Ársrit SÁÁ

Upplýsingar frá 1977-2018

SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna frá 1977-2018. Í 1. hefti er texti með umfjöllun en í 2. hefti eru tölulegar upplýsingar á töflum, línuritum og öðrum grafískum myndum. Þórarinn Tyrfingsson er höfundur ritsins en útgefandi er SÁÁ.

Innlagnir 2019
Vogur
Einstaklingar 2019
Vogur

Minnisblöð

SÁÁ tekur reglulega saman minnisblöð með ýmsum upplýsingum fyrir stjórnvöld og einstaklinga.

Þessar upplýsingar eru allar gerðar opinberar og birtar hér á vefnum.

Greinargerð um þjónustu SÁÁ

Út er komin greinargerð um þjónustu SÁÁ fyrir árið 2019. Í henni er farið yfir meðferðarþjónustu samtakanna á Sjúkrahúsinu Vogi, meðferðarstöðinni Vík og á göngudeildum. Samhliða er kostnaðargreining sem byggir á bókhaldi 2019.

Í greinargerðinni er fjallað um fjölbreytt meðferðarúrræði fyrir mismunandi hópa. Hún ætti sérstaklega að nýtast heilbrigðisstarfsfólki, starfsfólki innan félagsþjónustunnar og skólakerfisins en er ætluð öllum sem láta sig fíkn varða.

Opna greinargerð

 

Kostnaður við rekstur Vogs er 983.611.283 kr.

Ríkisframlag er 796.072.800 kr.
%

Kostnaður við rekstur Víkur er 374.328.653 kr.

Ríkisframlag er 232.727.200 kr.
%

Kostnaður við rekstur göngudeilda er 195.926.865 kr.

Ríkisframlag er 100.000.000 kr.
%