Þorgerður Katrín heimsækir Vík

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður hennar, heimsóttu í gær nýja eftirmeðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi.

Talið frá vinstri: Torfi Hjaltason, María Rut Kristinsdótir, Ásgerður Björnsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Þóra Björnsdóttir

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, og Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, tóku á móti gestunum, ásamt sérfræðingum SÁÁ á meðferðarsviði, og sýndu þeim nýju meðferðarstöð samtakanna. Í heimsókninni var umfangsmikið starf samtakanna kynnt, farið yfir stöðu biðlistans á Vogi og fjárframlög vegna áfengis- og vímuefnavandans rædd.  Í dag eru 602 einstaklingar á biðlista eftir að komast að á Vogi og hefur biðlistinn aldrei verið jafn langur í 41 árs sögu samtakanna.