Upplýsingar vegna Covid-19 smita á sjúkrahúsinu Vogi

Eitt Covid-19 smit greindist hjá sjúklingi á sjúkrahúsinu Vogi þann 24.10 sl. og fór viðkomandi strax í einangrun og 17 aðrir sem voru á sömu deild eða útsettir á annan hátt voru sendir í sóttkví. Þrír starfsmenn fóru einning í sóttkví. Þann 26/10 greindist starfsmaður smitaður af Covid-19 sem leiddi til að einn annar starfsmaður fór í sóttkví en engir sjúklingar. Aðgerðir eru unnar í samvinnu við rakningarteymið.

Öllum innlögnum á Vog hefur verið frestað frá 25/10. Dagana 27-28/10 fara allir starfsmenn á Vogi/Vík og einnig allir inniliggjandi sjúklingar á Vogi, í sýnatöku.

Ef allt kemur vel út úr þeirri skimun, treystum við okkur til að taka við nýjum innlögnum á Vog. Það er í fyrsta lagi fimmtudaginn 29/10.

Við hörmum að þurfa að fresta innlögnum en efst í huga okkar núna er að tryggja velferð sjúklinga og starfsmanna, og draga úr líkum á Covid-19 smiti eins og frekast er unnt.