Valmynd
english

Fræðsla fyrir foreldra unglinga í meðferð

Fræðslufundir fyrir foreldra unglinga sem eru eða hafa verið í meðferð hjá SÁÁ eru haldnir alla þriðjudaga og hefjast þeir klukkan 18.15 á Sjúkrahúsinu Vogi, Stórhöfða 45 í Reykjavík.

Að loknum framsögu- og kynningarerindum hittist stuðningshópur og lýkur fundi klukkan 20.00. Þessir fundir henta einnig vel fyrir foreldra sem eru að byrja að leita sér aðstoðar vegna neyslu unglings. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Framsöguerindin sem haldin eru á fræðslufundum fyrir foreldra fjalla um þessi málefni:

  • Vímuefni sem unglingar nota og áhrif þeirra
  • Bataþróun hjá unglingum og íhlutun
  • Vímuefnameðferð unglinga
  • Vandi foreldra og þjónusta SÁÁ. Göngudeild – Endurhæfing SÁÁ og meðferðarstöðvarnar.
  • Hefst: 25. september 2018 - 18:15
  • Staður: Fræðslufundur fyrir foreldra