Valmynd
english

Betri fjármál

haukur hilmarssonBetri fjármál er heiti fyrirlestraraðar sem Haukur Hilmarsson, vottaður fjármálaráðgjafi og „einkaþjálfari í fjármálum“ mun halda í hádeginu á þriðjudögum í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 12.05 og lýkur um kl. 12.50.

Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir, ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram en fólk þarf að skrá sig á staðnum.

Betri fjármál eru opnir fyrirlestrar um hegðun og hugarfar í fjármálum. Fjallað er um hvers vegna við virðumst taka undarlegar ákvarðanir í fjármálum og látum venjur og tilfinningar frekar en skipulag stjórna daglegum útgjöldum.

Markmið fyrirlestrana er að aðstoða þátttakendur við að skipuleggja fjármálin og byggja upp sjálfstjórn. Betri fjármál stuðlar að því að snúa fjármálum þátttakenda úr viðbrögðum við aðstæðum (e. reactive) í fyrirbyggjandi markmið í fjármálum (e. proactive).

Betri fjármál færir þátttakendum verkfæri til að taka stjórn á daglegu lífi og fjármálum með yfirsýn og markmiðum. Fyrirlesari er Haukur Hilmarsson en hann er ráðgjafi í fjármálahegðun og hefur starfað sem ráðgjafi hjá Félagsþjónustu Reykjanesbæjar ásamt því að kenna fjármálahegðun.

Á fyrirlestrum er fjallað um:

• Dagleg fjármál einstaklings eða heimilis.
• Helstu ástæður fjárhagserfiðleika.
• Hegðun og viðhorf til peninga.

Ávinningur þinn:

• Yfirsýn yfir dagleg útgjöld.
• Ný og betri hegðun í fjármálum.
• Aukið skipulag og öryggi í fjármálum

Nánari upplýsingar um Hauk Hilmarsson og hans störf og sýn á fjármál einstaklinga og fjölskyldna er að finna á heimasíðunni skuldlaus.is

Haukur er með heimasíðuna Skuldlaus.is þar sem eru nánari upplýsingar um hann og hans störf. Sérstök viðburðasíða hefur verið stofnuð á Facebook vegna fyrirlestra Hauks og þar er að finna nánari upplýsingar um fyrirlestrana hjá SÁÁ. Þeir verða haldnir í hádeginu á þriðjudögum. Þeir hefjast klukkan 12.05 og lýkur klukkan 12.50. Sá fyrsti verður 8. september.

 

  • Þessum viðburði lýkur þann 27 október 2015.
  • Staður: Von