"Þetta eru kærleikstónleikar"

„Þetta eru kærleikstónleikar, fullir af ást og friði“ segir Bubbi Morthens um tónleikana sem hann ætlar að halda til styrktar SÁÁ fimmtudaginn 20. nóvember klukkan 20.

„Ég spila eitthvað af nýjum lögum, það er frítt fyrir alla og það eru allir velkomnir,“ bætir Bubbi við áður en hann rýkur úr símanum á æfingu.

Tónleikar Bubba fara fram í Von, Efstaleiti. Þeir eru haldnir til þess að minna á átak SÁÁ, Treystum baklandið sem nú stendur yfir. Það snýst um að hjálpa veikustu sjúklingunum með nýju meðferðarúrræði þar sem boðin verður lengri meferð en nú eru til staðar.

Eins og Bubbi sagði er aðgangur að tónleikunum ókeypis. Þeim sem vilja styrkja málefnið er hins vegar bent bent á símanúmerin:

903-1001 fyrir 1000 króna stuðning
903-1003 fyrir 3000 króna stuðning
903-1005 fyrir 5000 króna stuðning