Þórarinn hlýtur verðlaun Velferðarsjóðs barna

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, hlýtur barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna fyrir árið 2016 fyrir  meðferð á fíknisjúkdómum meðal unglinga og vinnu að forvörnum.

„Það starf hefur oft á tíðum verið það eina sem samfélagið hefur haft upp á að bjóða á þessu sviði og hefur í alla staði verið til fyrirmyndar,“ segir í niðurstöðum stjórnar Velferðarsjóðs barna þar sem greint er frá valinu.

Í viðtali sem tekið var við Þórarin í Kastljósi RÚV í gærkvöldi í tilefni af veitingu verðlaunanna skýrði hann frá því að hann ætlaði að láta verðlaunaféð, sem er veitt honum persónulega, renna til þess að hefja rannsókn á vegum SÁÁ á þeim árangri sem forvarnar og meðferðarstarf meðal unglinga hefur borið hér á landi.

„Okkur vantar upplýsingar um hverju hin ýmsu inngrip skila og hverju þau breyta í vímuefnaneyslunni,“ sagði Þórarinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild á vef RÚV með því að smella hér.