Upptökur frá afmælisráðstefnu SÁÁ

Afmælisráðstefna SÁÁ um fíkn, sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica dagana 2.-4. október síðastliðinn, var öll kvikmynduð og viðtöl tekin við fyrirlesara og gesti. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á upptökurnar og er efnið sett á vefinn jafnóðum og það er tilbúið.

Hér má nálgast upptökurnar >>

Ráðstefnan stóð yfir í 3 daga og var umfangsmikil, alls voru fluttir 40 fyrirlestrar, haldin voru fjögur málþing og boðið upp á fjórar málstofur. Allt þetta efni, ásamt viðtölum, mun verða aðgengilegt hér á vefnum á næstu dögum.