Valmynd
english

Starfsfólk SÁÁ

Hjá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) starfa yfir 100 starfsmenn. Starfsfólk í 67 stöðugildum vinnur að faglegri heilbrigðismeðferð meðan starfsfólk í tæplega 24 stöðugildum vinnur í eldhúsi, við ræstingu, við öryggisgæslu og þvotta. Starfsmenn í 7.4 stöðugildum vinna á skrifstofu samtakanna sem er að hluta kostuð af sjúkrastarfseminni og að hluta af félagsgjöldum.

Á Sjúkrahúsinu Vogi eru stöðugildi fjögurra til fimm lækna og eru fjórir þeirra með sérfræðimenntun og sérfróðir í fíknlækningum auk þess sem þar er staða deildarlæknis. Öll meðferð SÁÁ er á ábyrgð lækna. Auk vakta, greiningar og bráðaþjónustu við Sjúkrahúsið Vog sinna læknarnir göngudeildarþjónustu sem veitt er á Vogi, m.a. viðhaldsmeðferð vegna ópíumfíknar. Þeir hafa einnig starfsskyldur á öðrum meðferðarstöðvum og göngudeildum SÁÁ og sinna vaktþjónustu.

Hjúkrunarforstjóri er ráðinn að Vogi sem ber faglega ábyrgð á hjúkrun og stýrir henni. Þar vinna hjúkrunarfræðingar í átta stöðugildum og sjúkraliðar einnig í átta stöðugildum. Hjúkrunarfræðingarnir sérfróðir og með mikla reynslu í vímuefnameðferð. Sumir þeirra hafa áratugareynslu.

Sameiginleg vaktþjónusta er á öllum sjúkrastofnunum SÁÁ. Á Sjúkrahúsinu Vogi er hjúkrunarfræðingur á vakt allan sólarhringinn. Læknir er einnig á vakt á sjúkrahúsinu alla virka daga og á bakvakt utan dagvinnutíma. Á meðferðarstöðvunum á Staðarfelli og Vík er áfengisráðgjafi á vakt allan sólarhringinn og hefur hann samband við vakthafandi lækni ef ástæða þykir til.

Við sjúkrastofnanir SÁÁ vinna áfengis- og vímuefnaráðgjafar í um 40 stöðugildum þar af vinna um tuttugu á Vogi.

  • Á Staðarfelli eru níu stöðugildi þar af eru ráðgjafar í rúmlega 5 stöðugildum.
  • Á Vík eru aðeins ráðgjafar að störfum í 5,6 stöðugildum
  • Á Göngudeild SÁÁ á Akureyri er einn ráðgjafi við störf að jafnaði.
  • Á Göngudeild SÁÁ í Efstaleiti 7 í Reykjavík eru ráðgjafar í 7 stöðugildum og einn ritari.
  • Tveir ráðgjafar starfa á Göngudeild við Sjúkrahúsið Vog.
  • Sjá nánar hér um áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ.