Upplýsingar til þeirra sem sækja þjónustu hjá SÁÁ

 

Öll skráning heilbrigðisþjónustunnar er í sjúkraskrárkerfi SÁÁ, starfsemin lýtur lögum
um heilbrigðisþjónustu, lögum um heilbrigðisstarfsmenn, lögum um sjúkraskrá o.fl.
Þjónustan er að mestu veitt með samningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd
heilbrigðisráðuneytisins og er undir eftirliti landlæknis.

Persónuverndarstefnu SÁÁ um meðferð persónuupplýsinga, má finna hér.

Öryggismyndavélar eru í opnum rýmum á meðferðarstöðvum SÁÁ.

Þátttaka í meðferð byggir á nokkrum mikilvægum grundvallarreglum um samskipti og
traust. Brot á þessum reglum geta leitt til þess að meðferðinni verði hætt.

Starfsfólki SÁÁ ber að sýna öllum virðingu, jafnræði, umhyggju, fagmennsku og
trúnað.

Samskiptareglur fyrir skjólstæðinga:

 • Að mæta stundvíslega í úrræði og láta vita fyrirfram af seinkun eða forföllum
 • Að segja starfsfólki frá vímuefna-, lyfja- og/eða áfengisneyslu minni
 • Að vera fús til þess að taka vímuefnapróf sé þess óskað
 • Að sýna tillitssemi, nærgætni og virðingu
 • Að sýna fullan trúnað við það sem kemur fram í meðferðinni frá öðrum eða um aðra,
  og segja aldrei frá einkamálum annarra
 • Að vera ekki með myndrænar eða ítarlegar frásagnir af neyslu, erfiðri reynslu eða
  hvers kyns ofbeldi fyrir aðra skjólstæðinga í meðferðinni
 • Að vera ekki ógnandi í orðum eða gerðum, og sýna ekki áreiti eða ofbeldi
 • Að neyta alls ekki áfengis eða annarra vímuefna/lyfja á meðan á meðferð stendur
 • Að þiggja meðferð SÁÁ af fúsum og frjálsum vilja og taka þátt í meðferðardagsskrá
  eins og heilsa leyfir
 • Að ræða það við starfsfólkið ef ákvörðun er tekin um að hætta í meðferðinni