Valmynd
english

Dansnámskeið

Spessi_168B8006-197Byrjenda- og framhaldsnámskeið í samkvæmisdönsum hefst í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti, miðvikudaginn 23. september

Byrjendahópur kl. 19:30               Framhaldshópur kl. 20:45

Kennt er átta miðvikudagskvöld, verð kr. 9.000

Kennsla fer fram í Von, Efstaleiti 7. Kennarar eru Ásrún og Jónas

Skráning til 20. september hjá Þorkeli og Íris Fjólu

Þorkell s. 898 4596, thorkell@saa.is

Íris Fjóla s. 868 1573, irisfjola@gmail.com

Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér dansfélaga á byrjendanámskeið en dansað er í pörum á námskeiðinu, aðstoðum dansara við að finna dansfélaga í fyrstu 2 tímum námskeiðsins.

Við erum í skýjunum að hafa fengið Ásrúnu og Jónas aftur til okkar, það var mjög mikil ánægja með þau á námskeiðunum í vor og fjölmargar óskir um að fá þau aftur.  Ásrún Kristjánsdóttir er reynslumikill danskennari, lærði til kennara hjá Sigurði Hákonarsyni, kenndi í 14 ár hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Rak sinn eigin danskóla í 15 ár, sat í stjórn Danskennarasambands Íslands. Eiginmaður Ásrúnar Jónas Dalberg Karlsson er Ásrúnu til aðstoðar, hann var í stjórn Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) í 8 ár. Þau eru í danshópnum Sporinu sem sýnir þjóðdansa um allan heim. Þannig að við erum hér með mjög góða og reynslu mikla kennara.

  • Þessum viðburði lýkur þann 11 nóvember 2015.
  • Staður: Von