Þorrablót Skemmtiklúbbs SÁÁ

Ari Eldjárn, Magnús Scheving og Sigríður Klingenberg skemmta á þorrablóti Skemmtiklúbbs SÁÁ sem haldið verður í Von Efstaleiti 7 laugardaginn 24. janúar. Enn eru nokkrir miðar óseldir.

Húsið verður opnað klukkan 19 á laugardaginn og borðhald hefst klukkan 19.30. 28 rétta matseðill verður í boði og ekki bara þorramatur heldur eithvað fyrir alla.

Undir borðum mun Magnús Scheving flytja minni kvenna og Sigríður Klingenberg minni karla. Ari Eldjárn verður síðan með uppistand en að því loknu leikur Víkingasveitin fyrir dansi til klukkan 1 eftir miðnætti.

Eins og fyrr sagði eru nokkrir miðar enn óseldir. Miðaverð er 6.500 krónur.Miðasala er í Von, Efstaleiti 7, á skrifstofutíma. Síminn þar er 5307600 á skrifstofutíma.