Þjónusta SÁÁ í sumar

shutterstock_1330468094

Sjúkrahúsið Vogur og göngudeildir SÁÁ, í Reykjavík og á Akureyri, verða opnar í sumar.

Meðferðarstöðin á Vík, Kjalarnesi, verður lokuð frá 26. júní – 7. ágúst.

Viðtalsþjónusta
Viðtalsþjónusta við ráðgjafa á göngudeild er veitt alla virka daga, bæði fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur. Ekki er þörf á að bóka fyrsta tíma, hægt er að mæta milli kl. 9.00 og 10.00 alla virka morgna.

Dagmeðferð
Dagmeðferð er rekin í göngudeild í Reykjavík. Til að komast í hana þarf að koma í viðtal við ráðgjafa eða framvísa tilvísun frá lækni að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi. Dagmeðferð er frá kl. 13.00-15.00, fjóra daga vikunnar, frá mánudögum-fimmtudaga í fjórar vikur. Að því loknu einu sinni í viku í þrjá mánuði á föstudögum milli 13:00 og 14:00.

Eftirfylgni
Að lokinni meðferð á sjúkrahúsinu Vogi, inniliggjandi eftirmeðferð á Vík, eða dagmeðferð í göngudeild er boðið upp á eftirfylgni á göngudeildum SÁÁ í allt að 12 mánuði. Mismunandi hópar fá mismunandi úrræði.

Stuðningur
Stuðningshópur er í boði alla virka daga milli kl. 10:30 og 11:30. Aðgangur í styuðningshópinn er í gegnum ráðgjafa eða með tilvísun frá lækni á Vogi.

Opin fyrirlestraröð fyrir alla
Boðið er upp á fyrirlestra í göngudeildinni í Reykjavík fjóra daga vikunnar, mán.-fim. kl. 13.00. Fyrirlestrarnir eru í boði fyrir alla sem vilja afla sér þekkingar um fíknsjúkdóminn.

Gleðilegt sumar!