Upplýsingar vegna Covid – 19 og áhrif á starfsemi SÁÁ

Uppfært: Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 7. október 2020.

Hjá SÁÁ er sem fyrr mikill viðbúnaður vegna smitvarna á öllum starfsstöðvum og lagt kapp á að minnka líkur á Covid-19 sýkingu eins og mögulegt er.

SÁÁ mun halda úti þjónustu eins og mögulegt er, og rúmast innan fyrirmæla yfirvalda.

Sjúkrahúsið Vogur:

Starfsemi eins og áður með aðlögun.

Nú eru 2 metra fjarlægðarmörk skylda, við það takmarkast fjöldi sjúklinga sem hægt er að sinna á sjúkrahúsinu Vogi og því óhjákvæmilega færri innritanir tímabundið.

Lyfjameðferð við ópíóíðafíkn er áfram sinnt frá göngudeild Vogs

Ekki verður tekið við sendingum til sjúklinga

Eftirmeðferðarstöðin Vík:

Starfsemi með aðlögun vegna 2 metra fjarlægðarmarka

Von – Göngudeild, Efstaleiti og Akureyri:

Ráðgjafaviðtöl og einstaklingsviðtöl verða í síma og/eða fjarfundabúnaði til a.m.k. 21. október.

Sálfræðiþjónusta barna, óbreytt. Nánari upplýsingar varðandi sóttvarnir í síma 530-7600.

Meðferðarhópar, falla niður.

12 spora fundir og félagsstarf liggur niðri til a.m.k. 1. nóvember 2020.

 

Sjá einnig covid.is fyrir nánari upplýsingar frá yfirvöldum.