Valmynd
english

Saga SÁÁ

Sumarlokanir hjá SÁÁ

Sumarlokanir hjá SÁÁ

Sumarlokanir hjá SÁÁ verða sem hér segir sumarið 2018: Meðferðarstöðin á Vík, Kjalarnesi, verður lokuð frá 23. júní – 6. ágúst. Göngudeildin í Von, Efstaleiti 7, Reykjavík verður lokuð frá 9. júlí – 17. ágúst. Göngudeildin Hofsbót 4, Akureyri, lokar eftirfarandi tímabil: 9. júlí – 20. júlí 6. ágúst – 21. ágúst 3. september – 7. september 2018 Engar sumarlokanir eru á sjúkrahúsinu Vogi. Gleðilegt...

lesa meira

Fyrsti kynningarfundur eftir sumarfrí

Fyrsti kynningarfundur eftir sumarfrí

Fyrsti kynningarfundur eftir sumarfrí göngudeildar SÁÁ í Von, Efstaleiti, verður haldinn miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16.00. Á fundinum er þjónusta og umfang meðferðar SÁÁ kynnt, og farið sérstaklega yfir meðvirkni og áhrif á aðstandendur. Athugið breyttan fundartíma. Við byrjum framvegis kl. 16.00 í stað 18.00 en erum áfram á...

lesa meira

Félags- og jafnréttismálaráðherra heimsótti göngudeild SÁÁ

Félags- og jafnréttismálaráðherra heimsótti göngudeild SÁÁ

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsótti göngudeild SÁÁ, Von í Efstaleiti, í gær 3. júlí. Með ráðherranum í för voru Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður hans og Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu. Ráðherrann og fylgdarlið hans fengu ítarlega kynningu á þjónustu göngudeildarinnar. Ýmis sérfræðiþjónusta sem veitt er á deildinni tilheyrir félagsmálahluta velferðarráðuneytis og var rætt um margar hliðar áfengis- og vímuefnavandans, svo sem sálfræðiþjónustu fyrir börn og meðferð fyrir aðstandendur. Fundurinn var afar gagnlegur og sýndu gestirnir málefninu mikinn áhuga. SÁÁ þakkar Ásmundi Einari Daðasyni og starfsfólki hans kærlega fyrir ánægjulega heimsókn....

lesa meira

Fjölskyldumeðferð hefst 3. september

Fjölskyldumeðferð hefst 3. september

Næsta fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 3. september, klukkan 16.00. Einnig verður helgarfjölskyldumeðferð helgina 15. og 16. september. Fjölskyldumeðferðin tekur fjórar vikur og er námskeiðið haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00 til 18.00 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar....

lesa meira

Hlaupið fyrir SÁÁ

Hlaupið fyrir SÁÁ

SÁÁ er að sjálfsögðu með í Reykjavíkurmaraþoninu þann 18. ágúst næstkomandi og nú þegar eru 22 hlauparar búnir að skrá sig og heita á samtökin. Við þökkum þeim kærlega fyrir og hvetjum alla vini og velunnara samtakanna til að leggja þeim lið með áheiti! Á síðunni hlaupastyrkur.is er hægt að sjá hlauparana sem styrkja SÁÁ. Þar geta hlauparar einnig skráð sig til þátttöku og safnað áheitum til styrktar því félagi sem þeir vilja að njóti þeirra fjárframlaga. Enn eru tæpir tveir mánuðir til stefnu og nægur tími til að skrá sig!...

lesa meira

Þegar fjölskyldur sameinast veit ég að ég er að gera gagn

Þegar fjölskyldur sameinast veit ég að ég er að gera gagn

Siggi Gunnsteins er kvikur og léttur á fæti, brosmildur og fljótur í tilsvörum. Hann er einn elsti og reyndasti áfengis- og vímuefnaráðgjafi landsins – fagnar 40 ára starfsafmæli á árinu. Í vor urðu líka þau tímamót í lífi Sigga að hann átti 40 ára edrúafmæli. Þann 8. maí 1978 fór Siggi í afeitrun upp í Reykjadal, á fyrstu starfsárum SÁÁ. Hann hreifst svo af starfsandanum að hann bað um vinnu hjá félaginu að lokinni meðferð. Ég er fæddur árið 1941 í Kleppsholtinu í Reykjavík og ólst upp við að spila fótbolta í túnunum. Ég gekk í Laugarnesskóla, var tvo...

lesa meira

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá SÁÁ

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá SÁÁ

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings við Sjúkrahúsið Vog að Stórhöfða 45. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Um er að ræða þrískiptar vaktir og unnið aðra til þriðju hverja helgi. Næturvaktir eru hluti af starfinu en einnig kemur til greina að ráða hjúkrunarfræðing sem vinnur eingöngu næturvaktir. Staðan er laus frá 1. ágúst 2018. Helstu verkefni og ábyrgð Hjúkrun sjúklinga í afeitrun. Þátttaka í teymisvinnu ásamt sjúkraliðum, áfengis- og vímuefnaráðgjöfum, sálfræðingum og læknum. Menntun og hæfniskröfur Réttindi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi Áhugi á hjúkrun áfengis- og vímuefnasjúklinga Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð Kjör fara eftir kjarasamningi SFV og...

lesa meira

Forysta SÁÁ endurkjörin á aðalfundi

Forysta SÁÁ endurkjörin á aðalfundi

Arnþór Jónsson var endurkjörinn formaður SÁÁ með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var strax að loknum aðalfundi samtakanna í gær. Framkvæmdastjórn samtakanna er óbreytt frá síðasta starfsári og aðeins urðu fimm breytingar á 48 manna aðalstjórn. Starfsárið 2018-2019 er stjórnin skipuð 21 konu og 27 körlum. Á fundinum fór Arnþór Jónsson yfir starfsárið 2017-2018 sem var fertugasta afmælisár samtakanna og afar viðburðarríkt. Samtökin stóðu fyrir alþjóðlegri og faglegri ráðstefnu um fíkn á Hilton sem heppnaðist mjög vel. Ráðstefnuna sóttu bæði íslenskir og erlendir fyrirlesarar, úr mörgum fagstéttum, en gestir voru alls um 350 frá 10...

lesa meira

Aðalfundur SÁÁ

Aðalfundur SÁÁ

Aðalfundur SÁÁ verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 7. júní kl. 17.00 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar samtakanna lagðir fram 3. Lagabreytingar 4. Kosning í stjórn 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Önnur...

lesa meira

Góðir gestir frá Laugarásnum

Góðir gestir frá Laugarásnum

Þverfaglegur hópur starfsfólks frá Laugarásnum, sem er meðferðargeðdeild LSH fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi, heimsótti sjúkrahúsið Vog á þriðjudag. Hópurinn, sem samanstóð af hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, læknum, ráðgjöfum, iðjuþjálfum og íþróttafræðingum, kynnti sér starfsemi samtakanna og ræddi málin. „Það er gaman að hitta starfshópa frá öðrum stöðum, mynda tengsl, deila reynslu og fræðast um sameiginleg málefni,“ sagði Þóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SÁÁ, sem var gestgjafi. „Allt í þágu bættrar þjónustu fyrir skjólstæðinga með...

lesa meira