Upplýsingarit um þjónustu SÁÁ frá 1977-2018

SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna frá 1977-2018.

Í 1. hefti er texti með umfjöllun en í 2. hefti eru tölulegar upplýsingar á töflum, línuritum og öðrum grafískum myndum. Þórarinn Tyrfingsson er höfundur ritsins en útgefandi er SÁÁ.

Samtökin hafa safnað veigamiklum og dýrmætum upplýsingum um þá sem leita sér meðferðar vegna áfengis- og vímuefnavandans allar götur frá árinu 1977 og haldið utan um þær í stórum gagnagrunni sem kallaður er Gagnagrunnur Vogs.

Upplýsingarnar úr gagnagrunninum á Vogi eru mikilvægar heilbrigðisupplýsingar sem heilbrigðisstarfsmenn, starfsfólk velferðarþjónustunnar, stjórnmálafólk, stjórnsýslufólk, embættismenn og ráðamenn ættu að kynna sér svo upplýsingarnar nýtist öllum almenningi til betra heilsu og velferðar.

Úr þessum gagnagrunni hefur SÁÁ skipulega veitt upplýsingar til fjölmiðla og í ársskýrslum sem vonandi hafa nýst öðrum, einkum stjórnsýslunni til forvarna og stefnumörkunar.