Verðkönnun: Um 63% keypt ólögleg vímuefni/lyf

Allt frá ársbyrjun 2000 hefur SÁÁ gert mánaðarlegar kannanir á verðlagi á ólöglegum vímuefnum „á götunni.“ Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í könnun þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er síðan reiknað.

Niðurstöður frá upphafi er hægt að lesa í pdf-skjali hér og að neðan. Skjalið hefur verið uppfært miðað við nýjustu upplýsingar í desemberlok 2017.

Alls svöruðu 43 einstaklingar verðkönnun í lok desember 2017. Í ljós kom að um 63% aðspurðra höfðu keypt ólögleg vímuefni/lyf, eða 27 einstaklingar. Meðalaldur þeirra var tæp 35 ár en meðalaldur hinna sem ekki höfðu keypt slík efni var rúm 50 ár.

Langflestir höfðu keypt örvandi vímuefnið amfetamín (22), kókaín (19), benzódíazepín-lyf, eða róandi lyf, (20), gras (15), E-pillu (13), rítalín Uno (11), MDMA (9) og oxycontin (8). Önnur lyf ganga kaupum og sölum, eins og pregabalin og gabapentin. Um 14% aðspurðra höfðu notað kannibisvökva í rafsígarettur.

https://saa.is/wp-content/uploads/2018/01/Verd_saa_281217.pdf