Uppsagnir dregnar tilbaka

Valgerður Rúnarsdóttir læknir á vogi

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Um leið dregur framkvæmdastjórnin til baka uppsagnir allra þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót.

„Þetta var góð niðurstaða hjá framkvæmdastjórn samtakanna,“ segir Valgerður. „Við hjá SÁÁ höfum mikið verk að vinna og það er hugur í starfsfólkinu sem stendur saman í þrengingunum sem eru fyrirséðar þetta árið.“

Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ tekur í sama streng. „Ég fagna þessari ákvörðun forstjórans. Hún hefur nú óbundnar hendur við þær sparnaðaraðgerðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja greiðsluhæfni félagsins.“ Arnþór telur að með þessari ákvörðun megi tryggja starfsfrið og áframhaldandi árangur af því frábæra meðferðarstarfi sem SÁÁ hefur skilað hingað til.