Verðkönnun: 19% notað kannibisvökva í rafsígarettur

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni síðastliðnar tvær vikur, og hvað greiddu þeir fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað.

Verðkannanir SÁÁ hafa frá upphafi verið gerðar með þessum sama hætti og ættu því að gefa glögga mynd af verðbreytingum á ólöglegum vímuefnum „á götunni” á þessu sautján ára tímabili. Niðurstöður kannananna frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í októberlok 2017.

Alls svöruðu 47 manns verðkönnun sem gerð var á Vogi í lok október 2017. Um helmingur aðspurðra hafði keypt vímuefni/lyf síðustu 30 daga, meðalaldur þeirra var 30 ár en meðalaldur hinna sem ekki höfðu keypt slík efni var 48 ár.

Flestir keyptu gras (15), amfetamín (15), E-pillu (9), kókaín (9), Ritalin Uno (8), oxycontin (6), contalgin (5) og róandi lyf (9). Það má merkja að lægra verð hefur verið greitt fyrir kókaín, gras, amfetamín og E-töflur síðustu 2 mánuði en áður. Um 19% aðspurðra hafa notað kannibisvökva í rafsígarettur (9).

https://saa.is/wp-content/uploads/2017/11/verdkonnun-Saa-november-2017.pdf