Upplýsingar vegna Covid – 19 og áhrif á starfsemi SÁÁ

Hjá SÁÁ er sem fyrr mikill viðbúnaður vegna smitvarna á öllum starfsstöðvum og lagt kapp á að minnka líkur á Covid-19 sýkingu eins og mögulegt er. Það hefur ekki komið upp smit meðal sjúklinga ennþá, en þegar/ef það gerist mun starfssemin augljóslega breytast fljótt og enn frekar.

SÁÁ mun halda úti þjónustu eins og mögulegt er, og rúmast innan fyrirmæla yfirvalda.

Sjúkrahúsið Vogur: 

Starfssemi eins og áður með aðlögun.

Nú eru 2ja metra fjarlægðarmörk aftur skylda, við það takmarkast fjöldi sjúklinga sem hægt er að sinna á sjúkrahúsinu Vogi og því óhjákvæmilega færri innritanir tímabundið.

Lyfjameðferð við ópíóíðafíkn er áfram sinnt frá göngudeild Vogs

Ekki verður tekið við sendingum til sjúklinga

Eftirmeðferðarstöðin Vík: 

Óbreytt starfsemi með aðlögun vegna 2ja metra fjarlægðarmarka

Göngudeild Efstaleiti 7, Von:

Sálfræðiþjónusta barna verður óskert fyrir 15 ára og yngri, passað verður uppá smitvarnir samkvæmt fyrirmælum almannavarna.

Ungmennahópur og foreldrafræðsla/hópur halda áfram

Húsið er lokað að öðru leyti fyrir aðra starfssemi eins og fundi eða félagsstarf, til 18.ágúst eða þar til frekari fyrirmæli yfirvalda eru ljós

Opnun annarrar þjónustu í göngudeild sem fyrirhuguð var 18. ágúst eftir sumarlokanir, verður í samræmi við fyrirmæli yfirvalda á þeim tíma

Akureyri:

Göngudeildarþjónusta. Óbreytt þjónusta frá 10.ágúst,passað verður uppá smitvarnir samkvæmtfyrirmælum almannavarna.