Staða sálfræðings laus til umsóknar

Laus er til umsóknar afleysingarstaða sálfræðings við Unglingadeild Sjúkrahússins Vogs. Starfshlutfall er 100% til eins árs. Staðan er laus nú þegar.

Helstu verkefni og ábyrgð sem um er að ræða:

  • Þátttaka í einstaklingsmiðaðri meðferðarvinnu og þjónustu við sjúklinga auk þverfaglegrar samvinnu.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.
  • Áhugi og reynsla af störfum með unglingum ásamt áfengis- og vímuefnamálum æskileg.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð.
  • Þekking, reynsla og áhugi á einstaklingsmiðaðri meðferðarvinnu er æskileg.
  • Þekking og reynsla í hugrænni atferlismeðferð og áhugahvetjandi samtalstækni.

Kjör fara eftir kjarasamningi SÁÁ og Sálfræðingafélags Íslands. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið ingunnh@saa.is eigi síðar en 19. júní.

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ í síma 530 7600, netfang: ingunnh@saa.is