Takið vel á móti Álfinum

sgÍ lok árs 1977 komu nokkrir menn saman og lögðu á ráðin um að gera breytingar á meðferðarmálum áfengis- og vímuefnasjúklinga á Íslandi. Í byrjun október var boðið til stofnfundar í Háskólabíó og SÁÁ voru stofnuð sem landssamtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Á þeim rétt tæplega 40 árum sem liðin eru síðan hafa orðið gífurlegar breytingar á meðferðarmálum áfengis og vímuefnasjúklinga og aðstandenda þeirra hér á landi.

Að fara frá koti í höll

Aðbúnaður og umhverfi sjúklinga í upphafi starfsdaga SÁÁ var oft þröngur og óöruggur. Húsin voru gömul og alls ekki í góðu standi en reynt var að gera þetta sem bærilegast fyrir alla og margir eiga góðar minningar frá Reykjadal, Langholtsskóla, Silungapolli, Sogni og Staðarfelli frá þessum árum.

Með mikilli bjartsýni og áræðni og ekki síst framsýni yfirmanna og stjórnenda SÁÁ, stuðningi stjórnvalda — og ekki má gleyma velvild almennings sem hefur stutt starfsemina alla tíð með miklum velvilja — hafa samtökin byggt upp yfirgripsmikla meðferð sem tekur til allra þátta áfengis- og vímuefnafíknsjúkdóma og hliðarverkana þess sjúkdóms. SÁÁ hefur lagt mikla áherslu á meðferð fjölskyldu sjúklinga og haft sérstaka meðferð fyrir börn sem eru í áhætttu með árunum og reynslu hefur meðferð SÁÁ orðið meira sértækari, sérstök meðferð fyrir endurkomukarla hefur verið í boði frá 1987, sérstök kvennameðferð frá 1995. Fleira mætti nefnd, svo sem sérstaka unglingameðferð, viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla og búsetuúrræði.

Aukin þekking á fíknisjúkdómum síðustu áratuga hefur verið löguð að meðferðinni hjá SÁÁ og aukið árangur meðferðarinnar til muna.
Aðgengi að meðferð hjá SÁÁ hefur alla tíð verið auðvelt og engar girðingar sem torvelda aðgang að þjónustu hvort sem litið er til innlagnar á Sjúkrahúsið Vog eða göngudeildar bæði á Akureyri og Reykjavík.

Þegar horft er til framtíðar og starfsemi SÁÁ er ástæða til bjartsýni. SÁÁ hefur sett kraft í frekari uppbyggingu og er að ráðast í miklar byggingaframkvæmdir á landi sínu á Kjalarnesi.

Í upphafi maímánaðar ár hvert er Álfasölutími hjá SÁÁ. Álfasalan er fjáröflun samtakanna og gerir þeim kleift að bjóða sínum skjólstæðingum þjónustu umfram það lágmark sem stjórnvöld greiða fyrir.

Með ósk um góða Álfa-móttöku af hálfu allra landsmanna.

Sigurður Gunnsteinssson
Áfengis og vímefnaráðgjafi
NCAC