CAGE sjálfspróf

Sjálfspróf getur veitt einstaklingum vísbendingar um eigin stöðu. Niðurstöður jafngilda hins vegar ekki sjúkdómsgreiningu. Sjúkdómsgreiningar heilbrigðisstarfsfólks SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.

Vísindalegar rannsóknir hafa margoft verið gerðar á spurningalistum þeim sem hér er að finna. Niðurstaða þessara rannsókna er sú að þeir eru furðu nákvæmir. Ef þú hefur áhuga á að fá svör við því hvort áfengisneysla þín eða einhvers sem þú þekkir er eðlileg eða ekki ættir þú að fá nokkuð nákvæmt svar ef þú svarar spurningunum samviskusamlega.

Kross í ferninginn merkir jákvætt svar en auður ferningur neikvætt.

  1. Hefur þér einhvern tímann fundist að þú þyrftir að draga úr drykkjunni?

  2. Hefur fólk gert þér gramt í geði með því að setja út á drykkju þína ?

  3. Hefur þér einhvern tímann liðið illa eða haft sektarkennd vegna drykkju þinnar?

  4. Hefur þú einhvern tímann fengið þér áfengi að morgni til að laga taugakerfið eða losa þig við timburmenn?

Niðurstaða

Fjöldi stiga: ?
Af svörunum að dæma getur viðkomandi verið róleg(ur) því áfengisneyslan er eðlileg.
Af svörunum að dæma ætti viðkomandi að fara í frekari athugun.

Af svörunum að dæma er áfengissýki á ferðinni og nákvæmnin er talin um 80%.

Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert. Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu.

Af svörunum að dæma er áfengissýki á ferðinni og nákvæmnin er nálægt 100%.

Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert. Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu.

Af svörunum að dæma er áfengissýki á ferðinni og nákvæmnin er nálægt 100%.

Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert. Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu.

Tvö já við þessum fjórum spurningum staðfesta að áfengissýki er á ferðinni og nákvæmnin er talin um 80% en ef svörin eru já við 3 eða 4 spurningum er nákvæmnin nær 100%. Eitt já kallar á frekari athugun en ef þú hefur ekki svarað neinni spurningu játandi getur þú verið róleg(ur) því áfengisneyslan er eðlileg.

Spurningalistar geta hins vegar aldrei orðið eins nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu því leita til slíkra aðila. Þú getur t.d. farið í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri eða talað við heilsugæslulækninn þinn um málið.