Skráning er hafin á 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ

Skráning er hafin á afmælisráðstefnu SÁÁ sem haldin verður á Hilton Reykjavik Nordica dagana 2.-4. október næstkomandi.

Mánudagurinn 2. október verður tileinkaður íslenskum veruleika og fjallar um fíkn og áhrif hennar á samfélagið. Þá verða á dagskrá fjölbreytt málþing sem öll tengjast viðfangsefninu, hvert á sinn hátt. Málþingin gefa ráðstefnugestum einstakt tækfæri á að eiga samtal við sérfræðinga og leikmenn, stjórnmálamenn og fulltrúa ýmissa stofnana um þennan flókna heilbrigðis- og félagslega vanda.

Vísindalegur hluti ráðstefnunnar verður dagana 3. og 4. október og fer hann allur fram á ensku. Þá koma hingað margir af áhrifamestu læknum og sérfræðingum á sviði fíknlækninga og erfðafræði í heiminum í dag og gera grein fyrir rannsóknum og þekkingu á þessu sviði. Auk fyrirlestra verður boðið upp á málstofur sem fjalla m.a. um kannabis, fíkn og erfðir, þjálfun fagfólks og tengsl fíknar við sjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C.

Skráningargjald er 20.000 kr. Frítt fyrir nema og þá sem eru yngri en 25 ára en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á netfangið: saa@saa.is. Ath. að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til að sækja ráðstefnur.

Smelltu hér til að fara á ráðstefnuvefinn >>