Sveinbjörg Birna gestur Heiðursmanna

Gestur Heiðursmanna fimmtudaginn 8. október er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.

Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund.

sveinbjorg_birna_myndÁ fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er lögfræðingur og var sjálfstætt starfandi lögmaður áður en hún var kjörin borgarfulltrúi vorið 2014. Hún á nú sæti í borgarráði og er fyrrverandi formaður Landssambands framsóknarkvenna. Nánari upplýsingar um feril hennar má lesa hér.