Seldu kökur fyrir unglingadeildina

Nemendur í 1.FÞ í Kvennaskólanum ákváðu að styrkja Unglingadeild SÁÁ á árlegum Góðgerðardegi sem er hluti af Tjarnardögum skólans.

1. FÞ hélt kökusölu þar sem andvirðið var látið renna til málefnisins og myndin að ofan var tekin þegar þau afhentu SÁÁ afraksturinn.

SÁÁ þakkar kvennaskólanemum kærlega fyrir stuðninginn sem er enn eitt dæmið um þann mikla hlýhug og þá miklu velvild sem samtökin og þeirra starf njóta hjá þjóðinni.