Ung SÁÁ: Uppistand, brettaferð og fleira

Ung SÁÁ eru tekin til starfa á ný og er stjórnin nú að blása lífi í félagssstarfið undir stjórn formannsins Evu Árnadóttur.

Ung SÁÁ eru félagsskapur fyrir fólk yngra en 35 ára og er markmiðið að vera með að minnsta eina skemmtun í hverjum mánuði, venjulega klukkan átta á sunnudagskvöldum.

Fyrsta skemmtun vetrarins var uppistandskvöld þar sem Ari Eldjárn og Björn Bragi fylltu salinn í Von Efstaleiti og fengu frábærar undirtektir. Einnig var haldið spilakvöld 28. desember. Hápunktur vetrarstarfsins verður brettaferð sem verið er að undirbúa og stendur til að fara í febrúar og mars.

Allar uppákomur Ung SÁÁ eru auglýstar á samnefndri Facebook-síðu þar sem um 1500 manns fylgjast með.

„Við fáum rosalega mikið út úr þessu sjálf,” segir Eva. „Bæði bata, og það að kynnast fólki og vera fyrirmyndir.”

Fréttin birtist fyrst í SÁÁ blaðinu, 3. tbl. 2014, sem er dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu í dag. Hægt er að lesa blaðið á netinu með því að smella hér.