Unga fólkið þarf á okkur öllum að halda

Nú fer í hönd tími samvista við fjölskyldu og ástvini. Fyrir marga getur þetta verið ljúfasti tími ársins á meðan aðrir eiga jafnvel hvergi höfði sínu að halla. Aðstandendur fólks með fíknsjúkdóm eru oft með miklar áhyggjur á þessum árstíma og við vitum að mörg börn kvíða jólum og stórhátíðum.

Það sem af er þessu ári hafa komur á sjúkrahúsið Vog verið 2141. Fjöldi einstaklinga sem lagst hafa inn er 1637, og hafa sumir þurft að koma oftar en einu sinni. Konur eru um þriðjungur skjólstæðinga samtakanna, um 600 nýir sjúklingar komu til meðferðar, frá öllum landshlutum, og svo hefur verið í áratugi.

Margir eru að bíða eftir innlögn en 631 einstaklingur er nú á biðlista eftir meðferð inn á sjúkrahúsið Vog. Þörfin er brýn og vandinn fer vaxandi. Það finnur starfsfólk SÁÁ alla daga.

Meirihluti þeirra sem þegið hafa meðferð á árinu 2018 er ungt fólk, rúm 60% skjólstæðinga SÁÁ eru 39 ára og yngri. Flestir eiga börn og þeir sem eldri eru eiga barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að einstaklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi.

Innritanir 2141
%
Einstaklingar 1637
%
%
39 ára og yngri
%
Konur
%
Karlar