Valmynd
english

Saga SÁÁ

Góður árangur opinbers átaks gegn lifrarbólgu C

Góður árangur opinbers átaks gegn lifrarbólgu C

Góður árangur opinbers átaks gegn lifrarbólgu C hér á landi. Í ársbyrjun 2016 hófst hér á landi opinbert átak gegn lifrarbólgu C sem stendur í þrjú ár. Landspítala var falin framkvæmd verkefnisins en aðalsamstarfsaðili er sjúkrahúsið Vogur. Yfirumsjón með verkefninu hefur sóttvarnalæknir í umboði heilbrigðisráðherra. Um 600 einstaklingar hafa nú hafið lyfjameðferð sem er um 70-80%  þeirra sem taldir eru smitaðir hér á landi. Á fyrsta starfsári átaksins hafa um 95% þeirra sem klára meðferðina læknast. Meðferðin stendur í 12 vikur og aukaverkanir  eru að engar eða vægar sem er mikil breyting frá þeirri meðferð sem áður var boðið...

lesa meira

Með opinn faðminn en lokuð augun

Með opinn faðminn en lokuð augun

Geðheilbrigðismál hafa mikið verið til umræðu undanfarið og er það vel. Í kjöl­far stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra á Alþingi í gærkvöld steig heilbrigðisráðherra í pontu og sagðist setja geðheilbrigðismál á oddinn – hann vill samfélag með opinn faðm og sér í stöðunni “bullandi sóknarfæri”. Umræða um heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að mörgu leyti sérkennileg. Hún er drifin áfram af tilfinningahita fólks sem á um sárt að binda, fjölmiðlum sem virðast hættir að leita sannleikans og tækifærissinnuðum pólitíkusum. Lítið er gert með staðreyndir og erfitt að koma þeim að í þessu merry-go-round samfélagi. Staðreyndin er sú að enginn sjúkdómur er jafn algengur...

lesa meira

Mest verslað með gras, amfetamín og kókaín

Mest verslað með gras, amfetamín og kókaín

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Verðkannanir SÁÁ hafa frá upphafi verið gerðar með þessum sama hætti og ættu því að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu sautján ára tímabili. Niðurstöður kannananna frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið...

lesa meira

Skráning er hafin á 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ

Skráning er hafin á 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ

Skráning er hafin á afmælisráðstefnu SÁÁ sem haldin verður á Hilton Reykjavik Nordica dagana 2.-4. október næstkomandi. Mánudagurinn 2. október verður tileinkaður íslenskum veruleika og fjallar um fíkn og áhrif hennar á samfélagið. Þá verða á dagskrá fjölbreytt málþing sem öll tengjast viðfangsefninu, hvert á sinn hátt. Málþingin gefa ráðstefnugestum einstakt tækfæri á að eiga samtal við sérfræðinga og leikmenn, stjórnmálamenn og fulltrúa ýmissa stofnana um þennan flókna heilbrigðis- og félagslega vanda. Vísindalegur hluti ráðstefnunnar verður dagana 3. og 4. október og fer hann allur fram á ensku. Þá koma hingað margir af áhrifamestu læknum og sérfræðingum á sviði...

lesa meira

Verð á vímuefnum breytist lítið

Verð á vímuefnum breytist lítið

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað. Verðkannanir SÁÁ hafa frá upphafi verið gerðar með þessum sama hætti og ættu því að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu sautján ára tímabili. Niðurstöður kannananna frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið...

lesa meira

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 28. ágúst

Fjölskyldumeðferð: Nýtt námskeið 28. ágúst

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 28. ágúst, klukkan 17.30. Fjölskyldumeðferðin tekur fjórar vikur og er námskeiðið haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17.30 til 19.30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7. Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðferðina...

lesa meira

15 hlauparar safna áheitum fyrir SÁÁ

15 hlauparar safna áheitum fyrir SÁÁ

Samtals hafa nú safnast 184.500 krónur í áheitum til styrktar SÁÁ á hlaupastyrkur.is þar sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer 19. ágúst næstkomandi, láta gott af sér leiða. 15 hlauparar safna þar áheitum fyrir SÁÁ. Hörður Ágústsson hefur safnað mestu allra, hvorki meira né minna en 120.500 krónum. Hann segir á hlaupastyrkur.is: Árið 2013 fór ég í áfengismeðferð á Vogi. Það breytti lífi mínu á fleiri vegu en hægt er að ímynda sér. Ég var heppinn því það var pláss fyrir mig á Vogi og ég komst strax inn. Það vantar alltaf peninga í SÁÁ og því...

lesa meira

Um 100 manns í ævilangri meðferð á Vogi

Um 100 manns í ævilangri meðferð á Vogi

Um 100 einstaklingar eru í ævilangri viðhaldsmeðferð vegna ópíumfíknar með vikulegri lyfjagjöf. Lyfin eru afhent sjúklingunum endurgjaldslaust og þannig hefur verið frá upphafi. SÁÁ hefur rekið þessa meðferð frá árinu 1999 og sífellt bætist í hóp þessara einstaklinga. Í 3. tölublaði SÁÁ blaðsins árið 2014 var rætt við Þórarin Tyrfingsson, þáverandi framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, um viðhaldsmeðferðina og aðrar skaðaminnkunaraðgerðir á vegum samtakanna, sem eru hinar umsvifamestu hér á landi. Við birtum brot úr viðtalinu hér að neðan skömmu eftir að það var tekið í lok nóvember 2014 náðust samningar milli SÁÁ og Sjúkratrygginga ríkisins og miðast við meðferð níutíu...

lesa meira

Ráð Rótarinnar heimsótti Sjúkrahúsið Vog

Ráð Rótarinnar heimsótti Sjúkrahúsið Vog

Sex konur úr ráði Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, komu í heimsókn á Sjúkrahúsið Vog í dag og áttu þar góðan fund og gagnleg skoðanaskipti um konur, fíkn og meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga og yfirlæknir Sjúkrahússins Vogs, tók á móti gestunum ásamt Ingunni Hansdóttur, yfirsálfræðingi SÁÁ, Þóru Björnsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Sjúkrahúsinu og Erlu Björgu Sigurðardóttur, félagsráðgjafa sem sæti á í framkvæmdastjórn SÁÁ. Meðfylgjandi mynd var tekin að fundinum loknum og á henni eru frá vinstri: Margrét Valdimarsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, Þórlaug Sveinsdóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir, Áslaug K....

lesa meira

Þarftu verkjalyf?

Þarftu verkjalyf?

Greinin hér að neðan birtist fyrst sem ritstjórnargrein í 6. tbl. 103. árgangs Læknablaðsins sem kom út í júní 2017. Höfundur er Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðingur í fíknlækningum og framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu Vogi. Áhugaverðar niðurstöður um eitranir á bráðamóttökum eru birtar í blaðinu. Lyf til lækninga, lyfseðilsskyld, koma við sögu í eitrunum og hafa því snúist upp í andhverfu sína og valdið skaða. Við læknar þekkjum vandann sem af ávanabindandi lyfjum getur hlotist og rík ástæða er til að ræða umgengni við þau. Áhyggjur ná til notkunar sjúklinganna; röng notkun, milliverkanir, dreifing/sala, fara milli lækna, ólöglegur innflutningur, ofneysla og...

lesa meira