Vandi unglinga er alvarlegur og langvinnur

Margir eru vantrúaðir á að vímuefnavandi unglinganna geti verið eins alvarlegur og hjá þeim fullorðnu – telja að flestir unglingar vaxi upp úr þessu eða á ferðinni séu önnur vandamál óskyld vímuefnaneyslunni. Þó að þetta geti komið fyrir er fagfólkið sem vinnur með þessa unglinga þó smám saman að gera sér grein fyrir að líklega er vímuefnavandinn jafnalvarlegur og þrálátur hjá unglingunum og hjá þeim eldri. Vímuefnavandinn eignast fljótt sitt eigið líf hjá þeim ungu og verður erfiður viðfangs, hverjir sem orsakaþættirnir eru í fyrstu.

Ef litið er yfir upplýsingarnar um unglingahópinn sem til eru í gagnagrunninum á Vogi  er ljóst að þegar áfengis- og vímuefnasjúkdómurinn er greindur hjá svo ungum einstaklingum er hann oft langvinnur og ríkjandi. Slík greining útilokar ekki aðrar greiningar en er í sjálfu sér mjög alvarleg. Engin sjúkdómur er jafn algengur og skeinuhættur unglingunum. Tölulegar upplýsingar um hversu margir hafa leitað meðferðar á Vog fyrir 20 ára aldurinn og hversu stór hluti þeirra hefur látist ótímabært og langt um aldur fram segir sína sögu, eins og sést á glærunni hér að neðan.

Pistillinn að ofan er byggður á upplýsingum úr ársriti meðferðarsviðs SÁÁ 2016. Ársritið í heild er hægt að lesa með því að smella hér.