Vertu með í SÁÁ

SÁÁ hefur það meginmarkmið að tryggja áfengis og vímuefnasjúklingum greiðan aðgang að bestu fáanlegu meðferð og heilbrigðisþjónustu. Samtökin greiða nú um 20% af heildarkostnaði við meðferðina með söfnunarfé.

SÁÁ rekur Sjúkrahúsið Vog og meðferðarstöðvarnar Vík á Kjalarnesi og Staðarfell í Dölum. Einnig göngudeildir á Akureyri og í Von, Efstaleiti 7 , Reykjavík en þar eru skrifstofur samtakanna.

Hjá SÁÁ starfa m.a. fjórir til fimm læknar í fullu starfi, átta hjúkrunarfræðingar, átta sjúkraliðar, tveir til þrír sálfræðingar, fimm lækna- og móttökuritarar og um fjörutíu áfengis- og vímuefnaráðgjafar.

Skráðu þig á saa.is hér og fáðu fréttabréf og upplýsingar um viðburði og félagsstarf á vegum SÁÁ.

Nánari upplýsingar í síma: 530 7600 og í tölvupósti á netfangið saa@saa.is