Ársrit SÁÁ
Upplýsingar frá 1977-2015
Ársrit meðferðarsviðs SÁÁ 2016 var gefið út í tveimur heftum. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu SÁÁ fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á tímabilinu 1977-2015. Í 1. hefti er texti með umfjöllun en í 2. hefti eru tölulegar upplýsingar á töflum, línuritum og öðrum grafískum myndum. Þórarinn Tyrfingsson er höfundur ritsins en útgefandi er SÁÁ.
2017: 2219 innlagnir á Vog
(1665 einstaklingar)
Minnisblöð
SÁÁ tekur reglulega saman minnisblöð með ýmsum upplýsingum fyrir stjórnvöld og einstaklinga.
Þessar upplýsingar eru allar gerðar opinberar og birtar hér á vefnum.
Greinargerð um þjónustu SÁÁ
SÁÁ sinnir fyrst og fremst þeim geðheilbrigðisvanda sem fíknsjúkdómurinn veldur og snertir einstaklinga, börn þeirra, fjölskyldur og samfélagið allt. Fá dæmi eru um almannaheillasamtök sem njóta velvildar og stuðnings líkt og SÁÁ gerir. Þjónustan er heildstæð og samfelld og skapar mikil verðmæti í samfélaginu.
Greinargerð um þjónustu SÁÁ var gefin út í mars 2018. Í henni er gerð grein fyrir viðbúnaði og þjónustumagni meðferðarþjónustu SÁÁ árið 2017, samhliða kostnaðargreiningu sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi 2017.
Opna greinargerð um þjónustu SÁÁ
Kostnaður við rekstur Vogs er 925.354.052 kr.
Kostnaður við rekstur Víkur er 327.397.855 kr.
Kostnaður við rekstur göngudeilda er 177.989.622 kr.