Upplýsingar vegna Covid-19 viðbúnaðar hjá SÁÁ

Hjá SÁÁ er sem fyrr mikill viðbúnaður vegna smitvarna á öllum starfsstöðvum og lagt kapp á að minnka líkur á Covid-19 sýkingu eins og mögulegt er.

mars 2021 

Sjúkrahúsið Vogur

Allir einstaklingar eru áfram skimaðir fyrir innritun og koma inn með neikvætt strok eða staðfesta lækningu vegna Covid-19. Ritarar bóka tíma í skimun á göngudeild Vogs fyrir innlagnardag. Umfangið er nú aukið í 50 sjúklinga á Vogi á hverjum tíma. Almennar sóttvarnir með handþvotti, sótthreinsun, umgengnishólf eru þrjú: kvenna, karla og ungmenna 25 ára og yngri, þ.e. matsalur, svefngangar, grúppur, setustofur. Áfram er 2 m bil mögulegt en viðhaft a.m.k. 1 m bil í allri starfssemi. Starfsmenn nota almennt maska og alltaf ef minna en 2 metrar eru frá næsta einstaklingi og hanska við aðhlynningu.

Eftirmeðferðarstöðin Vík

Óbreytt starfssemi fyrir báðar deildir (karla og kvenna) 61 manns, með sóttvörnum sbr. að ofan fyrir sjúklinga og starfsmenn.

Göngudeildir SÁÁ

Staðþjónusta hefur opnað á ný með þeim takmörkunum sem gilda. 20 manna hámark og 2ja metra regla eða grímu. Úrræðin í göngudeild fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur eru að opna hvert af öðru, en einnig eru fjarviðtöl veitt. Sálfræðiþjónusta barna er veitt óbreytt sem fyrr, með almennum sóttvörnum.

Efstaleiti 7, Von, er opið með takmörkunum s.s. að lokað er fyrir gestum, fundum og félagsstarfi. Þetta verður endurskoðað næst 10. mars.

Lyfjameðferð við ópíóíðafíkn er alltaf sinnt frá göngudeild Vogs, með færri komum og snertingum á tímabilum. Almennar sóttvarnir, maskar og/eða 2 metrar á milli einstaklinga.

Búsetuúrræðið Vin

Heimsóknir barna eru nú leyfðar en ekki annarra gesta. Almennar sóttvarnir og þekkt viðbrögð við grun um smit.

Nákvæmari sóttvarnarreglur SÁÁ voru sendar til Embættis landlæknis síðast í janúar 2021 á grundvelli 6. greinar nýjustu reglugerðar frá heilbrigðisráðuneytinu nr. 5/2021 11.1.2021