Þorrablót Skemmtiklúbbs SÁÁ

Þorrinn gengur í garð föstudaginn 23. janúar og daginn eftir, laugardaginn 24. janúar, heldur Skemmtiklúbbur SÁÁ heldur þorrablót sitt í Von Efstaleiti 7.

Glæsilegt þorrahlaðborð verður borið fram og fjölbreytt skemmtiatriði. Víkingasveitin leikur síðan fyrir dansi til klukkan eitt eftir miðnætti.

Húsið verður opnað klukkan 19.00. Aðeins eru 100 miðar í boði og er miðasala í afgreiðslunni í Von á skrifstofutíma um virka daga. Nánari upplýsinga veitir Hilmar í síma 824 7646.