Þórarinn gestur Heiðursmanna

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, verður gestur á næsta fundi Heiðursmanna sem haldinn verður fimmtudaginn 27. apríl.

Þórarinn verður sjötugur í næsta mánuði. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli sér senn að láta af starfinu sem hann hefur gegnt hjá SÁÁ frá því ári eftir að samtökin voru stofnuð en fjörutíu ára afmæli SÁÁ verður fagnað í haust. Það er fyllsta tilefni til að Heiðursmenn helgi fundinn Þórarni og starfi hans fyrir samtökin á þessum tímamótum.

Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Fundir hefjast klukkan 12 á hádegi og standa í um klukkustund.

Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður