Stjórnmálafólk kynnir sér starfsemi SÁÁ

Það sem af er ári hafa fulltrúar frá tveimur stjórnmálaflokkum, Flokki fólksins og Framsóknarflokki, heimsótt SÁÁ og kynnt sér starfsemi samtakanna. Gestirnir skoðuðu sjúkrahúsið Vog og nýja og glæsilega meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi. Ljóst er að gestirnir höfðu áhuga á málefninu og margar hliðar áfengis- og vímuefnavandans voru ræddar.

Að sögn Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, skiptir miklu máli að fólk í stjórnmálum kynni sér meðferðarstarf í landinu og á SÁÁ von á fleiri góðum gestum á næstunni. „Fíknsjúkdómurinn er alvarlegur og dýr og krefst miklu meira opinbers fjármagns til heilbrigðisþjónustu en nú er veitt,“ segir Arnþór. „Útrýma þarf biðlistum eftir meðferð, en í dag er stöðugur biðlisti inn á sjúkrahúsið Vog um 330 einstaklingar, og einnig þarf að auka möguleika á inngripum í göngudeildum eftir meðferð.“

Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Valgerður Rúnarsdóttir, Inga Sæland og Arnþór Jónsson

Willum Þór Þórsson, Þórunn Egilsdóttir, Ásgerður Björnsdóttir, Ásgrímur G. Jörundsson, Ingunn Hansdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir