufólk óskast

Álfasölufólk óskast

SÁÁ leitar nú að öflugu sölufólki sem vill taka þátt í að selja Álfinn dagana 10. til 15. maí næstkomandi.  Álfurinn árgerð 2016 kemur í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir á myndinni með þessari frétt. Þátttaka í álfasölu SÁÁ er frábær fjáröflunarleið fyrir félagasamtök, hópa og einstaklinga en um leið er álfasalan víðtækasta fjáröflunarverkefni hvers árs á vegum SÁÁ. Álfurinn er boðinn til sölu um land allt og sölufólk fær úthlutað ákveðnu athafnasvæði. Góð sölulaun eru í boði. Áhugasamir hafið samband við Heimi í síma 824-7609 eða með tölvupósti í netfangið...

lesa meira

Auglýst eftir tilboðum í framkvæmdir á Vík

Auglýst eftir tilboðum í framkvæmdir á Vík

SÁÁ auglýsir í dagblöðum í dag eftir tilboðum í uppsteypu og utanhússfrágang vegna áformaðra byggingaframkvæmda samtakanna á landi sínu við Vík á Kjalarnesi. "Verkið nær til að gera viðbyggingar fullfrágengnar að utan og fokheldar að innan. Stærð viðbygginga er samtals 2.663 m2. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 17. janúar 2017," segir í auglýsingunni sem sést á mynd hér til hliðar og einnig er að hægt að nálgast í Fréttablaðinu hér. Tilboð verða opnuð 29....

lesa meira

Ólína verður gestur Heiðursmanna

Ólína verður gestur Heiðursmanna

Næsti fundur Heiðursmanna verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl. Gestur fundarins verður Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ólína er doktor í íslenskum bókmenntum og tók sæti á Alþingi við fráfall Guðbjarts Hannessonar á síðasta ári en sat áður á þingi frá 2009-2013. Hún er einnig þekkt fyrir störf sín á árum áður sem sjónvarpsfréttamaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og sitthvað fleira. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von,...

lesa meira

Nýtt SÁÁ blað borið í hús í dag

Nýtt SÁÁ blað borið í hús í dag

SÁÁ blaðið, 1. tbl. 2016, er komið út og er blaðið borið í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, þriðjudaginn 22. mars. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Hjalta Björnsson, dagskrárstjóra á Vík, sem hefur um þrjátíu ára reynslu af starfi áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Hjalti segir frá baráttu fyrir viðurkenningu ráðgjafastarfsins en ráðgjararnir hafa verið löggilt heilbrigðisstétt frá árinu 2006. Þá er rætt við dr. Ingunni Hansdóttur, sem tók við nýju starfi yfirsálfræðings SÁÁ um áramótin. Ingunn ræðir um sálfræði og meðferð SÁÁ, kvennameðferð, áföll og fíknmeðferð og sitthvað fleira. Einnig er rætt við Spessa ljósmyndara sem segir sögu...

lesa meira

Vertu með í SÁÁ

Vertu með í SÁÁ

SÁÁ hefur það meginmarkmið að tryggja áfengis og vímuefnasjúklingum greiðan aðgang að bestu fáanlegu meðferð og heilbrigðisþjónustu. Samtökin greiða nú um 20% af heildarkostnaði við meðferðina með söfnunarfé. SÁÁ rekur Sjúkrahúsið Vog og meðferðarstöðvarnar Vík á Kjalarnesi og Staðarfell í Dölum. Einnig göngudeildir á Akureyri og í Von, Efstaleiti 7 , Reykjavík en þar eru skrifstofur samtakanna. Hjá SÁÁ starfa m.a. fjórir til fimm læknar í fullu starfi, átta hjúkrunarfræðingar, átta sjúkraliðar, tveir til þrír sálfræðingar, fimm lækna- og móttökuritarar og um fjörutíu áfengis- og vímuefnaráðgjafar. Skráðu þig á saa.is hér og fáðu fréttabréf og upplýsingar um viðburði og...

lesa meira

Fíkn – íslenska leiðin á Hringbraut: Rætt við Valgerði Rúnarsdóttur

Fíkn – íslenska leiðin á Hringbraut: Rætt við Valgerði Rúnarsdóttur

Annar þáttur af fjórum undir heitinu Fíkn - íslenska leiðin verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fimmtudagskvöldið 17. mars klukkan 20 og endursýndur klukkan 22 samdægurs. Í þættinum ræðir Páll Magnússon, hinn þekkti sjónvarpsmaður, við Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á sjúkrahúsinu Vogi og sérfræðing í fíknlækningum. Fyrsti þátturinn var sýndur síðasta fimmtudagskvöld en þá ræddi Páll við Þórarin Tyrfingsson, forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hægt er að horfa á þáttinn með Þórarni á netinu hér Þættirnir Fíkn - íslenska leiðin eru samstarfsverkefni Hringbrautar og SÁÁ og fjalla um íslensku leiðina í fíknlækningum frá ýmsum hliðum en með sérstakri áherslu á starfsemina á sjúkrahúsinu Vogi...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð: Nýtt kvöldnámskeið 29. mars

Fjölskyldumeðferð: Nýtt kvöldnámskeið 29. mars

Nýtt námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ þriðjudaginn 29. mars, klukkan 17.30. Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og þótt það hefjist á þriðjudegi, er það að öðru leyti haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni Fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af...

lesa meira

Brynjar Níelsson gestur Heiðursmanna

Brynjar Níelsson gestur Heiðursmanna

Næsti fundur Heiðursmanna verður haldinn fimmtudaginn 10. mars. Gestur fundarins verður Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Brynjar var landskunnur hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands áður en hann tók sæti á Alþingi árið 2013. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530...

lesa meira

Nýr fræðsluvefur um kannabis

Nýr fræðsluvefur um kannabis

Kannabis.is er nýr fræðsluvefur um áhrif kannabis á mannslíkamann. Arnar Jan Jónsson, deildarlæknir á geðdeild Landspítalans, hefur tekið saman efnið og unnið að vefnum í samráði við Engilbert Sigurðsson, geðlækni og Heru Birgisdóttur en þau rituðu einnig saman grein um tengsl kannabis og geðrofssjúkdóma í Læknablaðið  árið 2014. Á vefnum er meðal annars að finna samanteknar upplýsingar um niðurstöður rannsókna um áhrif kannabisefna á öndurnarfæri líkamans og áhrif efnanna á geðrof og geðrofssjúkdóma og um áhrif kannabisefna á námsárangur. Þá er fjallað um hvort nýta megi kannabis í lækningaskyni. Hvarvetna er vísað í helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis...

lesa meira

Ræðismaður heimsækir heiðursmenn

Ræðismaður heimsækir heiðursmenn

Næsti fundur Heiðursmanna verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar. Gestur fundarins verður Atli Ásmundsson, fyrrverandi ræðismaður Íslendinga í Winnipeg í Kanada, sem er mörgum SÁÁ mönnum að góðu kunnur. Atli hefur síðustu misseri haldið fleiri en fimmtíu erindi víða um land um Vestur-Íslendinga og tengsl þeirra við land og þjóð fyrr og nú og mun ræða þau mál við Heiðursmenn. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7....

lesa meira

Ný Vík: Samið við arkitekta og verkfræðinga

Ný Vík: Samið við arkitekta og verkfræðinga

SÁÁ hefur gert samninga við arkitekta og ráðgjafasamninga við verkfræðinga um vinnu við hönnun nýrrar meðferðarstöðvar á landi samtakanna á Vík á Kjalarnesi. THG arkitektar undir forystu Halldórs Guðmundssonar arkitekts verða arkitektar framkvæmdanna. Við sama tækifæri voru gerðir samningar við Hnit ehf verkfræðistofu um burðarvirkishönnun og lagna- og loftræstihönnun og við VSB verkfræðistofu um rafhönnun. „Næstu vikur og mánuði er hönnunarferli í gangi og við gerum ráð fyrir að fullnaðarhönnun ljúki í mars og apríl," segir Theódór S. Halldórsson, formaður bygginganefndar framkvæmdastjórnar SÁÁ. „Þá taka við útboð og samkvæmt áætlun verður byrjað að grafa 2. maí. Jarðvinnu á að...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð: Nýtt kvöldnámskeið 15. febrúar

Fjölskyldumeðferð: Nýtt kvöldnámskeið 15. febrúar

Nýtt námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 15. febrúar, klukkan 17.30. Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og fer fram á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni Fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan...

lesa meira

Heiðursmenn fá gesti úr atvinnulífinu

Heiðursmenn fá gesti úr atvinnulífinu

Næsti fundur Heiðursmanna verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni verða tveir gestir, karl og kona og bæði gegna þau lykilstörfum í öflugum og þekktum fyrirtækjum. Þetta eru Ólafur William Hand, forstöðumaður kynningar- og markaðsdeildar Eimskips, og Elín Gränz, framkvæmdastjóri mannauðs- og þjónustusviðs hjá Opnum kerfum. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is...

lesa meira

Dagskrá göngudeildar: Breyttur tími U-hóps

Dagskrá göngudeildar: Breyttur tími U-hóps

Vakin er athygli á breyttri dagskrá göngudeildar. U-hópur hittist nú kl. 18 á miðvikudögum. Tími kl. 17 á mánudögum fellur niður. Nánari upplýsingar um dagskrá göngudeildar er að finna í atburðadagatali hér á...

lesa meira

SÁÁ stefnir SÍ fyrir dóm vegna vanefnda

SÁÁ stefnir SÍ fyrir dóm vegna vanefnda

SÁÁ hefur stefnt ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna vanefnda Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á samningi sem gerður var í desember 2012 um þjónustu göngudeildar SÁÁ. Samningurinn var staðfestur af velferðarráðherra en allt frá upphafi samningstímans hefur verið ágreiningur um greiðslur fyrir þjónustuna og SÁÁ hefur hafnað túlkun Sjúkratrygginga á samningstextanum. Áður en þessi samningur var gerður hafði SÁÁ rekið áfengis- og vímuefnameðferð fyrir sjúkratryggða einstaklinga á göngudeild í áratugi án árekstra við stjórnsýsluna og fjárveitingavaldið. Fjárveitingar frá Alþingi til SÁÁ taka mið af þessum samningi sem ráðherra hefur staðfest en með honum var gert ráð fyrir 43 milljóna króna árlegri greiðslu...

lesa meira

Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

Lausar eru til umsóknar stöður nema í áfengis- og vímuefnaráðgjöf við Sjúkrahúsið Vog. Starfshlutfall er 100%. Helstu verkefni og ábyrgð Námið fer fram á heilbrigðisstofnunum SÁÁ þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafanemar fá starfs- og námsaðlögun auk kennslu. Sjá nánar námskrá  Hæfniskröfur Stúdentspróf æskilegt. Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð Kjör fara eftir kjarasamningi SÁÁ og SFR. Umsóknum skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík eða í tölvupósti. Nánari upplýsingar veitir Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri s. 8247620, netfang:...

lesa meira

Heiðursmenn hittast á fimmtudag

Heiðursmenn hittast á fimmtudag

Næsti fundur Heiðursmanna verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar. Að þessu sinni verða málefni SÁÁ í brennidepli fundarins en mikið er framundan í starfi samtakanna með byggingu nýrrar meðferðarstofnunar á Vík og átaki til þess að útrýma hinum skæða sjúkdómu lifrarbólgu C úr íslensku samfélagi en það er markmið metnaðarfulls verkefnis sem SÁÁ vinnur nú að í samstarfi við Landspítalann og alþjóðlega lyfjafyrirtækið Gilead. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von,...

lesa meira

SÁÁ og Landspítali undirrita samstarfssamning vegna átaks til að útrýma lifrarbólgu C

SÁÁ og Landspítali undirrita samstarfssamning vegna átaks til að útrýma lifrarbólgu C

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, undirrituðu í gær samstarfssamning sem gerður hefur verið milli Landspítalans og SÁÁ vegna þátttöku samtakanna í átaksverkefni sem kennt er við lyfjafyrirtækið Gilead og miðar að því að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi. Eins og kunnugt er hefur alþjóðlega lyfjafyrirtækið Gilead boðist til að gefa lyfið HARVONI í nægilegu magni til að hægt sé að meðhöndla alla smitaða einstaklinga í landinu í tengslum við sérstaka faraldsfræðilega rannsókn sem gerð verður meðfram meðferðarátakinu þar sem árangur átaksins til lengri og skemmri tíma verður kannaður, þar á meðal sjúkdómsbyrði og áhrif...

lesa meira

Dansnámskeið að hefjast

Dansnámskeið að hefjast

Byrjenda- og framhaldsnámskeið í samkvæmisdönsum hefst hjá SÁÁ í Von, Efstaleiti 7, miðvikudaginn 3. febrúar.   Byrjendahópur mætir kl 19:30 en framhaldshópur kl 20:45. Námskeiðið stendur í tíu miðvikudagskvöld og kostar 12.000 krónur. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér dansfélaga á byrjendanámskeið en dansað er í pörum á námskeiðinu, aðstoðað verður við að finna dansfélaga í fyrstu tveimur tímum námskeiðsins. Kennsla fer fram í Von, Efstaleiti 7. Skráning og upplýsingar stendur yfir til 30. janúar hjá Þorkeli í s. 898 4596, eða thorkell@saa.is.  Kennarar á námskeiðinu eru Ásrúnu og Jónas, sem hafa héldu sams konar námskeið síðasta vor og nú í...

lesa meira

Þorrablót Skemmtiklúbbs SÁÁ á laugardag

Þorrablót Skemmtiklúbbs SÁÁ á laugardag

Þorrablót Skemmtiklúbbs SÁÁ verður haldið í Von Efstaleiti 7, Reykjavík, laugardaginn 23. janúar. Miðaverð er 7.500 kr. Húsið opnar kl. 19. Borðhald hefst kl. 19.45. Miðasala er í Von, Efstaleiti 9. janúar og stendur til 20. janúar á skrifstofutíma. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 898 7859 og 698...

lesa meira

Mindfulness hefst á ný í hádeginu á föstudag

Mindfulness hefst á ný í hádeginu á föstudag

Opnir tímar í Mindfulness með Ásdísi Olsen í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti, hefjast að ný eftir jólaleyfi föstudaginn 15. janúar kl. 12.10. Tímarnir standa til kl. 12.50. Allir eru velkomnir hvort sem þeir hafa iðkað Mindfulness eða ekki. Athugið að tímarnir byrja klukkan 12.10 stundvíslega og fólki er ekki hleypt inn í salinn eftir að tíminn hefst. Ásdís hélt Mindfulnessnámskeið fyrir SÁÁ vorið 2014 við góðar undirtektir. Þráðurinn var tekinn upp á ný nú í haust og nú er haldið áfram eftir stutt jólaleyfi. Mindfulness er áhrifarík og umbreytandi iðkun fyrir þau sem vilja bera ábyrgð á líðan sinni...

lesa meira

Dr. Ingunn Hansdóttir ráðin í nýtt starf yfirsálfræðings SÁÁ

Dr. Ingunn Hansdóttir ráðin í nýtt starf yfirsálfræðings SÁÁ

Dr. Ingunn Hansdóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, hefur tekið til starfa sem yfirsálfræðingur hjá SÁÁ. Verkefni hennar verður að hafa umsjón með sálfræðilegri meðferð og vinna við að móta og þróa allt meðferðarstarf hjá SÁÁ en Ingunn hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð. Hún mun einnig hafa umsjón með kennslu og fræðslustarfi innan SÁÁ í samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Þá mun hún sinna og hafa umsjón með vísindarannsóknum á vegum samtakanna. „Þetta er nýtt starf hjá SÁÁ og það er ennþá í mótun en þetta er mjög spennandi tækifæri til að þróa og móta það mikilvæga starf sem...

lesa meira

Nýtt kvöldnámskeið í fjölskyldumeðferð 11. janúar

Nýtt kvöldnámskeið í fjölskyldumeðferð 11. janúar

Nýtt námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 11. janúar, klukkan 17.30. Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og fer fram á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni Fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan...

lesa meira

Um 130 manns í meðferð á aðfangadagskvöld

Um 130 manns í meðferð á aðfangadagskvöld

SÁÁ óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Um 130 sjúklingar eiga jól á meðferðarstöðvum SÁÁ að þessu sinni; á Sjúkrahúsinu Vogi, á Vík, Staðarfelli og á búsetuúrræðinu Vin í Reykjavík en þar eru um 20 manns til heimilis. Eins og jafnan fá allir sjúklingar og heimilismenn bók í jólapakka á aðfangadagskvöld frá SÁÁ. Veglegur stuðningur Forlagsins gerir SÁÁ þetta kleift og eru fyrirtækinu færðar bestu þakkir fyrir...

lesa meira

Þjónusta göngudeildar í Von um hátíðirnar

Þjónusta göngudeildar í Von um hátíðirnar

Á göngudeild SÁÁ í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík verður veitt þjónusta á eftirfarandi tímum um jól og áramót: Miðvikudagur 23. desember: Opið frá kl. 9.00 – 17.00. Fimmtudagur 24 . desember: Opið frá kl. 9.00 - 12.00. Opinn fyrirlestur kl. 10.00. Föstudagur 25. desember (Jóladagur): Lokað. Mánudagur 28. desember: Opið frá kl. 9.00 – 17.00. Þriðjudagur 29. desember: Opið frá kl. 9.00 – 17.00. Miðvikudagur 30. desember: Opið frá kl. 9.00 – 17.00. Kynningarfundur kl. 18.00. Fimmtudagur 31. desember: Opið frá kl.  9.00 - 12.00. Opinn fyrirlestur kl. 10.00. Föstudagur 1. janúar (Nýársdagur): Lokað. Athygli er vakin á...

lesa meira

Stjórn SÁÁ samþykkir byggingu nýrrar meðferðarstofnunar á Vík

Stjórn SÁÁ samþykkir byggingu nýrrar meðferðarstofnunar á Vík

Aðalstjórn SÁÁ samþykkti á fundi sínum 10. desember að ráðast í framkvæmdir við 2.730 fermetra nýbyggingar á Vík í Kjalarnesi. Jafnframt fara fram endurbætur og endurnýjun á því rúmlega 800 fermetra húsnæði sem fyrir er á Vík. Að framkvæmdum loknum verður risið ný meðferðarstofnun með fullkominni aðgreiningu meðferðar fyrir karla og konur og stórbættri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk SÁÁ. Frumhönnun er lokið en vinna við sérteikningum og hönnun innréttinga er ólokið. Tillaga til nýs deiliskipulags á landi SÁÁ á Vík er nú í auglýsingarferli hjá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að nýtt deiliskipulag liggi fyrir innan tveggja mánaða. Framkvæmdir verða boðnar út...

lesa meira

Barnajólaball SÁÁ 27. desember

Barnajólaball SÁÁ 27. desember

Barnajólaball SÁÁ verður haldið í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, sunnudaginn 27. desember og hefst það kl. 15:00. Dansað verður í kringum jólatréð. Heyrst hefur að jólasveinn ætli að líta inn með glaðning handa börnunum. Stórhljómsveit jólasveinana sér um jólalögin. Kökur, gos, kaffi og fleira í boði. Aðgangseyrir krónur 700 en frítt er fyrir sex ára og yngri. Miðasala er í símaafgreiðslunni í Von. Nánari upplýsingar í síma 530 7600 á...

lesa meira

Árlegt Þorláksmessukaffi SÁÁ

Árlegt Þorláksmessukaffi SÁÁ

Árlegt Þorláksmessukaffi SÁÁ, verður haldið í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7, miðvikudaginn 23. desember kl. 15-17:00 Starfsfólk og velunnarar SÁÁ! Verið hjartanlega...

lesa meira

Fjölmenn og velheppnuð Nágrannaheimsókn Velferðarsviðs

Fjölmenn og velheppnuð Nágrannaheimsókn Velferðarsviðs

Fjölmennur hópur starfsfólks frá Velferðarsviði Reykjavíkur, með Stefán Eiríksson sviðsstjóra í broddi fylkingar, heimsótti SÁÁ í dag, kynnti sér starfsemi samtakanna, snæddi hádegisverð í boði SÁÁ og ræddi málin. Velferðarsviðið hefur nýlega opnað Þjónustumiðstöð Laugardals- og Háaleitis í Efstaleiti 1, sem er svo að segja í næsta húsi við Von, hús SÁÁ, Efstaleiti 7 en þar eru göngudeild SÁÁ í Reykjavík og skrifstofa samtakanna til húsa. Í tilefni af þessu og vegna þess að starfsfólk SÁÁ og velferðarsviðs á samstarf og samskipti á ýmsum sviðum bauð SÁÁ til þessarar Nágrannaheimsóknar. Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri meðferðarsviðs SÁÁ, kynnti gestunum afeitrun og aðra heilbrigðisþjónustu sem veitt er á...

lesa meira

Smelltu þér á iKort SÁÁ

Smelltu þér á iKort SÁÁ

Vilt þú styrkja SÁÁ með því að nota iKort? Korthafar styðja SÁÁ með því einu að nota kortið sjálfum sér að kostnaðarlausu. Þú færð nánari upplýsingar hér og að neðan eru svör við ýmsum spurningum sem kunna að vakna. Ef þú vilt frekari upplýsingar getur þú snúið þér til SÁÁ og hringt í síma 530 7600 á skrifstofutíma eða sent tölvupóst á saa@saa.is. Þú getur líka heimsótt upplýsingavef iKorts, ikort.is til að fá almennar upplýsingar um...

lesa meira

Vogur fær nýtt tæki til að taka hjartalínurit

Vogur fær nýtt tæki til að taka hjartalínurit

Nýtt og fullkomið tæki til að taka hjartalínurit hefur verið tekið í notkun á Sjúkrahúsinu Vogi og leysir af hólmi eldra tæki sem nauðsynlegt var orðið að endurnýja. Nýja tækið er gjöf til Vogs frá Styrktarsjóði SÁÁ. „Þetta nýja hjartalínuritstæki kemur að mjög góðu gagni hér á Sjúkrahúsinu Vogi," segir Guðbjörn Björnsson, sérfræðingur í lyflækningum á Sjúkrahúsinu Vogi. „Á sjúkrahúsi af þessari stærð þarf góð greiningartæki. Við verðum til dæmis að geta gert ákveðnar tegundir af blóðrannsóknum, við verðum að hafa hjartastuðtæki og við þurfum að geta tekið hjartalínurit.“ „Allt er það hluti af þeirri grunnþjónustu sem við þurfum...

lesa meira

Taugalæknir gestur Heiðursmanna

Taugalæknir gestur Heiðursmanna

Björn Logi Þórarinsson, sérfræðingur í taugalækningum á Landspítalanum, verður gestur Heiðursmanna á næsta fundi, sem haldinn verður fimmtudaginn 3. desember. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Björn Logi Þórarinsson er fjölmörgu SÁÁ fólki að góðu kunnur. Hann starfaði hjá samtökunum á námsárum sínum og á...

lesa meira

Spara færslugjöld og styrkja SÁÁ með iKorti

Spara færslugjöld og styrkja SÁÁ með iKorti

SÁÁ og iKort hafa gert samning um útgáfu sérstakra fyrirframgreiddra greiðslukorta frá MasterCard fyrir velunnara SÁÁ. Hluti af tekjum vegna notkunar iKorthafa mun renna til SÁÁ. iKort er hægt að nota á sama hátt og önnur greiðslukort í verslunum og í hraðbönkum sem taka við MasterCard. Þau eru líka hentug í net- og farsímaviðskiptum og til að skuldfæra reglubundin útgjöld eins og orkureikninga, símreikninga, fasteignagjöld og hvaðeina. Hægt er að leggja inn á kortin eftir þörfum og fylgjast með notkuninni á öruggu vefsvæði. Þar sem um inneignarkort er að ræða þurfa korthafar hvorki að fylla út eyðublöð né fara...

lesa meira

SÁÁ heimsótti Mannréttindaráð Reykjavíkur

SÁÁ heimsótti Mannréttindaráð Reykjavíkur

Fulltrúar SÁÁ heimsóttu Mannréttindaráð Reykjavíkur í ráðhúsinu í dag, kynntu starfsemi og rekstur samtakanna og svöruðu spurningum kjörinna fulltrúa borgarbúa sem eiga sæti í ráðinu. Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti alla þætti starfsemi SÁÁ og þá læknisfræðilegu nálgun sem SÁÁ beitir á sjúkdóm áfengis- og vímuefnafíknar. Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ, og Ása Margrét Sigurjónsdóttir, sálfræðingur sem sér um Sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ, sátu einnig fundinn og svöruðu fyrirspurnum. „Þetta var jákvæður og góður fundur og kærkomið tækifæri til að hitta kjörna fulltrúa og kynnast starfsemi stofnana borgarinnar. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri...

lesa meira

Fulltrúar Pírata heimsóttu Vog

Fulltrúar Pírata heimsóttu Vog

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, heimsótti Sjúkrahúsið Vog í gær ásamt Þórlaugu Ágústsdóttur, áheyrnarfulltrúa Pírata í Mannréttindaráði Reykjavíkur. Þau skoðuðu sjúkrahúsið og síðan kynnti Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðingur í fíknlækningum og yfirlæknir á Vogi, fyrir þeim fjölbreytta þjónustu SÁÁ. Að því loknu ræddu gestirnir málin við fulltrúa SÁÁ, spurðu spurninga og skiptust á skoðunum við fulltrúa SÁÁ. „Þetta var gagnlegur fundur og við áttum góðar samræður. SÁÁ leggur mikla áherslu á vandaða upplýsingagjöf til stjórnvalda og góð samskipti við kjörna fulltrúa og hið sama á við um alla þá fjölmiðla sem vilja leita til okkar eftir upplýsingum," segir Arnþór Jónsson,...

lesa meira

Heimilislæknir í Miðbæ gestur Heiðursmanna

Heimilislæknir í Miðbæ gestur Heiðursmanna

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, heimilislæknir á Heilsugæslunni í Miðbæ, verður gestur næsta fundar Heiðursmanna sem haldinn verður fimmtudaginn 19. nóvember. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Sigríður Dóra hefur starfað sem heimilislæknir í Reykjavík í 20 ár, fyrst á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi en frá 2009 á...

lesa meira