Sumarlokanir hjá SÁÁ

Sumarlokanir ganga fyrst í gildi hjá SÁÁ frá og með mánudeginum 26. júní.

Göngudeildin í Von, Efstaleiti 7, Reykjavíkog meðferðarstöðin á Vík verða lokaðar frá 26. júní til 8. ágúst. Göngudeildin Hofsbót 4, Akureyri, verður lokuð frá 10. júlí til 21. ágúst.

Engar sumarlokanir eru á sjúkrahúsinu Vogi og á Staðarfelli verður starfsemin einnig með óbreyttu sniði yfir hásumarið að þessu sinni.