Valmynd
english

Aðalfundur SÁÁ

Aðalfundur SÁÁ verður haldinn fimmtudaginn 11. júní í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7 í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 17.15.
Dagskrá aðalfundar er í samræmi við 5. grein laga SÁÁ. Hún er svohljóðandi:
Aðalfund samtakanna skal halda fyrir 1. júlí ár hvert og skal hann boðaður með viku fyrirvara með auglýsingu í a.m.k. tveimur dagblöðum og tveimur útvarpsstöðvum. Aðalfundur er lögmætur ef rétt er til hans boðað. Á aðalfundi skulu þessi mál tekin til umræðu og afgreiðslu:
1. Skýrsla stjórnar um framkvæmdir og starfsemi samtakanna á liðnu starfsári.
2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til umræðu og samþykktar.
3. Lagabreytingar ef fyrir liggja tillögur um þær.
4. Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og varaendurskoðenda.
5. Tekin ákvörðun um félagsgjöld.
6. Önnur mál.

Sjá nánar í lögum félagsins hér á vefnum.

  • Hefst: 11. júní 2015 - 17:15
  • Lýkur: 11. júní 2015 - 19:00
  • Staður: Von