Mikilvægt að ekki var um trúnaðarbrest að ræða

pv

Persónuvernd hefur úrskurðað varðandi mál SÁÁ og lagt á samtökin þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt. Tildrög sektarinnar eru þau að í júlí sl. tilkynnti SÁÁ öryggisbrest til Persónuverndar eftir að í ljós kom að fyrrverandi starfsmaður SÁÁ hafði í fórum sínum gögn frá samtökunum. Í kjölfarið voru umrædd gögn afhent Embætti landlæknis.

„Við erum ánægð að málinu sé lokið og það mikilvægasta fyrir okkar skjólstæðinga er að ekki var um trúnaðarbrest að ræða,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Hann segir úrskurðinn gefa góða mynd af stöðu SÁÁ gagnvart Persónuvernd í dag og að niðurstaðan sé ásættanleg fyrir samtökin og skjólstæðinga SÁÁ.

Niðurstaða Persónuverndar

Persónuverndarstefna SÁÁ