Taugalæknir gestur Heiðursmanna

Björn Logi Þórarinsson, sérfræðingur í taugalækningum á Landspítalanum, verður gestur Heiðursmanna á næsta fundi, sem haldinn verður fimmtudaginn 3. desember.

Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður. Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.

bjo l thBjörn Logi Þórarinsson er fjölmörgu SÁÁ fólki að góðu kunnur. Hann starfaði hjá samtökunum á námsárum sínum og á nú sæti í framkvæmdastjórn SÁÁ og er einnig í miklu návígi við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn og afleiðingar hans í starfi sínu sem sérfræðilæknir á taugalækningadeild Landspítalans. Áhrif áfengis og vímuefna á taugakerfið verða efst á blaði í máli Björns Loga á fundinum á fimmtudag.