Sölufólk vantar í Vesturbæ og Laugardal

Spessi_April 13, 2016168B9951-00008-EditSÁÁ leitar enn að öflugu sölufólki til að selja Álfinn. Einkum vantar fólk í hverfum 101, 104 og 107 í Reykjavík. Álfasalan verður 10. til 15. maí næstkomandi.

Þátttaka í álfasölu SÁÁ er frábær fjáröflunarleið fyrir einstaklinga og hópa. Margir flokkar og lið frá íþróttafélögum og hvers kyns samtökum víða um land nota álfasöluna til að safna fé til ferðalaga og félagsstarfs og margir einstaklingar ná sér í miklar tekjur á skömmum tíma með því að selja Álfinn þessa daga.

Álfurinn er boðinn til sölu um land allt og sölufólk fær úthlutað ákveðnu athafnasvæði, hvert fyrir sig.

Góð sölulaun eru í boði.

Áhugasamir hafið samband sem fyrst við Heimi í síma 824-7609 eða með tölvupósti á netfangið heimir@saa.is