SMAST sjálfspróf

Sjálfspróf getur veitt einstaklingum vísbendingar um eigin stöðu. Niðurstöður jafngilda hins vegar ekki sjúkdómsgreiningu. Sjúkdómsgreiningar heilbrigðisstarfsfólks SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.

Viltu vita hvort áfengisneyslan er í lagi?

SMAST-greining, Short Michican Alcoholism Screening Test

Krossaðu í ferninginn ef þér finnst gefið svar eiga við.

 1. Finnst þér að þú notir áfengi á eðlilegan hátt? (með eðlilegt er átt við að þú drekkir minna eða álíka mikið og flestir aðrir)

  Nei
 2. Hefur maki þinn, foreldrar eða aðrir nánir ættingjar áhyggjur af drykkju þinni eða hafa þeir kvartað undan henni?

 3. Finnur þú einhvern tíma til sektarkenndar vegna drykkju?

 4. Telja ættingjar þínir og vinir að þú notir áfengi á eðlilegan hátt?

 5. Getur þú hætt við drykkju þegar þig langar til þess?

  Nei
 6. Hefur þú einhvern tímann farið á AA-fund?

 7. Hefur drykkja þín skapað vandamál eða ósætti milli þín og maka þíns, foreldra eða náinna ættingja?

 8. Hefur þú lent í vandræðum í vinnu vegna drykkju?

 9. Hefur þú einhvern tímann vanrækt skyldur þínar í vinnu, eða gagnvart fjölskyldu þinni í meira en tvo daga samfleytt vegna drykkju?

 10. Hefur þú leitað þér aðstoðar vegna drykkju?

 11. Hefur þú lent á spítala vegna drykkju?

 12. Hefur þú verið handtekinn vegna þess að þú varst undir áhrifum áfengis við akstur?

 13. Hefur þú verið handtekinn og höfð (hafður) í haldi í nokkrar klukkustundir eða meira vegna ölvunar?

Niðurstaða

Fjöldi stiga: ?

Af svörunum að dæma getur viðkomandi verið róleg(ur) því áfengisneyslan er eðlileg.

Af svörunum að dæma er viðkomandi alkóhólisti. Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert. Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu.

Hafir þú merkt við þrjú svör eða fleiri, er um alkóhólisma að ræða.

Spurningalistar geta hins vegar aldrei orðið eins nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu því leita til slíkra aðila. Þú getur t.d. farið í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri eða talað við heilsugæslulækninn þinn um málið.