Staðarfell – extreme makeover

Helgina 18 – 20 júlí sl., skundaði vaskur hópur manna & kvenna  á Staðarfell og tók heldur betur til hendinni. Sumarlokun á Staðarfelli var notuð sem tækifæri til að ráðast í ýmis nauðsynleg viðhaldsverkefni á húsinu. Og þrátt fyrir sumarlokun mætti Þóra matráður á Staðarfelli til fjölda ára og tók vel á móti hópnum og sjá til að allir höfðu nóg að bíta og brenna alla þessa helgi.

Ferðin var var vel skipulögð og áður en lagt var af stað voru haldnir famkvæmdafundir  í bænum, en um 10 sjálfboðaliðar fóru þessa ferð. Nýtt parket var lagt á setustofu og matstofu og málað og snurfusað víða í húsinu.

Hér má skoða nokkar myndir á  facebooksíðu Stuðningsfélags Staðarfells.

SÁÁ þakkar velunnurum sínum og tryggðartröllum í auðmýkt og gleði.