Þingmenn Miðflokksins heimsóttu SÁÁ

Þingmenn Miðflokksins heimsóttu í dag sjúkrahúsið Vog og nýja eftirmeðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi.

Á myndinni, talið frá vinstri: Þorsteinn Sæmundsson, Torfi Hjaltason, Ásgerður Björnsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Jón Pétursson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Þóra Björnsdóttir, Ingunn Hansdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Birgir Thorarinsson og Sigurður Páll Jónsson

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, og Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, tóku á móti gestunum, ásamt sérfræðingum SÁÁ á meðferðarsviði, sýndu þeim sjúkrahúsið og nýju meðferðarstöð samtakanna. Í heimsókninni var umfangsmikið starf samtakanna kynnt, farið yfir stöðu biðlistans á Vogi og fjárframlög vegna áfengis- og vímuefnavandans rædd.

Minnisblað vegna biðlista á sjúkrahúsið Vog >