Úrræðaleysi í málefnum ungra vímuefnaneytenda?

Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla, verður næsti gestur Heiðursmanna SÁÁ fimmtudaginn 2. október n.k.

Samkvæmt frétt Stöðvar 2 sl. sunnudag fóru 114 börn undir 18 ára aldri í meðferð við tilfinningavanda og fíkniefnaneyslu.

Þórður er einn skólastjóra í Breiðholti og Árbæ sem hafa unnið að því að finna leiðir svo hægt sé að ná til barna í áhættuhópi áður en þau verða miklir fíklar.

Léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Heiðursmenn SÁÁ er félagsskapur velunnara SÁÁ sem hittast reglulega og vinna að hagsmunamálum SÁÁ. Þeir hittast annan hvern fimmtudag til að ræða landsins gagn og nauðsynjar og taka á móti gestum.

Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.