Upplýsingar vegna Covid-19 viðbúnaðar hjá SÁÁ

Hjá SÁÁ er sem fyrr mikill viðbúnaður vegna smitvarna á öllum starfsstöðvum og lagt kapp á að minnka líkur á Covid-19 sýkingu eins og mögulegt er.

Hertar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19

Breytingar á þjónustu SÁÁ vegna nýrra fyrirmæla yfirvalda sem taka gildi 25.3.2021:

Þjónusta á sjúkrahúsinu Vogi, eftirmeðferðarstöðinni Vík og í viðhaldsmeðferð er áfram opin óbreytt og veitt með þeim sóttvarnaraðgerðum sem hafa verið viðhafðar. Skimað er fyrir Covid-19 fyrir innlögn og fjöldi einstaklinga aðlagaður að þeim reglum sem heilbrigðisstofnunin hefur haldið.

Göngudeildir SÁÁ verða áfram opnar en með mun meiri takmörkunum vegna 10 manna hámarks, 2ja metra fjarlægðarmarka og grímuskyldu. Reynt verður að halda úti úrræðum eins og mögulegt er og rúmast innan nýrra fyrirmæla yfirvalda. Hér má sjá nánar um framhald þeirra úrræða sem eru í gangi í dag:

  • Grunnmeðferð verður haldin fimmtudag og föstudag samkvæmt áætlun. Hún fer aftur af stað eftir páska, sjá nánar hér á síðunni síðar.
  • Eftirfylgni kvenna verður fimmtudag 25.3 samkvæmt áætlun.
  • Dagmeðferð (M-hópur) heldur áfram á fimmtudag og fram að páskum.
  • Meðferð við spilafíkn heldur áfram.
  • Aðstandandanámskeiði lýkur á morgun fimmtudag samkvæmt áætlun.
  • Foreldranámskeið heldur áfram óbreytt samkvæmt áætlun.
  • Sálfræðiþjónusta barna heldur áfram en með 2ja metra reglu og grímuskyldu
  • U-hópur, Ungmennahópur, lokar í 3 vikur en hægt að panta viðtöl
  • Efirfylgni endurkomumanna (Víkinga ) verður með hefðbundnu sniði, daganna 30.03 og 31.03

Dagskrá göngudeilda SÁÁ og fyrirkomulag hópmeðferða getur breyst enn frekar vegna fjöldatakmarkana.

Áfram verður opið fyrir einstaklingsviðtöl. Hægt er að hringja og panta viðtal á staðnum eða í fjar/símaþjónustu 5307600.

Allar frekari breytingar verða tilkynntar hér á síðunni.