Þingmenn Sjálfstæðisflokks kynna sér starfsemi SÁÁ

Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins kynntu sér umfangsmikla starfsemi SÁÁ í gær. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, og Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, sýndu þeim sjúkrahúsið Vog og nýja meðferðarstöð samtakanna á Vík á Kjalarnesi.  Í heimsókninni fór Valgerður yfir þá þjónustu sem SÁÁ veitir fólki með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra ásamt því að skýra frá framtíðarsýn samtakanna.

Þingflokkur Sjálfstæðismanna sýndi málefninu mikinn áhuga og lýsti yfir ánægju með móttökurnar. Heimsóknin er liður í að kynna fyrir stjórnmálafólki faglegt starf SÁÁ, umfang þjónustunnar og þrönga stöðu samtakanna. SÁÁ hefur í mörg ár óskað eftir samtali við stjórnvöld um stefnumótun til framtíðar í þessum málaflokki.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks ásamt hluta af starfsliði SÁÁ fyrir utan sjúkrahúsið Vog.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks ásamt hluta af starfsliði SÁÁ fyrir utan meðferðarstöðina Vík á Kjalarnesi.