Valmynd
english

Fjölskyldumeðferð

Næsta námskeið í fjölskyldumeðferð hefst hjá SÁÁ mánudaginn 24. apríl, klukkan 17.30. Þetta verður síðasta námskeiðið á vorönn. Námskeiðið er kvöldnámskeið sem tekur fjórar vikur og er haldið á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 19:30 í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7.  Kennt er fjögur mánudagskvöld og fjögur fimmtudagskvöld. Frí verður mánudaginn 1. maí en þess í stað verður kennt mánudaginn 22. maí.

Námskeiðisgjald er 8.000 krónur. Að lokinni fjölskyldumeðferð geta þátttakendur nýtt sér stuðningshóp sem hittist vikulega í Von, Efstaleiti 7.

Í fjölskyldumeðferð er leitast við að auka þekkingu aðstandenda á fíknisjúkdómnum, einkennum hans og birtingarmyndum og áhrifum hans á alla þá sem búa í návígi við áfengis- og vímuefnasjúkling. Reynt er að aðstoða þátttakendur við að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar.

Fjölskyldumeðferðina annast þrautreyndir ráðgjafar SÁÁ sem hafa áratugalanga reynslu af starfi með aðstandendum og eru löggiltir áfengis- og vímuefnaráðgjafar með starfsleyfi sem löggiltir heilbrigðisstarfsmenn.

  • Þessum viðburði lýkur þann 22 maí 2017.
  • Staður: Von - göngudeild SÁÁ Reykjavík