Staða læknis laus til umsóknar

laeknir-888-679

Staða læknis á sjúkrahúsinu Vogi hjá SÁÁ er laus til umsóknar
Sóst er eftir lækni með áhuga á meðferð og þjónustu við fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra.

Hæfniskröfur:

  • Sérfræðilæknir úr flestum sérgreinum kemur til greina, s.s. geðlækningum, heimilislækningum og lyflækningum
  • Almennur læknir án sérfræðimenntunar kemur einnig til greina
  • Starfið krefst færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu, ásamt skipulögðum vinnubrögðum

Um starfið:
Starfið er fjölbreytt og gefandi, og felst í daglegri læknisþjónustu á sérhæfðu sjúkrahúsi ásamt vaktþjónustu. Starfið nýtist vel hverjum sem reynir, enda kemur fíknsjúkdómur við sögu í flestum sérgreinum læknisfræðinnar.

Helst er óskað eftir lækni í 100% starf en hlutastarf kemur til greina.

Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík eða í tölvupósti á saa@saa.is

Nánari upplýsingar veitir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri,
s. 824 7602, netfang: valgerdurr@saa.is